Umferðarnefnd

365. fundur 12. nóvember 2009 kl. 17:00 - 19:00 í fundarherb. 3. hæð
Fundargerð ritaði: Jón Ingi Guðmundsson ritari
Dagskrá

1.911154 - Umferð á Salavegi og Lómasölum.

Umferðarnefnd fól tæknideild að koma með tillögur að lausnum á umferðarhraða í Lómasölum og Salavegi.
Tillögur lagðar fram.

Búið er að setja nýlega miðeyju á Salaveg við Hásali og gönguleið þar yfir.  Bæta má einni hraðahindrun austast á Salaveg.  Ekki er talið ráðlegt að lækka hámarkshraða en hann er 50. km. klst.

Samþykkt að setja hraðahindrun í Lómasali á móts við hús nr. 7.

2.903018 - Umferðaröryggisáætlun

Lagður fram samningur við Umferðarstofu vegna umferðaröryggisáætlunar sbr. samþykkt umferðarnefndar.

Umferðarnefnd leggur til við bæjarráð að samningurinn verði samþykktur.

3.911346 - Dalvegur biðskylda

Erindi frá Kosti varðandi biðskyldu milli Dalvegs 4 og Dalvegs 10-14

Umferðarnefnd telur að ekki sé hægt að setja biðskildu bara á eina útkeyrslu.

Sömu reglur verða að glilda um Dalvegssvæðið þ.e. hægri reglan. Umferðarnefnd leggur til við tæknideild að fylgst verði með svæðinu eftir opnun Kosts og aðstæður metnar m.t.t. umferðar.  Eins leggur nefndin til að flýtt verði gerð hringtorgs á Dalveg.

4.911349 - Álmakór / Ásakór umferðaréttur

Tækideild leggur til við umferðarnefnd að umferðarréttur á gatnamótum Álmakórs og Ásakórs verði þannig að Ásakór verði með biðskyldu gagnvart Álmakór.

Samþykkt.

5.911350 - Gönguleiðir við kirkjugarð

Ósk um að gönguleiðir að kirkjugarði verði bættar.

Umferðarnefnd leggur til við Tæknideild að gönguleiðir yfir Fífuhvammsveg að kirkjugarði verði bættar.

Önnur mál:

Lögreglan vill benda á að töluverð umferð gangandi er yfir Reykjanesbraut við Smáralind og varð alvarlegt slys á gangandi manni þar um daginn. Nauðsynlegt er að girða fyrir þetta.

Fundi slitið - kl. 19:00.