Skólanefnd

81. fundur 19. janúar 2015 kl. 17:15 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Ólafur Örn Karlsson aðalfulltrúi
  • Ragnhildur Reynisdóttir aðalfulltrúi
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
  • Guðrún Jónína Guðjónsdóttir aðalfulltrúi
  • Gísli Baldvinsson aðalfulltrúi
  • Þórir Bergsson varafulltrúi
  • Arnar Björnsson foreldrafulltrúi
  • Hafsteinn Karlsson fulltrúi skólastjóra
  • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá

1.1401796 - Ytra mat á grunnskólum - Salaskóli valinn

Kynning á niðurstöðum ytra mats.
Skólanefnd þakkar fyrir góða kynningu fulltrúa matsdeildar Námsmatsstofnunar, Þóru Bjarkar Jónsdóttur deildarstjóra og Hönnu Hjartardóttur matsmanns. Nefndin lýsir ánægju með framkvæmd ytra mats.

2.1406068 - Ytra mat á grunnskólum - Waldorfskólinn valinn

Kynning á niðurstöðum ytra mats.
Skólanefnd þakkar fyrir góða kynningu fulltrúa matsdeildar Námsmatsstofnunar, Þóru Bjarkar Jónsdóttur deildarstjóra. Nefndin lýsir ánægju með framkvæmd ytra mats.

Hafsteinn Karlsson vék af fundi kl:19:05.

3.1107041 - Skóladagatal - Samræming skipulagsdaga leik- og grunnskóla.

Lagt fram til afgreiðslu.
Tillagan var samþykkt einróma eða með sjö atkvæðum.

4.1301639 - Sundakstur

Á síðasta fundi var málinu vísað til Grunnskóladeildar.
Grunnskóladeild leggur fram svar við erindinu.
Svar lagt fram og umræðum frestað til næsta fundar.

5.1405332 - Vinnuhópur um starfsemi dægradvala 2014

Tillaga frá nefndarmönnum lögð fram.
Erindi vísað til menntasviðs til greiningar á kostnaði og framkvæmd.

Fundi slitið.