- Íbúar
- Leikskólaaldur Dagforeldrar
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Skipulagsmál
- Byggingarmál
- Sorp og endurvinnsla
- Samgöngur
- Útivist
- Heilbrigðiseftirlit og dýrahald
- Vatnsveita
- Umhverfisviðurkenningar
- Vorhreinsun
- Garðlönd
- Kópavogshöfn
- Miðbær í mótun
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Páll Stefánsson frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis kynnti mælingar á loftgæðum í Lækjarbotnum í Kópavogi. Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar fyrir erindið. Umhverfis- og samgöngunefnd tekur undir samþykkt Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis dags. 3.3.2014. "Heilbrigðisnefnd telur í ljósi mælinga sem fram hafa farið á styrk brennisteinsvetnis í Lækjarbotnum í Kópavogi fyllstu ástæðu til að rekstraraðili orkuversins á og við Hellisheiði láti framkvæma á sinn kostnað ítarlega kortlagningu á mengun á svæðinu, svo gengið verði úr skugga um að rekstri skóla og íbúðabyggð sé óhætt að vera á svæðinu við óbreyttar aðstæður."
Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að boða fulltrúa Orkuveitu Reykjavíkur á næsta fund nefndarinnar og gera grein fyrir aðgerðaáætlun í Lækjabotnum í Kópavogi.