70. fundur
20. október 2015 kl. 16:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
Hjördís Ýr Johnsonaðalmaður
Hreiðar Oddssonaðalmaður
Ísól Fanney Ómarsdóttiraðalmaður
Sigurður M Grétarssonaðalmaður
Einar Baldurssonaðalmaður
Hreggviður Norðdahláheyrnarfulltrúi
Birgir Hlynur Sigurðsson
Karl Eðvaldsson
Bjarki Þórir Valberg
Fundargerð ritaði:Bjarki Valbergumhverfisfulltrúi
Dagskrá
1.1510010 - Bæjarráð - 2792. Fundur haldinn 8. október 2015.
1312123 - Hverfisskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 2. október, lagt fram minnisblað varðandi hverfisáætlun Smárans varðandi næstu skref hverfisáætlunar, ásamt framkvæmdaáætlun fyrir Smárann. Kostnaðarliðum erindisins er vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
2.1510007 - Bæjarstjórn - 1124. Fundur haldinn 13. október 2015.
1312123 - Hverfisskipulag. Frá skipulagsstjóra, dags. 2. október, lagt fram minnisblað varðandi hverfisáætlun Smárans varðandi næstu skref hverfisáætlunar, ásamt framkvæmdaáætlun fyrir Smárann. Kostnaðarliðum erindisins er vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og umhverfis- og samgöngunefndar með 11 atkvæðum.
3.1303358 - Loftgæði í Kópavogi, mælingar.
Hólmfríður Sigurðardóttir umhverfisstjóri Orkuveitu Reykjavíkur og Bjarni Már Júlíusson forstöðumaður tækniþróunar hjá Orku náttúrunnar gera grein fyrir framvindu SulFix verkefnisins og svara fyrirspurnum.
Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar Hólmfríði Sigurðardóttur, umhverfisstjóra Orkuveitu Reykjavíkur og Bjarna Má Júlíussyni, forstöðumanni tækniþróunar hjá Orku náttúrunnar fyrir kynninguna og svör við fyrirspurnum.
4.1312123 - Hverfisskipulag
Greint frá fyrirhuguðum íbúafundi á Kársnesi sem áætlaður er í 18. nóvember í Kársnesskóla, við Vallargerði, vegna vinnu við Hverfisáætlun Kársness."
Lagt fram og kynnt.
5.1408478 - Umhverfisverkefni
Lagt fram minnisblað varðandi auðkenningu á grænum gönguleiðum skólabarna dags. 11. September 2014 ásamt fyrirhuguðum kostnaðarliðum.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma að vísa erindinu til umhverfissviðs til úrvinnslu og vísar fyrirhuguðum kostnaðarliðum til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
6.1502159 - Kópavogsdalur
Lögð fram tillaga að framkvæmdum sumarið 2016 í samræmi við framlagða framkvæmdaráætlun á 69.fundi umhverfis- og samgöngunefndar 16. September 2015.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma framlagða tillögu að framkvæmdum sem gerir ráð fyrir að lagðar verði fram tillögur í umhverfis- og samgöngunefnd fyrir vormánuði þar sem tilgreint verða verkefni og áætlaður kostnaður ofangreindra liða sem rúmast þá innan fjárhagsáætlunar framkvæmdaársins 2016.
7.1410481 - Engihjalli - Þróunarverkefni
Lögð fram kynningu á hugmyndarvinnu að þróunarverkefni í Engihjalla sem kynnt var á 56. fundi umhverfis- og samgöngunefndar 4. nóvermber 2014 og 1284. fundi skipulagsnefndar 3. nóvember 2014.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma að vísa til umhverfissviðs að hefja hönnunarvinnu og kostnaðargreiningu og skila til nefndarinnar með hugmyndarvinnu frá Engihjallasamtökunum að leiðarljósi.