Skólanefnd

45. fundur 18. júní 2012 kl. 17:15 - 19:15 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Helgi Magnússon aðalfulltrúi
  • Alexander Arnarson aðalfulltrúi
  • Þór Heiðar Ásgeirsson aðalfulltrúi
  • Sigurður Haukur Gíslason kennarafulltrúi
  • Magnea Einarsdóttir vara áheyrnarfulltrúi
  • Marta Kristín Sigurjónsdóttir vara foreldrafulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá

1.1203167 - Skólavog

Kynning og tillaga lögð fram.

Skólanefnd mælir með að Kópavogsbær kaupi aðgang að nýju upplýsinga- og greiningarkerfi fyrir sveitarfélög, Skólavoginni. Nefndin mælir með leið 1 samkvæmt framlögðu minnisblaði og leggur til að um þriggja ára tilraunaverkefni verði að ræða sem verði endurskoðað að þeim tíma liðnum.

2.1201337 - Mat og eftirlit sveitarstjórna með skólastarfi

Frekari gögn lögð fram á fundinum.

Skólanefnd samþykkir drög að mati og eftirliti sveitarstjórna með skólastarfi fyrir árið 2011 - 2012 með athugasemd um breytt orðalag.

3.1203096 - Upplýsingatækni í grunnskólum

Gerð grein fyrir vinnu starfshóps um málefnið.

Drög að stefnu Kópavogs í upplýsingatæknimennt í grunnskólum kynnt.

4.1206306 - Umsókn um kennsluafslátt

Umsókn deildarstjóra í Tröð um kennsluafslátt samþykkt.

5.1206315 - Afgreiðsla skólanefndar á skóladagatali Lindaskóla

Erindi frá kennurum Lindaskóla lagt fram.

Skólanefnd hefur það lögbundna hlutverk að vera eftirlitsaðili  með lögum og reglum sem sett eru um skólastarf og hefur sinnt því hlutverki við afgreiðslu á skóladagatali 2012-2013 með vísan í túlkun Mennta- og menningarmálaráðuneytis frá 16. apríl 2012. Að óbreyttri túlkun ráðuneytis sér nefndin sér ekki fært að samþykkja dagatalið.

 

Þór Ásgeirsson og Sigurður Haukur Gíslason viku af fundi kl. 19:30. 

Skólanefnd þakkar Erlendi Geirdal, fráfarandi fulltrúa foreldra, gott samstarf.

Fundi slitið - kl. 19:15.