Umferðarnefnd

371. fundur 30. nóvember 2010 kl. 17:00 - 19:00 í fundarherb. 3. hæð
Fundargerð ritaði: Jón Ingi Guðmundsson ritari
Dagskrá
Einnig sátu fundinn Gylfi Sigurðsson frá lögreglunni og Einar Kristjánsson frá Strætó.
Formaður hóf fundinn á því að minnast Péturs M. Birgissonar.
Fundargerð síðasta fundar samþykkt.

1.1008125 - Álfhólsvegur 81, fjölgun íbúða og bílageymsla.

Erindi frá Skipulagsnefnd þar sem óskað er umsagnar Umferðarnefndar

Umferðarnefnd leggst gegn erindinu vegna þess að bílastæði við Álfhólsveg eru svo gott sem ofan í gatnamótunum.

2.1005072 - Vallakór 1-3, aðkoma

Erindi frá Sklipulagsnefnd þar sem óskað er eftir samvinnu við umferðarnefnd um vinnu við deiliskipulag svæðisins.

Umferðarnefnd er sammála því að bæta þurfi aðkomu að Kórnum og leita allra leiða til þess í samráði við lóðarhafa á Svæðinu.  Formaður fylgir málinu eftir í samvinnu við Skipulags- og umhverfissvið.

3.1009269 - Bókun vegna umferðarhraða

Erindi frá bæjarráði vegna bókunar Hjálmars Hjálmarssonar:

Umferðarnefnd hefur sett af stað vinnu við að skoða hvaða úrræðum sé best að beita þar sem draga þarf úr umferðarhraða eða stjórna umferð svo að gangandi, hjólandi og akandi geti komist ferða sinna á þess að eiga á hættu að slasast.  Það er von nefndarinnar að þessi áætlun verði kynnt stax í upphafi næsta árs.

4.1010326 - Könnun á ferðavenjum sex ára barna

Kynnt skýsla um ferðavenjur 6. ára barna í Kópavogi

Umferðarnefnd koma niðurstöður könnunarinnar mjög á óvart og leggur til að sviðin sem stóðu að gerð könnunarinnar sameinist um að koma á stað kynningar og fræðsluherferð til að minnka akstur barna í skólann.

 

En niðurstaðan er þessi:

 

skóli:                   % gangandi        % í bíl            % á hjóli 

 

Vatnsendaskóli        48                     26                26

Hörðuvallaskóli        51                     41                 8

Salaskóli                  50                     38                12

Kársnesskóli            44                     41                  5  

Snælandsskóli          50                     44                  6

Kópavogsskóli         59                     38                  3

Smáraskóli               29                     71                 

Álfhólsskóli               41                    51                  3

 

Umferðarnefnd leggur einnig til að skýsrslan verði byrt á heimasíðu bæjarins.

 

             

 

5.906276 - Frostaþing. Hraðahindrun.

Erindi frá Ingibirni Sigurbjörnssyni um hraðahindrun í Frostaþingi.

Mældur hefur verið hraði í götunni og er ljóst að örfáir einstaklingar aka og hratt en yfir 85% eru undir hámarkshraða. Umferðarnefnd leggur til að hraðahindrun sem er fyrir í götunni verði flutt framar í götuna að göngustíg sem þar er.

6.1011346 - Digranesvegur

Lögð fram hugmynd að breyttu umferðaskipulagi Digranesvegar

Lagt fram og ákveðið að vinna áfram með hugmyndina.

7.1011348 - Breiðholtsbraut/Vatnsendahvarf hringtorg

lögð fram hugmynd formanns að ræða við vegagerðina um hringtorg á gatnamót Breiðholtsbrautar / Vatnsendahvarfs.

Umferðarnefnd óskar eftir umsögn Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar um að breyta ljósastýrðum gatnamótum Breiðholtsbrautar og Vatnsendahvarfs í hringtorg.

8.1009252 - Vettfangsferð með strætó

Í framhaldi af vettfangsferð á síðasta fundi þarf að svar nokkrum spurningum sem lagðar voru fram í ferðinni.

Starfsmanni falið að svara bréfi strætó bs í samræmi við umræður á fundinum.

9.907138 - Umferðarvöktun. Samanburður á umferðarhraða milli ára.

Lögð fram samantekt af mælingum á umferðarhraða í Kópavogi.

Lagt fram og lagt til að upplýsingar verði settar á vef bæjarins.

10.1009250 - Erindi til vegagerðarinnar frá umferðarnefnd

Farið yfir væntanleg svör Vegagerðarinnar vegna fyrirspurna frá síðasta fundi.

Svör Vegagerðarinnar við spurningum frá síðasta fundi lögð fram.

Ákveðið að halda málum 1,4 og 6 vakandi með því að stofna sérstök málsnúmer um þau. 

11.1011349 - Dalvegur hringtorg

Lögð fram eldri tillaga að því að setja hringtorg á Dalveg við tenginguna við Reykjanesbraut og banna um leið vinstri beyju frá lóðum við Dalveg að hringtorgi við Digranesveg.

Umferðarnefnd skorar á Framkvæmda og tæknisvið að taka upp framkvæmdir á svæðinu.

12.1011350 - Smárahvammsvegur umferðaskipulag

Frestað.

13.1011352 - Smiðjuvegur umferðaröryggi

Tvö eindi um umferðaröriggi á veginum ásamt hugmyndum um breytt umferðarskipulag.

Umferðarnefnd samþykkir tillögu 1 um 2 gangbrautir á Smiðjuveg, en vill jafnframt að tillaga 2 verði skoðuð betur.

14.1011420 - Aðgerðaráætlanir í umferðarstjórnun

Formaður leggur til að Framkvæmda og tæknisvið geri skriflegar aðgerðaráætlanir fyrir stjórnun á samgöngum kringum stórviðburði. Hér er um að ræða lýsingu á því hvar merkja skal, hverning merkja skal, hvaða götum skal loka og hvernig.
Stórviðburðir eru td. sýningar í Smáranum eða Kórnum,landsleikir, 17. júní ofl.

Samþykkt

ÖNNUR MÁL:

a. Fulltrúar úr umferðarnefnd sátu Umferðarþing 2010 sem haldið var 25. nóv. sl. Þar var einkum rætt um hugtakið núllsýn - ''engin'' banaslys í umferðinni 2015.

b. Gylfi leggur fram afrit af bréfaskriftum lögreglu vegna gönguleiða að Salaskóla. Vill hann lýsa yfir ánægju með vinnubrög

Fundi slitið - kl. 19:00.