- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fólk með fötlun
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Umferðarnefnd fól Sigurði Grétarssyni, fyrrum formanni Landsambands hjólreiðamanna og nefndarmanns í Umferðarnefnd, að leiða vinnuhóp til að skipuleggja hjólaleiðir gegnum Kópavog. Skyldi vinnan í upphafi miðast við skilgreiningu aðalleiða í norður/suður og austur/vestur um og í gegnum bæjarfélagið. Einnig skyldi haft samráð við Umhverfisráð Kópavogs.
Niðurstaða var í stuttri greinargerð um framkvæmdaatriði sem væri hægt að gera til að koma málinu af stað án þess að leggja í mikinn kostnað. Málinu að öðru leiti vísað til Umhverfis og samgöngunefndar.
Nú er hestum fækkar á Glaðheimasvæðinu og vegna þess að útboð á Arnarnesvegi er ekki ráðgert fyrr en árið 2012 í fyrsta lagi, vill Umferðarnefnd beina eftirfarandi til Tæknideildar:
Gerð verði tenging frá hringtorginu við Arnarnesveg / Reykjanesbraut inná eldri veg sunnan Akralindar með því að nota eins og kostur eldri vegstæði sem eru á svæðinu.
Á sama tíma verði hugað að loka eyjunni á Fífuhvammsvegi við Fitjalind svo vinstri beygja sé ekki gerleg.
Umferðarnefnd felur tæknideild að koma með ítarlegar tillögur að lausn á umferðaröryggismálum kringum Snælandsskóa til umhverfis og samgöngunefndar.
Umferðarnefnd leggur til að umhverfisstefnan verði samþykkt, en bendir á rétt væri að taka fyrir í umhverfisstefnunni mál eins og umfjöllun um vegi og t.d. almennt um vistakstur og vitund almennings til þess.
Umferðarnefnd er sammála bréfritara í flestu og tekur undir svar sviðstjóra framkvæmda og tæknisviðs við bréfinu.
Fundi slitið - kl. 19:00.