Skólanefnd

10. fundur 17. maí 2010 kl. 17:15 - 19:15 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundargerð ritaði: Hannes Sveinbjörnsson kennslufulltrúi
Dagskrá

1.901153 - Skólasamningur grunnskólanna 2010-2011

Lögð fram til umræðu drög að skólasamningi grunnskólanna fyrir skólaárið 2010 - 2011.

 

Árni Þór Hilmarsson gerði grein fyrir vinnu við endurskoðun skólasamningsins.

 

Sindri Sveinsson fór yfir drög að samningnum og gerði grein fyrir breytingum frá fyrri samningi.

 

Málið rætt.

 

Ákveðið að halda umræðum um samninginn áfram á næsta fundi.

2.1005044 - Umsóknir um stöðu skólastjóra Smáraskóla

Formaður skólanefndar gerði grein fyrir störfum valnefndar vegna umsókna um stöðu skólastjóra Smáraskóla.

 

Skólanefnd mælir með við bæjarráð að Friðþjófur Helgi Karlsson verði ráðinn í stöðu skólastjóra Smáraskóla frá og með 1. ágúst 2010.

3.1005098 - Skóladagatal og starfsáætlun Lindaskóla skólaárið 2010-2011

Skólanefnd samþykkir skóladagatalið og starfsáætlun skólans.

4.902060 - Önnur mál

a)

Hannes Sveinbjörnsson svaraði fyrirspurn Helga Jóhannessonar varðandi innheimtu í skólamötuneytum. Ekki virðist um aukningu skulda að ræða.

 

b)

Erlendur Geirdal spurði um aukinn aðgang að fundarmannagáttinni.

Fundi slitið - kl. 19:15.