Umferðarnefnd

372. fundur 01. febrúar 2011 kl. 17:00 - 19:00 í fundarherb. 3. hæð
Fundargerð ritaði: Jón Ingi Guðmundsson ritari
Dagskrá
Einnig sat fundinn Gylfi Sigurðsson frá lögreglunni

1.1004373 - Hjólreiðaáætlun fyrir Kópavogsbæ

Umferðarnefnd fól Sigurði Grétarssyni, fyrrum formanni Landsambands hjólreiðamanna og nefndarmanns í Umferðarnefnd, að leiða vinnuhóp til að skipuleggja hjólaleiðir gegnum Kópavog. Skal vinnan í upphafi miðast við skilgreiningu aðalleiða í norður/suður og austur/vestur um og í gegnum bæjarfélagið. Þetta skal unnið í samstarfi við Umhverfisráð Kópavogs.

Fyrstu niðurstöður skulu lagðar fyrir fyrsta fundi Umferðarnefndar á næsta ári.

Umferðarnefnd fól Sigurði Grétarssyni, fyrrum formanni Landsambands hjólreiðamanna og nefndarmanns í Umferðarnefnd, að leiða vinnuhóp til að skipuleggja hjólaleiðir gegnum Kópavog. Skyldi vinnan í upphafi miðast við skilgreiningu aðalleiða í norður/suður og austur/vestur um og í gegnum bæjarfélagið. Einnig skyldi haft samráð við Umhverfisráð Kópavogs.

Niðurstaða var í stuttri greinargerð um framkvæmdaatriði sem væri hægt að gera til að koma málinu af stað án þess að leggja í mikinn kostnað. Málinu að öðru leiti vísað til Umhverfis og samgöngunefndar.

2.1011348 - Tenging hringtorgs Arnarnesvegar og Reykjanesbrautar við gamla veginn fyrir ofan hesthúsahverfið

Nú er hestum fækkar á Glaðheimasvæðinu og vegna þess að útboð á Arnarnesvegi er ekki ráðgert fyrr en árið 2012 í fyrsta lagi, vill Umferðarnefnd beina eftirfarandi til Tæknideildar:

  • Gerð verði tenging frá hringtorginu við Arnarnesveg / Reykjanesbraut inná eldri veg sunnan Akralindar með því að nota eins og kostur eldri vegstæði sem eru á svæðinu.

  • Á sama tíma verði hugað að loka eyjunni á Fífuhvammsvegi við Fitjalind svo vinstri beygja sé ekki gerleg.

 

3.1012212 - Snælandsskóli. Umferðarmál. Öryggi gangandi vegfarenda.

Bréf frá skólaráði Snælandsskóla til umferðarnefndar varðand umferðaröryggi í nágrenni skólans.

Umferðarnefnd felur tæknideild að koma með ítarlegar tillögur að lausn á umferðaröryggismálum kringum Snælandsskóa til umhverfis og samgöngunefndar.

4.1001169 - Umhverfisstefna Kópavogs

Bæjarráð óskar eftir umsögn Umferðarnefndar við umhverfisstefnu Kópavogs.

Umferðarnefnd leggur til að umhverfisstefnan verði samþykkt, en bendir á rétt væri að taka fyrir í umhverfisstefnunni mál eins og umfjöllun um vegi og t.d. almennt um vistakstur og vitund almennings til þess.

5.1101159 - Leikskólinn Kópahvoll. Umhverfi og aðgengi við leikskólann og innleiðing vistvænni ferðamáta í Kópav

Umferðarnefnd er sammála bréfritara í flestu og tekur undir svar sviðstjóra framkvæmda og tæknisviðs við bréfinu. 

Önnur mál:

Formaður lagði fram lista yfir atriði sem nefndin hefur samþykkt en ekki enn verið framkvæmd.

Formaður vill nota þetta tækifæri, því þetta er síðasti fundur Umferðarnefndar Kópavogs því hún mun renna inn í nýja Umhverfis og samgöngunefnd, að þakka nefndarmönnum, formönnum og starfsmönnu

Fundi slitið - kl. 19:00.