Umhverfis- og samgöngunefnd

46. fundur 17. mars 2014 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Margrét Björnsdóttir aðalfulltrúi
  • Kristján Matthíasson aðalfulltrúi
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir aðalfulltrúi
  • Helgi Jóhannesson aðalmaður
  • Tryggvi Magnús Þórðarson áheyrnarfulltrúi
  • Gylfi Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
  • Bjarki Þórir Valberg
  • Smári Magnús Smárason
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.1303358 - Mælingar á loftgæðum í Kópavogi

Fulltrúi frá heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis kynnir mælingar á loftgæðum í Lækjabotnum í Kópavogi tímabilið 19.9.2012 - 29.1.2014.

Páll Stefánsson frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis kynnti mælingar á loftgæðum í Lækjarbotnum í Kópavogi. Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar fyrir erindið. Umhverfis- og samgöngunefnd tekur undir samþykkt Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis  dags. 3.3.2014. "Heilbrigðisnefnd telur í ljósi mælinga sem fram hafa farið á styrk brennisteinsvetnis í Lækjarbotnum í Kópavogi fyllstu ástæðu til að rekstraraðili orkuversins á og við Hellisheiði láti framkvæma á sinn kostnað ítarlega kortlagningu á mengun á svæðinu, svo gengið verði úr skugga um að rekstri skóla og íbúðabyggð sé óhætt að vera á svæðinu við óbreyttar aðstæður."

Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að boða fulltrúa Orkuveitu Reykjavíkur á næsta fund nefndarinnar og gera grein fyrir aðgerðaáætlun í Lækjabotnum í Kópavogi.

2.1312123 - Hverfisskipulag

Verkefnisstjóri hverfaskipulags kynnir gátlista fyrir hverfisskipulag Kópavogsbæjar.

Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar verkefnastjóra hverfisskipulags fyrir kynninguna og samþykkir áframhaldandi vinnu samkvæmt framlagðri stefnu.

3.1403291 - Óskað eftir umsögnum um skýrslu um stöðu innleiðingar Árósasamningsins

Umhverfis- og auðlindaráðuneyti óskar eftir umsögnum um skýrslu um stöðu innleiðingar Árósasamningsins

Lagt fram og kynnt.

4.1401966 - Fjölgun bílastæða á miðbæjarplani

Lagt fram erindi frá húsfélaginu Hamraborg 10, dags. 13. 1.2014 þar sem óskað er eftir að bílastæðum verði fjölgað á planinu sem afmarkast af Hamraborg 10, Fannborg 4, 6 og 8 og Hamraborg 8.
Lögð fram tillaga á fjölgun bílastæða á miðbæjarplani dags. 14.2.2014. Bæjarráð vísar erindinu þann 30.1.2014 til sviðsstjóra umhverfissviðs til afgreiðslu.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða tillögu og vísar málinu til bæjarráðs.

5.1402602 - Sundlaug Kópavogs - Vesturbær - Aðgengi og bílastæðamál

Lagðar fram tillögur A, B og C frá Landmótun dags. 17.2.2014 að breyttu aðgengi og bílastæðamálum Sundlaugar Kópavogs ásamt greinagerð dags. 13.2.2014.

Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til að farið verði í að fjölga bílastæðum austan við Vallargerðisvöll og að merkingar bílastæða verði bættar.

6.809239 - Hátíðarsvæði í Kópavogsdal

Lagt fram erindi um hátíðarsvæði í Kópavogsdal dags. 14.3.2014.

Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að koma með hugmynd að hátíðarsvæði í Kópavogsdal.

7.1402811 - Furugrund, aðkoma að nr. 40-54.

Lagt fram erindi varðandi uppsetningu á bifreiðastöður bannaðar skiltum við suður- og norðurenda aðkomu að aðkeyrslu að Furugrund 40-54 frá sviðstjóra umhverfissviðs dags. 14.2.2014.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða tillögu og vísar málinu til bæjarráðs.

8.14021192 - Hraðahindrun eða skilti í Aðalþing

Lagt fram erindi frá Elísabetu Ólafsdóttur varðandi beiðni um hraðahindrun eða skilti í Aðalþingi dags. 24.2.2014.

Samkvæmt umferðaskipulagi Kópavogs er ekki gert ráð fyrir hraðahindrun á umræddu svæði. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að setja upp skilti "börn að leik".

9.903113 - Glaðheimar. Endurskoðun deiliskipulags.

Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi Glaðheima - Austurhluti dags. 6.12.2013 ásamt fylgigögnum.

Umhverfis- og samgöngunefnd frestar afgreiðslu málsins.

10.1403299 - Biðstöð við Reykjanesbraut

Lögð fram tillaga að biðstöð við Reykjanesbraut dags. 14.3.2014.

Umhverfis- og samgöngunefnd frestar afgreiðslu málsins.

11.14021052 - Sjóvarnir á Kársnesi og frágangur á opnum svæðum.

Lögð fram tillaga að útivistarsvæði og frágang á sjóvörnum á Kársnesi dags. 25.2.2014 og bókun Hafnastjórnar dags. 3.3.2014.

Umhverfis- og samgöngunefnd frestar afgreiðslu málsins.

12.1104046 - Hjólreiðaáætlun Kópavogsbæjar

Lögð fram tillaga að hjólreiðakönnun samkvæmt Hjólreiðaáætlun Kópavogs sem samþykkt var júní 2012.

Umhverfis- og samgöngunefnd frestar afgreiðslu málsins.

13.14021104 - Umhverfisviðurkenningar 2014

Óska þarf eftir tilnefningum vegna Umhverfisviðurkenninga fyrir árið 2014.

Umhverfis- og samgöngunefnd frestar afgreiðslu málsins.

14.1304013 - Umhverfisdagurinn

Lögð fram tillaga að auglýsingu til að vekja athygli á dag umhverfisins sem verður 25. apríl 2014.

Umhverfis- og samgöngunefnd frestar afgreiðslu málsins.

15.1403306 - Rafbílar - Stöðumat og framboð

Lagt fram stöðumat og samantekt á framboði á rafknúnum fólksbílum, sendibílum og vinnubílum dags. 4.3.2014.

Umhverfis- og samgöngunefnd frestar afgreiðslu málsins.

Áheyrnarfulltrúi Næst besta flokksins vill fara fram á að í framtíðinni verði öll skjöl sem hengd eru við mál í málaumsjónarkerfi Kópavogsbæjar, með PDF sniði svo tryggt verði að allir nefndarmenn geti fengið aðgang að þeim fyrir fund.

Fundi slitið - kl. 18:30.