72. fundur
08. desember 2015 kl. 16:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
Hreiðar Oddssonaðalmaður
Ísól Fanney Ómarsdóttiraðalmaður
Sigurður M Grétarssonaðalmaður
Einar Baldurssonaðalmaður
Hreggviður Norðdahláheyrnarfulltrúi
Gylfi Sigurðssonáheyrnarfulltrúi
Birgir Hlynur Sigurðsson
Karl Eðvaldsson
Bjarki Þórir Valberg
Fundargerð ritaði:Bjarki Valbergumhverfisfulltrúi
Dagskrá
Hjördís Ýr Johnson er forfölluð á fundinn. Varaformaður Hreiðar Oddson stýrir fundi.
Varaformaður ber upp við fundinn að undir önnur mál verði samþykkt að Sigríði Kr. Hrafnkelsdóttir frá Veru ráðgjöf ehf. verði með kynningu er varðar verkefnið Lýðheilsustefna í Kópavogi.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna einróma.
1.1512057 - Mótun heildstæðrar samgöngustefnu
Frá 2799 fundi bæjarráðs 3. desember 2015: Bæjarráð leggur til að mótuð verði heildstæð samgöngustefna fyrir Kópavog þar sem m.a. verður horft til lýðheilsuþátta, öryggis og loftgæða. Í stefnunni skal fjalla um Strætósamgöngur, göngu- og hjólreiða, bílaumferðar og tækninýjungar sem nýtast fyrir bættar samgöngur. Meðfylgjandi er greinargerð sem markar ramma fyrir verkefnið. Vísað til umhverfis- og samgöngunefndar.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma að formaður umhverfis- og samgöngunefndar tilnefni stýrihóp fyrir verkefnið sem lagður verði fram á næsta fundi nefndarinnar.
Lagt fram kynningarefni á lituðum lykilleiðum og merkingar á hjólaleiðum frá Samgöngudeild, Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir þátttöku á kynningarfundi Hjólreiðaáæltunar Reykjavíkurborgar 2015.
3.1511402 - Changers CO2 fit
Lagt fram erindi Birnu Guðmundsdóttur fyrir hönd þýska fyrirtækisins Changers Inc. dags. 11.11.2015.
Lagt fram og kynnt.
4.1309039 - Ferðamátakannanir grunnskóla Kópavogs
Lögð fram ferðamátakönnun sem framkvæmd var í grunnskólum Kópavogs vikunna 14.- 18. September 2015.
Lagt fram og kynnt.
5.1410045 - Ársfundir náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og Umhverfisstofnunar og umsjónaraðila friðlýstra svæða
Lögð fram ástandskýrsla friðlýstra svæða í Kópavogi 2015 ásamt glærum frá ársfundi Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga 2015.
Lagt fram og kynnt.
6.1401589 - Fundargerðir samráðsfunda staðardagskrár 21 fulltrúa á höfuðborgarsvæðinu
Lögð fram fundargerð fundar staðardagskrár 21 fulltrúa dags. 23.11.2015.
Lagt fram og kynnt.
7.1409005 - Fyrirliggjandi verkefni - Umhverfis- og samgöngunefnd
Lagðar fram og kynntar breytingar á lögum um náttúruvernd nr. 60/2013.
Lagt fram og kynnt.
8.1512096 - Hönnunarreglur fyrir stoppistöðvar strætó
Lögð fram fyrsta útgáfa nýrra hönnunarreglna fyrir stoppistöðvar Strætó til kynningar frá Umbótahópi Strætó bs. dags. 1.11.2015.
Lagt fram og kynnt.
9.1512097 - Bláfánaumsókn 2016
Lagt fram umsóknareyðublað ásamt nauðsynlegum fylgiskjölum fyrir umsókn að Bláfána 2016.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma að unnin verði umsókn að Bláfána 2016 fyrir Fossvogshöfn og vísar erindinu til bæjarráðs.
10.1502550 - Hraðamælingar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í Kópavogi 2015
Lagðar fram hraðamælingar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í Kópavogi 2015.
Lagt fram og kynnt.
11.1412128 - Lýðheilsustefna í Kópavogi
Sigríður Kr. Hrafnkelsdóttir kynnir tillögu að málþingi um hjólreiðar.
Lagt fram og kynnt. Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar Sigríði Kr. Hrafnkelsdóttur fyrir kynninguna.
12.1512130 - Áskorun til bæjarstjórnar frá Einari Baldurssyni.
Undirritaður skorar á bæjarstjórn Kópavogs að stíga markvissari skref um framtíðarfyrirkomulag á meðhöndlun og flokkun úrgangs á höfuðborgarsvæðinu.
Umhverfis- og samgöngunefnd tekur undir áskorunina og felur umhverfissviði að taka saman stöðu mála varðandi meðhöndlun úrgangs og kynna á næsta fundi nefndarinnar.
Varaformaður ber upp við fundinn að undir önnur mál verði samþykkt að Sigríði Kr. Hrafnkelsdóttir frá Veru ráðgjöf ehf. verði með kynningu er varðar verkefnið Lýðheilsustefna í Kópavogi.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna einróma.