Umhverfis- og samgöngunefnd

31. fundur 04. mars 2013 kl. 16:30 - 19:00 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir aðalfulltrúi
  • Helgi Jóhannesson aðalmaður
  • Steingrímur Hauksson
  • Kristján Matthíasson aðalfulltrúi
  • Margrét Björnsdóttir aðalfulltrúi
  • Tryggvi Magnús Þórðarson áheyrnarfulltrúi
  • Eiríkur Ólafsson varafulltrúi
  • Gylfi Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Sólveig Helga Jóhannsdóttir starfsmaður nefndar
  • Friðrik Baldursson
Fundargerð ritaði: Sólveig Helga Jóhannsdóttir umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.1106074 - Samgönguáætlun 2011- 2022

Lagt fram kynningarrit um samgönguáætlun 2011-2022 frá Innanríkisráðuneytinu.

Lagt fram og kynnt.

2.1302713 - Áramótabrennur, skýrsla um brennuhald

Lögð fram til kynningar úttekt heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis á áramóta- og þrettándabrennu, áramótin 2012 til 2013.

Lagt fram og kynnt, frágangur og viðskilnaður brennuhalds var fullnægjandi í Kópavogi.

3.1001088 - Hávaðakort og kort yfir stóra vegi.

Sviðsstjóri gerir aðgerðaáætluninni nánari skil.

Sviðsstjóri kynnti framlagt erindi. Frestað. 

4.1302706 - Hreinsunarátak 2013 í samvinnu við bæjarbúa.

Hreinsunarátak hjá íbúum. Minnisblað umhverfisfulltrúa, dags. 22.02.2013, lagt fram.

Umhverfisfulltrúi kynnti. Umhverfis- og samgöngunefnd leggur áherslu á að vorhreinsunin sé vel kynnt á vef bæjarins.  

5.1206473 - Hálsatorg - Reiðhjólastæði.

Lagðar eru fram nýjar tillögur umhverfisfulltrúa, dags. 25.02.2013, um útfærslu á hjólastæðum á Hálsatorgi.

Umhverfisfulltrúi kynnti tillögurnar. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að koma fyrir hjólagrindabogum að norðanverðu við Íslandsbanka, við Hálsatorg.

6.1002159 - Náttúrustofur í Kópavogi

Lögð er fram greinargerð, dagsett í febrúar 2013, um Náttúrustofur í Kópavogi, endurskoðun og kynning á nýjum svæðum. Lagt er fram minnisblað umhverfisfulltrúa, dags. 22.02.2013.

Umhverfisfulltrúi kynnti nýja greinargerð um útikennslusvæði í Kópavogi. Umhverfissviði er falið að vinna áfram að undirbúningi svæðanna.

7.1302750 - Álfkonuhvarf - hraðahindrun/gangbraut

Lagt fram erindi frá íbúa í Álfkonuhvarfi, dags. 10.10.2012. Þar er óskað eftir hraðahindrun þar sem kantsteinn er tekinn niður við göngustíg. Einnig er lagt fram minnisblað umhverfissviðs, dags. 26.02.2013.

Umhverfis- og samgöngunefnd vekur athygli á því að gatan er 30 km gata og ekki er talin þörf á annnarri hraðahindrun í götunni og felur umhverfissviði að svara erindinu.

8.1203293 - Samningar við Strætó um fyrirtækjakort. Tillaga frá Ólafi Þór Gunnarssyni, Hafsteini Karlssyni og Hj

Lögð er fram tillaga umhverfisfulltrúa um að gera ferðavenjukönnun meðal starfsmanna í ljósi þess að fáir eru að nýta sér fyrirtækjakort Strætó bs. Minnisblað umhverfisfulltrúa, dags. 22.02.2013, er einnig lagt fram.

Umhverfisfulltrúi kynnti framlagt erindi. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir hjálagða tillögu umhverfisfulltrúa. Umhverfissviði er falið að skoða nánar greiðslumöguleika á strætókortum fyrir starfsmenn Kópavogsbæjar.

9.1302078 - Strætó, vinna við leiðakerfisbreytingar 2014. Óskað eftir tillögum um úrbætur eða breytingar

Á fundi bæjarráðs dags. 14. febrúar 2013 var erindinu vísað til sviðsstjóra umhverfissviðs og umhverfis- og samgöngunefndar til úrvinnslu. Lagt fram minnisblað umhverfissviðs.

Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðsstjóra að svara erindinu.

10.1302707 - Söfnunargámar skilagjaldskyldra drykkjarumbúða.

Á fundi framkvæmdaráðs 27. febrúar 2013 var eftirfarandi erindi vísað til umhverfis- og samgöngunefndar.
Borist hefur erindi frá Bandalagi íslenskra Skáta dags. 22.02.2013 þar sem óskað er eftir samstarfi við Kópavogsbæ um að koma upp söfnunargámum á öllum grenndarstöðvum í Kópavogi. Lagt er fram minnisblað sviðsstjóra umhverfissviðs.

Sviðsstjóri kynnti erindið. Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að svara erindinu og vinna að heildstæðri áætlun fyrir grenndarstöðvar.

11.1302768 - Drög að reglugerð um náttúruvernd - óskað eftir umsögn umhverfisráðs

Lagt er fram bréf frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, dags. 22. febrúar 2013. Þar er óskað eftir umsögn umhverfis- og samgöngunefndar um drög að reglugerð, um eftirlit Umhverfisstofnunar með náttúru landsins. Einnig er lögð fram umsögn, dags. 27.02.2013, frá umhverfisfulltrúa.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða umsögn.

12.1302631 - Göngu- og hlaupaleiðir frá Sundlaugum Kópavogs.

Lögð fram tillaga að nýju korti með hlaupa- og gönguleiðum frá sundlaugum Kópavogs. Lagt fram minnisblað frá umhverfisfulltrúa, dags. 18.02.2013.

Umhverfisfulltrúi kynnti. Samþykkt.

13.1203144 - Dalvegur - hringtorg, breytt deiliskipulag

Lögð fram tillaga að útfærslu deiliskipulags á Dalvegi. Skipulagsstjóri gerir grein fyrir tillögunni.

Umhverfis- og samgöngunefnd gerir ekki athugasemdir við að tillagan verði kynnt í samræmi við skipulagslög.

Fulltrúi Samfylkingarinnar tekur ekki undir þessa tillögu og situr hjá.

14.1211189 - Bláfáninn - Fossvogshöfn - Skilti

Umhverfisfulltrúi gerir grein fyrir stöðu málsins.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir staðsetningu fræðsluskiltis fyrir sitt leiti og vísar til hafnarstjórnar til kynningar.

15.1302719 - Verkefni 2013 á útivistarsvæðum.

Lögð eru fram fyrirhugðu verkefni á útivistarsvæðum fyrir árið 2013, dags. 25.02.2013.

Garðyrkjustjóri kynnti framlagt erindi. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillögur.

16.1302729 - Hálsatorg og nágrenni

Lögð er fram tillaga að lagfæringum við Hálsatorg, dags. 26.02.2013.

Garðyrkjustjóri kynnti tillögu. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða tillögu.

17.907021 - Garðaganga um trjásafnið í Meltungu

Garðyrkjustjóri kynnir eitt stærsta trjásafn hérlendis í Meltungu, í austari hluta Fossvogs.

Kynnt.

Fundi slitið - kl. 19:00.