Umhverfis- og samgöngunefnd

12. fundur 28. nóvember 2011 kl. 17:00 - 19:00 í Fannborg 2, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Hólmfríður Þorsteinsdóttir starfsmaður nefndar
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir formaður
  • Helgi Jóhannesson aðalmaður
  • Tryggvi Magnús Þórðarson aðalmaður
  • Hákon Róbert Jónsson aðalmaður
  • Jón Haukur Ingvason varafulltrúi
  • Brynjar Örn Gunnarsson varafulltrúi
  • Jón Ingi Guðmundsson
Fundargerð ritaði: Hólmfríður Þorsteinsdóttir umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.1111017 - Bæjarstjórn - 1046

Fundargerð bæjarstjórnar 22. nóvember 2011:
0801287- Grjótnám í Lækjarbotnum
Bæjarstjórn vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs.

 

2.1111021 - Bæjarráð - 2618

Fundargerð bæjarráðs 24. nóvember 2011:
0801287- Grjótnám í Lækjarbotnum
Bæjarráð fól sviðsstjóra umhverfissviðs að leita andmæla viðkomandi vegna tillögu umhverfis- og samgöngunefndar.

 

3.701100 - Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2000-2012

Birgir H. Sigurðsson, skipulagsstjóri, greindi frá stöðu mála.

Nefndin þakkar fyrir upplýsingarnar.

4.1111534 - Hörðuvallaskóli, sleppisvæði

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 28. nóvember 2011 var lögð fram fyrirspurn dags. 21. nóvember 2011 um sleppisvæði við biðstöð strætó við Hörðuvallaskóla.

Hafnað. Nefndin hvetur foreldra til að láta börn sín ganga í skólann enda er fyrirkomulagi hverfisins þannig háttað að börnin eru mjög vel varin. Einnig hefur bærinn þegar farið í umfangsmiklar aðgerðir við að bæta umferðaröryggi barna við skólann á síðustu árum vegna þess að of margir foreldrar aka börn sín í skólann og skapa hættu fyrir gangandi börn. Má þá nefna hraðahindrun inn á skólalóð, sleppisvæði norðan við skólann, grindverk við skólalóð til að beina börnum á gangstíga og undirgöng undir Vatnsendaveg.

 

 

5.1009148 - Auðbrekka. Beiðni um hraðahindrun

Á fundi umferðarnefndar 21. september 2010 var lagt fram erindi frá íbúa í Auðbrekku þar sem óskað var eftir hraðahindrun í götuna. Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 28. nóvember 2011 var málið lagt fram á ný.

Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að skoða tillögur sem fram komu á fundinum.

 

Tryggvi Þórðarson vék af fundi 17:50 og Brynjar Örn Gunnarsson tók sæti hans.

6.1009153 - Björtusalir. Beiðni um hraðahindrun eða vegþrengingu

Á fundi umferðarnefndar 21. september 2010 var lagt fram erindi frá íbúa í Björtusölum þar sem óskað var eftir hraðahindrun í götuna. Samþykkt var að athuga þrengingu í götuna. Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 28. nóvember 2011 var málið lagt fram á ný.

Hafnað. Samkvæmt umferðarskipulagi er ekki gert ráð fyrir hraðahindrun í götunni. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að sent verði bréf á öll heimili í götunni um að virða hámarkshraða.

7.1009173 - Gnitakór. Beiðni um hraðahindrun

Á fundi umferðarnefndar 21. september 2010 var lagt fram erindi frá íbúa í Gnitakór þar sem óskað var eftir hraðahindrun í götuna. Samþykkt var að athuga þrengingu í götuna. Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 28. nóvember 2011 var málið lagt fram á ný.

Hafnað. Samkvæmt umferðarskipulagi er ekki gert ráð fyrir hraðahindrun í götunni. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að sent verði bréf á öll heimili í götunni um að virða hámarkshraða.

8.1111533 - Smiðjuvegur, gangbraut og hringtorg

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 28. nóvember 2011 var lagt fram erindi frá Jóni Jónssyni dags. 15. nóvember 2011, áframsent frá Umferðarstofu. Erindið varðar umferð við hringtorg á Smiðjuvegi/Stekkjabakka.

Þegar bæði umferðaröryggi og umferðarþungi var skoðaður á svæðinu var umrædd útfærsla gangbrautar talin besti kostur á þessum stað. Nýlega var lokið við framkvæmdina og vill nefndin bíða með frekari aðgerðir við hana. Varðandi hringtorgið Smiðjuveg/Stekkjabakki þá er hönnun þess og útfærsla í höndum Vegagerðarinnar og innan sveitarfélagsmarka Reykjavíkur.

9.1108387 - Vatnsendaskóli, sleppisvæði

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar var lagt fram mál er varðar "sleppisvæði" við Vatnsendaskóla.

Nefndin telur mikilvægt að farið verði í aðgerðir til að koma í veg fyrir umferðartafir og slysahættu í Funahvarfi.  Nefndin óskar eftir tillögu um hentugt sleppisvæði á Vatnsendavegi, en hvetur jafnframt foreldra til að láta börn sín ganga í skólann enda er fyrirkomulagi hverfisins þannig háttað að börnin eru mjög vel varin.

10.1011420 - Aðgerðaráætlanir í umferðarstjórnun

Á fundi umferðarnefndar 30. nóvember 2010 var lagt til að framkvæmda- og tæknisvið ynni aðgerðaráætlanir fyrir umferðarstjórnun.
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 28. nóvember 2011 var málið lagt fram á ný.

Umhverfis- og samgöngunefnd tekur undir niðurstöður umhverfissviðs og telur ekki þörf á sérstakri aðgerðaráætlun vegna viðburða að svo stöddu.

11.1108399 - Galtalind 9. Mæling á umferðarhávaða við hús.

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 10. október 2011 var lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis dags. 26. ágúst 2011 þar sem greint var frá niðurstöðum umferðarhávaðamælinga við húsið og erindi frá íbúa dags. 20. september 2011.
Guðmundur H. Einarsson og Tore Skjenstad frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis greindu frá niðurstöðunum. Umhverfis- og samgöngunefnd óskar umsagnar frá skrifstofustjóra umhverfissviðs vegna undanþágu vegna umferðarhávaða fyrir Galtalind dags. 17. maí 1996.
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 28. nóvember 2011 var erindið lagt fram á ný ásamt umsögn skrifstofustjóra umhverfissviðs.

Nefndin samþykkir að við endurskoðun á áætlun um bættar hljóðvarnir verði skoðað hvort Galtalindin verði sett inn í þá áætlun.

 

12.1109278 - Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2012-2023 og innleiðing á rammatilskipun Evrópusambandsins um úrga

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 7. nóvember 2011 var lagt fram bréf frá umhverfisráðuneytinu dags. 26. september 2011 þar sem óskað er tillagna vegna vinnu við gerð landsáætlunar um úrgang 2012- 2023. Sigurbjörg Sæmundsdóttir og Kjartan Ingvarsson frá umhverfisráðuneytinu kynntu fyrirhugaða vinnu.
Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar fyrir kynninguna.
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 28. nóvember 2011 var málið lagt fram á ný.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að senda inn umsögn.

13.1111502 - Verkefnaáætlun 2012- 2014, umhverfis- og samgöngunefnd

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 28. nóvember 2011 var lögð fram drög að verkefnaáætlun nefndarinnar fyrir árin 2012- 2014.

 

14.1107040 - Framtíðarhópur SSH

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 28. nóvember 2011 voru lagðar fram tillögur verkefnahóps 21. varðandi ferðaþjónustu fatlaðra.

Nefndin tekur undir tillögur vinnuhópsins hvað varðar samvinnu á milli sveitarfélaga til aukinnar hagræðingar fyrir sveitarfélög og notendur þjónustunnar og þeirri tillögu að fyllstu umhverfissjónarmiða verði gætt við framkvæmdina.

Fundi slitið - kl. 19:00.