Umhverfis- og samgöngunefnd

36. fundur 24. júní 2013 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Margrét Björnsdóttir formaður
  • Kristján Matthíasson aðalfulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir aðalfulltrúi
  • Helgi Jóhannesson aðalmaður
  • Eiríkur Ólafsson
  • Gylfi Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
  • Sólveig Helga Jóhannsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Sólveig Helga Jóhannsdóttir umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.1306480 - Umhverfisvöktun í Elliðavatni

Páll Stefánsson frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis fer yfir mælingar á umhverfisvöktun í Elliðavatni, dags. 05.06.2013.

Lagt fram.

2.1305327 - Olíuflutningar við Þríhnúka.

Páll Stefánsson frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis (HHK) og Björn Ólafsson frá Þríhnúkum ehf. fara yfir umhverfisslys og olíuflutninga við Bláfjöll og Þríhnúka. Lögð er fram skýrslan Olíuslys á Bláfjallavegi 8. maí 2013, dags. 29.05.2013.

Umhverfis- og samgöngunefnd vill árétta að Þríhnúkar ehf. og HHK brugðust rétt við í kjölfar olíuslyssins.

3.1304001 - Umhverfisviðurkenningar 2013

Tilnefningar til Umhverfisviðurkenninga 2013.

Lagðar fram tillögur að viðurkenningarhöfum og götu ársins.

4.1306126 - Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015 - 2040

Á fundi bæjarráðs þann 06.06.2013 var óskað eftir umsögn skipulagsnefndar og umhverfis- og samgöngunefndar um Verkefnalýsingu Svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins 2015-2040.

Umhverfis- og samgöngunefnd gerir ekki athugasemdir við framlagða Verkefnalýsingu Svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins 2015 - 2040 en áskilur sér rétt til að koma með athugasemdir á seinni stigum málsins.

5.1306527 - Ferðamátakönnun starfsmanna - niðurstöður

Lagðar fram niðurstöður úr ferðamátakönnun starfsmanna Kópavogsbæjar.

Umhverfisfulltrúi kynnti niðurstöður könnunarinnar.

6.804471 - Göngu- og hjólreiðastígar.

Umhverfisfulltrúi kynnir hugmynd að breikkun nokkurra aðlleiða í göngu- og hjólastígakerfi bæjarins.

Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að vinna áfram í málinu.

7.1306637 - Hamraborg, bílastæði

Vakin hefur verið athygli á að bílum er lagt ólöglega upp á gangstétt við Hamraborg 10.

Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að vinna í málinu.

8.1306475 - Hraunbraut 2, hraðahindrun

Borist hefur erindi frá íbúa, dags. 31.05.2013, þar sem óskað er eftir gangbraut með hraðahindrun yfir Hábraut þar sem Hraunbraut þverar götuna.

Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að svara erindinu. Samkvæmt umferðarskipulagi er ekki gert ráð fyrir hraðahindrun í götunni, enda er gatan of brött fyrir hraðahindrun.

9.1306479 - Tröllakór 5-7

Borist hefur erindi frá íbúa, dags. 03.06.2013, þar sem óskað er eftir að settur verður niður trjágróður á lóðarmörkum vegna ágangs áhorfenda á fótboltaleikum við Kórinn.

Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til umhverfissviðs og íþróttadeildar til afgreiðslu með íbúum í Tröllakór 5-7.

10.1306587 - Skólagerði 29, bílastæði

Borist hefur erindi, dags. 06.06.2013, vegna bílastæða í Skólagerði.

Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að vinna áfram í málinu.

11.1306675 - Kársnesskóli, umferðaröryggi

Borist hefur erindi frá skólastjóra Kársnesskóla, dags. 21.05.2013, varðandi umferðaröryggi við íþróttahús skólans.

Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að vinna áfram í málinu.

12.1011346 - Digranesvegur. Götuhönnun

Staða verkframkvæmda kynnt svo og smávægilegar hönnunarbreytingar.

Lagt fram og kynnt.

13.1304388 - Strætó, biðstöðvar í Kópavogi og fl.

Lagt fram erindi umbótahóps Strætó bs., samantekt frá vorinu 2011 og stöðumat miðað við október 2012.

Lagt fram.

14.1306712 - Strætóbiðskýli

Hugmynd að samræmdum strætóbiðskýlum lögð fram.

Lagt fram og kynnt.

Fundi slitið - kl. 18:30.