Skólanefnd

44. fundur 04. júní 2012 kl. 17:15 - 19:15 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
 • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
 • Ragnheiður S Dagsdóttir aðalfulltrúi
 • Alexander Arnarson aðalfulltrúi
 • Jens Sigurðsson varafulltrúi
 • Hreggviður Norðdahl aðalfulltrúi
 • Hjálmar Hjálmarsson varafulltrúi
 • Sigurður Haukur Gíslason íþróttafulltrúi
 • Guðrún Soffía Jónasdóttir fulltrúi skólastjóra
 • Erlendur H Geirdal foreldrafulltrúi
 • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
 • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá
Í upphafi fundar lagði formaður til að aukafundur skólanefndar yrði haldinn 18. júní. Fundarmenn samþykktu það.

1.1205157 - Skóladagatal Lindaskóla 2012-2013

Máli frestað á fundi skólanefndar þann 14/5.

Skólanefnd samþykkir ekki skóladagatal skólans þar sem skóladagar eru 178 en skulu vera 180. Ekki er heimild til að tvítelja daga samkvæmt áliti Mennta- og menningarmálaráðuneytis frá 16. apríl 2012.

2.1205172 - Skóladagatal Vatnsendaskóla 2012-2013

Máli frestað á fundi skólanefndar þann 14/5.

Skóladagatalið er samþykkt.

3.1203090 - Húsnæðismál Hörðuvallaskóla

Lausn á húsnæðisþörf Dægradvalar kynnt.

Lagt fram til kynningar. Skólanefnd fagnar farsælli lausn.

4.1201337 - Mat og eftirlit sveitarstjórna með skólastarfi

Lagt fram.

Máli frestað til næsta fundar.

5.1203167 - Skólavog

Tillaga um þátttöku lögð fram.

Skólavogin kynnt og ákvörðun um þátttöku frestað. Skólanefnd óskar eftir frekari upplýsingum um þau greiningartæki til sjálfsmats sem skólarnir nota og kostnað af þeim.

6.1111071 - Forfallakennsla í grunnskólum

Greinargerð lögð fram.

Lagt fram svar við fyrirspurn um forfallakennslu.

7.1203351 - Stærðfræðikeppnin BEST fyrir 9. bekki grunnskóla

Svar formanns við fyrirspurn lagt fram.

Lagt fram.

8.1203096 - Upplýsingatækni í grunnskólum

Gerð grein fyrir vinnu starfshóps um málefnið.

Máli frestað til næsta fundar.

Fulltrúi skólastjóra í skólanefnd, Guðrún Soffía Jónasdóttir, þakkaði fyrir samstarfið í vetur. Skólanefnd þakkar gott samstarf.
Á næsta fundi tekur við nýr formaður skólastjórafélags Kópavogs, Guðmundur Ásmundsson.

Fundi slitið - kl. 19:15.