Umhverfis- og samgöngunefnd

47. fundur 31. mars 2014 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Margrét Björnsdóttir aðalfulltrúi
  • Kristján Matthíasson aðalfulltrúi
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Hannes Friðbjarnarson aðalmaður
  • Helgi Jóhannesson aðalmaður
  • Tryggvi Magnús Þórðarson áheyrnarfulltrúi
  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá
Umhverfis- og samgöngunefnd býður Hannes Heimir Friðbjörnsson velkominn sem fulltrúa Samfylkingarinnar í umhverfis- og samgöngunefnd.

1.1303358 - Mælingar á loftgæðum í Kópavogi

Kynning frá fulltrúum Orkuveitu Reykjavíkur vaðrandi aðgerðaáætlun í Lækjarbotnum í Kópavogi.

Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar Hólmfríði Sigurðardóttur, Umhverfisstjóra Orkuveitu Reykjavíkur og Bjarna Má Júlíssyni, verkefnastjóra Orku Náttúrunnar fyrir kynninguna.

Umhverfis- og samgöngunefnd mælir gegn undanþágum eða frestun frá ákvæði reglugerðar sem tekur gildi 1.júlí 2014 um styrk brennisteinsvetnis í andrúmsloft er varða tilkynningarskyldu og upplýsingagjöf til almennings þegar styrkur brennisteinsvetnis hefur farið yfir 50 µg/m3 í þrjár klukkustundir samfleytt. Í ljósi niðurstaðna mælinga og með vísan til 6. greinar reglugerðar um styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti nr. 514/2010 ítrekar Umhverfis- og samgöngunefnd að Orkuveitar Reykjavikur (Orka Náttúrunnar) framkvæmi á sinn kostnað samanber ákvæði reglugerðar frekari loftgæðisrannsóknir á svæðinu í námunda við leik- og grunnskóla og tryggi að búsetuskilyrðum og skólahaldi á svæðinu sé ekki ógnað sökum hás gildis brennisteinsvetnis í andrúmslofti á svæðinu sökum starfsemi á Hengilsvæðinu. Umhverfis- og samgöngunefnd vísar málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

2.903113 - Glaðheimar. Endurskoðun deiliskipulags.

Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi Glaðheima - Austurhluti dags. 6.12.2013 ásamt fylgigögnum.

Umhverfis- og samgöngunefnd gerir ekki athugasemd við framlagða breytingu.

3.1102649 - Vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins, endurskoðun

Frá samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 24. mars, upplýsingar um kynningu á tillögu stýrihóps um endurskoðun svæðisskipulags hbsv. og kallað eftir umsögnum og athugasemdum.
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfis- og samgöngunefndar til úrvinnslu.

Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðstjóra umhverfissviðs að svara erindinu.

4.1403527 - Vistvangur og staðarval gas- og jarðgerðarstöðvar fyrir höfuðborgarsvæðið

Frá samtökunum Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs, dags. 20. mars, varðandi fyrirhugaðan vistvang og val á staðsetningu gas- og jarðgerðarstöðvar fyrir höfuðborgarsvæðið.
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfis- og samgöngunefndar til úrvinnslu.

Umhverfis- og samgöngunefnd fagnar framtakinu, en bendir á að sameiginlegur vettvangur sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu er hjá Sorpu bs.

5.14021052 - Sjóvarnir á Kársnesi og frágangur á opnum svæðum.

Lögð fram tillaga að útivistarsvæði og frágang á sjóvörnum á Kársnesi dags. 25.2.2014 ásamt bókun Hafnastjórnar dags. 3.3.2014.

Umhverfis- og samgöngunefnd gerir ekki athugasemd við framlagða tillögu og vísar málinu til afgreiðslu skipulagsnefndar.

6.1104046 - Hjólreiðaáætlun Kópavogsbæjar

Lögð fram tillaga að hjólreiðakönnun samkvæmt Hjólreiðaáætlun Kópavogs sem samþykkt var júní 2012.

Lagt fram og kynnt. Samþykkt.

7.14021104 - Umhverfisviðurkenningar 2014

Óska þarf eftir tilnefningum vegna Umhverfisviðurkenninga fyrir árið 2014.

Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að auglýsa eftir tilnefningum.

8.1304013 - Umhverfisdagurinn

Lögð fram tillaga að auglýsingu til að vekja athygli á degi umhverfisins sem verður 25. apríl 2014.

Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að vekja athygli á deginum.

9.1403306 - Rafbílar - Stöðumat

Lagt fram stöðumat og samantekt á framboði á rafknúnum fólksbílum, sendibílum og vinnubílum dags. 4.3.2014.

Lagt fram og kynnt.

10.1403348 - Lindarhvammur, hraðahindrun.

Lagt fram erindi frá Sigurði Axel Benediktssyni varðandi hraðahindrun í Lindarhvammi dags. 14.3.2014.

Samkvæmt umferðaskipulagi Kópavogsbæjar er ekki gert ráð fyrir hraðahindrun á umræddu svæði og hafnar umhverfis- og samgöngunefnd því erindinu.

11.1401023 - Ýmsar framkvæmdir 2014, yfirlit.

Lagt fram og kynnt yfirlit yfir ýmsar framkvæmdir á árinu 2014.

Lagt fram og kynnt.

12.1104314 - ÍSÍ - Hjólað í vinnuna

Lögð fram tillaga að auglýsingu vegna átaksverkefni Íþrótta- og ólympíusambands Íslands "hjólað í vinnuna" sem hefst 7.maí og stendur til 27.maí 2014.

Lagt fram og kynnt.

13.1304002 - Göngum í skólann - hvatningarverkefni

Lagðar fram niðurstöður hvatningaverkefnis í Hörðuvallaskóla dags. 30.1.2014.

Lagt fram og kynnt.

14.1309339 - Minjaskrá Kópavogs 2014

Lögð fram drög að minjaskrá Kópavogsbæjar 2014.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir drög að minjaskrá Kópavogsbæjar 2014.

15.1403684 - Grænt Bókhald 2013

Lagt fram Grænt bókhald Kópavogsbæjar fyrir árið 2013.

Lagt fram og kynnt.

16.1403730 - Kársnesbraut 51a - Umferðahávaði

Lagt fram erindi frá Sigmundi B. Guðmundssyni og Hugrúnu Sigurðardóttur varðandi umferðarhávaða við Kársnesbraut 51a.

Umhverfis- og samgöngunefnd hafnar erindinu þar sem reiknaður umferðahávaði á svæðinu er undir viðmiðunarmörkum sveitarfélagins.

Fundi slitið - kl. 18:30.