Umhverfis- og samgöngunefnd

59. fundur 05. janúar 2015 kl. 16:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Jón Kristinn Snæhólm aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Sigurður M Grétarsson aðalmaður
  • Gylfi Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Birgir Hlynur Sigurðsson
  • Karl Eðvaldsson
  • Bjarki Þórir Valberg
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.1312123 - Hverfisskipulag

Greint frá stöðu mála.
Verkefnisstjóri hverfisskipulags, fór yfir stöðu mála.

2.1411143 - Auðbrekka. Þróunarsvæði.

Greint frá stöðu mála.
Lagt fram og kynnt.

3.1409209 - Vesturhluti Kársness. Deiliskipulag

Greint frá stöðu mála.
Lagt fram og kynnt.

4.1408478 - Umhverfismál - Innviði nýtt til rýmisafmörkunar og auðkennis

Lagt fram minnisblað varðandi lýsingu á ákveðnum stöðum í Kópavogi ásamt fyrirhuguðum kostnaðarliðum.
Lagt fram minnisblað varðandi lýsingu á ákveðnum stöðum í Kópavogi ásamt fyrirhuguðum kostnaðarliðum.
Lögð fram tillaga að framkvæmd auðkennis grænna gönguleiða skólabarna.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma að fela umhverfisfulltrúa að leita til menntasviðs um að efna til samkeppni um tillögur á útfærslu að ramma auðkennis grænna gönguleiða skólabarna.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma framlagða tillögu að lýsingu og vísar fyrirhuguðum kostnaðarliðum til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

5.1412502 - Bláfánaumsókn 2015

Lagt fram umsóknareyðublað ásamt nauðsynlegum fylgiskjölum fyrir umsókn að Bláfána 2015.
Lagt fram og kynnt. Samþykkt einróma að hefja vinnu við umsókn um bláfána 2015 og felur umhverfissviði að vinna verkefnið áfram.

6.1403326 - Hraðamælingar 2014

Lagðar fram hraðamælingar frá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu fyrir 2014.
Lagt fram og kynnt.

7.1401118 - Fundargerðir stjórnar Strætó 2014

Lagðar fram fundargerðir stjórnar Strætó bs. fyrir 2014.
Umhverfis- og samgöngunefnd frestar málinu einróma.

Fundi slitið.