63. fundur
17. mars 2015 kl. 16:00 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
Hjördís Ýr Johnsonaðalmaður
Hreiðar Oddssonaðalmaður
Sigurður M Grétarssonaðalmaður
Einar Baldurssonaðalmaður
Hreggviður Norðdahláheyrnarfulltrúi
Gylfi Sigurðssonáheyrnarfulltrúi
Birgir Hlynur Sigurðsson
Karl Eðvaldsson
Bjarki Þórir Valberg
Fundargerð ritaði:Bjarki Valbergumhverfisfulltrúi
Dagskrá
1.1502588 - Sæbólsbraut, bílastæði
Lagt fram erindi frá lóðarhöfum 33, 35, 37 og 39 vegna umferðarmála á Sæbólsbraut dags. 10.2.2015.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma að fela skipulags- og byggingardeild að vinna tillögur að fjölgun bílastæða á umræddu svæði og skila til nefndarinnar.
2.1503192 - Beiðni um að stytta eyju framan við Álfhólsvegi nr.64 og 64a.
Lagt fram erindi frá Jóhanni Samúelssyni varðandi umferðareyju við Álfhólsveg 64 og 64a dags. 22.2.2015.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma að fela umhverfissviði að vinna umsögn um erindið og leita umsagnar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
3.1502714 - Tillaga um að auka vistvæna þætti Glaðheimasvæðis.
Úr fundargerð 2736 fundar Bæjarráðs 19.2.2015. Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela umhverfis-og samgöngunefnd að vinna tillögu sem hefur það að markmiði að auka vistvæna þætti Glaðheimasvæðis með tilliti til umhverfisvænna þátta svo sem flokkun sorps, aðgengi að tenglum fyrir umhverfisvæna bíla, umferðaröryggis og stígahönnunar.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma að fela umhverfissviði að vinna tillögur með það að markmiði að útfæra vistvæna þætti Glaðheimasvæðis með tilliti til vistvænna samgangna og meðhöndlun úrgangs.
4.1410421 - Lundur 14-18. Breytt deiliskipulag.
Lagt fram erindi Einar E. Sæmundsen varðandi breikkun á samgöngustíg á austurjarðri Lundarbyggðar fyrir gangandi og hjólandi umferð dags. 13.2.2015.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma að fela umhverfissviði að vinna tillögur í samræmi við 4 ára áætlun um aðgreiningu göngu- og reiðhjólastíga að aðgreina stígakerfið á umræddu svæði og skila til nefndarinnar. Sigurður Grétarsson mætti til fundar 16:25.
5.1503395 - Umferðarmál - Gatnamót Kársnesbrautar og Sæbólsbrautar
Lagt fram erindi Ágústar Sigurðar Björgvinssonar varðandi umferðaröryggi á gatnamótum Kársnesbrautar og Sæbólsbrautar dags. 26.2.2015.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma að fela umhverfissviði að skoða umferðaröryggi á svæðinu og skila umsögn til nefndarinnar.
6.1410481 - Engihjalli - Þróunarverkefni
Lögð fram ósk varðandi göngu- og hjólreiðastíg meðfram Nýbýlaveg við Engihjalla 1 og Stórahjalla 2.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma að fela umhverfissviði að koma með tillögur að útfærslu tengingu göngu- og reiðhjólastígs á svæðinu með tilliti til þess að styrkja núverandi tengingar útivistarsvæðis Kópavogsdals og Fossvogsdals.
7.1503370 - Ýmsar framkvæmdir á útivistarsvæðum 2015
Lagðar fram tillögur um ýmsar framkvæmdir á útivistarsvæðum 2015.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma framlagða tillögur.
8.1208451 - Fossvogur. Brú fyrir vistvænar samgöngur.
Lögð fram drög að skipulagslýsingu varðandi brú fyrir vistvænar samgöngu yfir Fossvog dags. 12.2.2015.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma framlagða tillögu að skipulagslýsingu og felur umhverfissviði að vinna áfram með lýsinguna. Hreggviður Norðdahl færir til bókar: Ég lýsi andstöðu minni við staðsetningu brúarinnar og vil henni sé komið fyrir innar í voginum.
9.1410609 - Grænir dagar í Kópavogi - Skipulag svæða
Lögð fram tillag að aðgerðaráætlun á Grænum dögum 2015 frá garðyrkjustjóra dags 12.3.2015.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma framlagða tillögu að fyrirkomulagi á grænum dögum 2015 og vísar kostnaðarliðum erindisins til bæjarráðs.
10.1503313 - Hreinsunarátak og vorhreinsun lóða 2015
Lögð fram tillaga að fyrirkomulagi um hreinsunarátak og vorhreinsun lóða 2015.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma framlagða tillögu að fyrirkomulagi við hreinsunarátak og vorhreinsun lóða 2015 og felur umhverfissviði að auglýsa verkefnin og vísar kostnaðarliðum erindisins til bæjarráðs.
11.1501147 - Grænt bókhald 2014
Lögð fram tillaga að grænu bókhaldi fyrir Kópavogsbæ 2014.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma framlagða tillögu að grænu bókhaldi 2014 og vísar erindinu til bæjarráðs.
12.1301108 - Ársskýrsla Umhverfis- og samgöngunefndar
Lögð fram tillaga að ársskýrslu umhverfis- og samgöngunefndar til umhverfistofnunar fyrir árið 2014.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma framlagða tillögu og felur umhverfisfulltrúa að skila ársskýrslu til umhverfisstofnunar.
Einar Baldursson færir til bókar vegna endurbóta á gatnakerfi Kópavog: Veðurfarslegar aðstæður í vetur hafa leitt af sér að verulegra endurbóta er þörf á gatnakerfi Kópavogs. Því legg ég til að úttekt verði gerð á ástandi gatnakerfisins og mat á viðhalds- og endurnýjunarþörf. Þessari úttekt verði lo