- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fólk með fötlun
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Umferðarnefnd leggst gegn erindinu vegna þess að bílastæði við Álfhólsveg eru svo gott sem ofan í gatnamótunum.
Umferðarnefnd er sammála því að bæta þurfi aðkomu að Kórnum og leita allra leiða til þess í samráði við lóðarhafa á Svæðinu. Formaður fylgir málinu eftir í samvinnu við Skipulags- og umhverfissvið.
Umferðarnefnd hefur sett af stað vinnu við að skoða hvaða úrræðum sé best að beita þar sem draga þarf úr umferðarhraða eða stjórna umferð svo að gangandi, hjólandi og akandi geti komist ferða sinna á þess að eiga á hættu að slasast. Það er von nefndarinnar að þessi áætlun verði kynnt stax í upphafi næsta árs.
Umferðarnefnd koma niðurstöður könnunarinnar mjög á óvart og leggur til að sviðin sem stóðu að gerð könnunarinnar sameinist um að koma á stað kynningar og fræðsluherferð til að minnka akstur barna í skólann.
En niðurstaðan er þessi:
skóli: % gangandi % í bíl % á hjóli
Vatnsendaskóli 48 26 26
Hörðuvallaskóli 51 41 8
Salaskóli 50 38 12
Kársnesskóli 44 41 5
Snælandsskóli 50 44 6
Kópavogsskóli 59 38 3
Smáraskóli 29 71
Álfhólsskóli 41 51 3
Umferðarnefnd leggur einnig til að skýsrslan verði byrt á heimasíðu bæjarins.
Mældur hefur verið hraði í götunni og er ljóst að örfáir einstaklingar aka og hratt en yfir 85% eru undir hámarkshraða. Umferðarnefnd leggur til að hraðahindrun sem er fyrir í götunni verði flutt framar í götuna að göngustíg sem þar er.
Lagt fram og ákveðið að vinna áfram með hugmyndina.
Umferðarnefnd óskar eftir umsögn Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar um að breyta ljósastýrðum gatnamótum Breiðholtsbrautar og Vatnsendahvarfs í hringtorg.
Starfsmanni falið að svara bréfi strætó bs í samræmi við umræður á fundinum.
Lagt fram og lagt til að upplýsingar verði settar á vef bæjarins.
Svör Vegagerðarinnar við spurningum frá síðasta fundi lögð fram.
Ákveðið að halda málum 1,4 og 6 vakandi með því að stofna sérstök málsnúmer um þau.
Umferðarnefnd skorar á Framkvæmda og tæknisvið að taka upp framkvæmdir á svæðinu.
Frestað.
Umferðarnefnd samþykkir tillögu 1 um 2 gangbrautir á Smiðjuveg, en vill jafnframt að tillaga 2 verði skoðuð betur.
Samþykkt
Fundi slitið - kl. 19:00.
Formaður hóf fundinn á því að minnast Péturs M. Birgissonar.
Fundargerð síðasta fundar samþykkt.