Skólanefnd

85. fundur 20. apríl 2015 kl. 17:15 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
 • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
 • Ólafur Örn Karlsson aðalfulltrúi
 • Ragnhildur Reynisdóttir aðalfulltrúi
 • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
 • Guðrún Jónína Guðjónsdóttir aðalfulltrúi
 • Gísli Baldvinsson aðalfulltrúi
 • Arnar Björnsson foreldrafulltrúi
 • Hafsteinn Karlsson fulltrúi skólastjóra
 • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
 • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
 • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá

1.1501415 - Innleiðing spjaldtölva í grunnskólum Kópavogsbæjar

Staða verkefnis kynnt.
Björn Gunnlaugsson, verkefnisstjóri í innleiðingu spjaldtölva kom í heimsókn og gerði grein fyrir næstu skrefum verkefnisins.

2.1107041 - Skóladagatal - Samræming skipulagsdaga leik- og grunnskóla.

Tillaga um framkvæmd samræmingar.
Skólanefnd samþykkir tillögu með öllum greiddum atkvæðum.

3.1401181 - Skóladagatal og starfsáætlanir grunnskóla Kópavogs

Tillaga um útfærslu skóladagatals grunnskóla Kópavogs skólaárið 2015-2016 lögð fram.
Skólanefnd samþykkir tillöguna einróma.

4.1405332 - Vinnuhópur um starfsemi dægradvala 2014

Stefna lögð fram.
Stefna í málefnum dægradvala er samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

5.1401796 - Ytra mat á grunnskólum - Salaskóli valinn

Umbótaskýrsla Salaskóla lögð fram.
Skólanefnd fagnar vel unninni umbótaáætlun frá skólanum.

6.1504384 - Grunnskóladeild-hinsengin fræðsla

Tillaga um samvinnu við samtökin `78 um fræðslu og ráðgjöf fyrir grunnskólanna lögð fram. Frestað og vísað til menntasviðs með ósk um upplýsingar um hvernig hinseginfræðslu og ráðgjöf er háttað í grunnskólum.
Salaskóli býður skólanefndarmönnum á þúsaldarfund þann 30. apríl kl. 13:00 þar sem nemendur sem fæddir eru 2000 hafa undirbúið fundinn.

Fundi slitið.