Skólanefnd

76. fundur 20. október 2014 kl. 17:15 í Smáraskóla
Fundinn sátu:
 • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
 • Ólafur Örn Karlsson aðalfulltrúi
 • Helgi Magnússon aðalfulltrúi
 • Ragnhildur Reynisdóttir aðalfulltrúi
 • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
 • Guðrún Jónína Guðjónsdóttir aðalfulltrúi
 • Gísli Baldvinsson aðalfulltrúi
 • Hafsteinn Karlsson fulltrúi skólastjóra
 • Arnar Björnsson foreldrafulltrúi
 • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
 • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
 • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá
Skólanefnd þakkar Björgu Baldursdóttur, skólastjóra Smáraskóla áhugaverða kynningu á verkefnum í skólastarfinu.

1.1405103 - Skóladagatal og starfsáætlun 2014-2015.Waldorfskólinn

Starfsáætlun lögð fram.
Starfsáætlun einróma staðfest.

2.1404570 - Skóladagatal og starfsáætlun Álfhólsskóla 2014-2015

Starfsáætlun lögð fram.
Starfsáætlun einróma staðfest.

3.1403430 - Skóladagatal og starfsáætlun Lindaskóla 2014-2015

Starfsáætlun lögð fram.
Starfsáætlun einróma staðfest.

4.1404571 - Skóladagatal og starfsáætlun Kársnesskóla 2014-2015

Starfsáætlun lögð fram.
Starfsáætlun einróma staðfest.

5.1404506 - Skóladagatal og starfsáætlun Kópavogsskóla 2014-2015

Starfsáætlun lögð fram.
Starfsáætlun einróma staðfest.

6.1404323 - Skóladagatal og starfsáætlun Salaskóla 2014-2015.

Starfsáætlun lögð fram.
Starfsáætlun einróma staðfest.

7.1404567 - Skóladagatal og starfsáætlun Smáraskóla 2014-2015

Starfsáætlun lögð fram.
Starfsáætlun einróma staðfest.

8.1404311 - Skóladagatal og starfsáætlun Snælandsskóla 2014-2015

Starfsáætlun lögð fram.
Starfsáætlun einróma staðfest.

9.1404586 - Skóladagatal og starfsáætlun Vatnsendaskóla 2014-2015.

Starfsáætlun lögð fram.
Starfsáætlun einróma staðfest.

10.14011128 - Mat og eftirlit sveitastjórna með skólastarfi 2014

Lykiltölur lagðar fram.
Farið yfir lykiltölur og þær ræddar.

11.1311196 - Ýmis gögn skólanefndar

Kynning á starfi grunnskóladeildar.
Hafsteinn Karlsson, fulltrúi skólastjóra vék af fundi kl. 18:53.

Deildarstjóri grunnskóladeildar fór yfir helstu verkefni deildarinnar.

12.1409581 - Leikskóladeild og grunnskóladeild: Verkferlar um öryggi barna.

Svar við fyrirspurn lagt fram.
Svar lagt fram.

13.1409402 - Innritun barna í skóla tvisvar á ári. Tillaga frá bæjarfulltrúum Samfylkingarinnar

Tillaga bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar:
"Bæjarstjórn Kópavogs láti skoða kosti og galla þess að innrita börn í grunnskóla og leikskóla bæjarins tvisvar á ári. Tillagan og greinargerðin verði kynnt skólastjórnendum leik- og grunnskóla í Kópavogi og leitað umsagnar þeirra. Skýrsla verði lögð fyrir bæjarstjórn Kópavogs eigi síðar en á fyrsta fundi bæjarstjórnar í desember 2014.
Pétur Hrafn Sigurðsson Ása Richardsdóttir"

Bæjarstjórn samþykkir með tíu atkvæðum að fela menntasviði að skoða kosti og galla þess að innrita börn í grunnskóla og leikskóla bæjarins tvisvar á ári. Greinargerð þar um verði lögð fyrir bæjarstjórn á fundi í apríl 2015. Einn bæjarfulltrúi var fjarverandi við atkvæðagreiðsluna.
Bergljót Kristinsdóttir, fulltrúi samfylkingarinnar kynnti málið og umræður sköpuðust um það.

14.1306626 - Gengið gegn einelti. Tillaga frá Ármanni Kr. Ólafssyni.

Skólanefnd er boðið að taka þátt í göngu gegn einelti 7. nóvember.

15.1301085 - SSH - endurmenntun kennara

Vinnustofa um málefni bráðgerra barna 28. nóvember 2014
Boð á málstofu ítrekað. Margrét Friðriksdóttir, formaður skólanefndar og Guðrún Jónína Guðjónsdóttir, fulltrúi framsóknarflokksins þáðu boðið.

Fundi slitið.