Umhverfis- og samgöngunefnd

78. fundur 06. september 2016 kl. 16:30 - 18:00 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Ísól Fanney Ómarsdóttir aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Sigurður M Grétarsson aðalmaður
  • Einar Baldursson aðalmaður
  • Hreggviður Norðdahl áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Þórir Valberg
  • Karl Eðvaldsson
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.1511114 - Samþykkt um meðhöndlun úrgangs

Bæjarráð - 2831 (14.7.2016) - Samþykkt um meðhöndlun úrgangs.
Frá skipulagsstjóra, dags. 7. júlí, lögð fram drög að nýrri samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Kópavogi sem vísað var til umhverfis- og samgöngunefndar til umsagnar á fundi bæjarráðs þann 9.6.2016. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti fyrir sitt leyti drög að
samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Kópavogi án athugasemda og vísaði málinu til bæjarráð og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum drög að samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Kópavogi

2.16061211 - Umhverfisviðurkenningar 2016

Bæjarráð - 2831 (14.7.2016) - Umhverfisviðurkenningar 2016.
Frá skipulagsstjóra, dags. 7. júlí, lögð fram tillaga að umhverfisviðurkenningum 2016. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti framlagðar tillögur að umhverfisviðurkenningum 2016 og lagði til við bæjarráð tillögu að götu ársins 2016, og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum tillögur að umhverfisviðurkenningum.

3.904223 - Skógarhjalli hraðahindranir / Dalvegur gangbraut

Frá umhverfissviði lagðar fram útfærslur og samanburður á umferðarlausnum við gatnamót Hlíðarhjalla og Dalvegar.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti með atkvæðagreiðslu framlagða útfærslu á umferðarstýrðum umferðarljósum við gatnamót Hlíðarhjalla og Dalvegar í samræmi við umferðarskipulag Kópavogsbæjar 2012. Hjördís Ýr Johnson, Hreiðar Oddsson, Ísól Fanney Ómarsdóttir og Sigurður Grétarsson greiddu atkvæði með tillögunni.
Einar Baldursson greiddi atkvæði gegn tillögunni.
Einar Baldursson bókaði að hann mælir með hringtorgi.
Sigurður Grétarsson bókaði að ljósstýring tæki mið af hjólareiðafólki og skynjaði nærveru þeirra.
Hreggviður Norðdahl bókaði að skipulagsvinnu við austurhluta Dalvegar verði hraðað. Hjördís Ýr Johnson, Hreiðar Oddsson, Ísól Fanney Ómarsdóttir, Sigurður Grétarsson og Einar Baldursson tóku undir bókunina.

4.1412561 - Hlíðarhjalli Dalvegur gatnamót, athugasemdir.

Frá umhverfissviði lagðar fram útfærslur og samanburður á umferðarlausnum við gatnamót Hlíðarhjalla og Dalvegar.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti með atkvæðagreiðslu framlagða útfærslu á umferðarstýrðum umferðarljósum við gatnamót Hlíðarhjalla og Dalvegar í samræmi við umferðarskipulag Kópavogsbæjar 2012. Hjördís Ýr Johnson, Hreiðar Oddsson, Ísól Fanney Ómarsdóttir og Sigurður Grétarsson greiddu atkvæði með tillögunni.
Einar Baldursson greiddi atkvæði gegn tillögunni.
Einar Baldursson bókaði að hann mælir með hringtorgi.
Sigurður Grétarsson bókaði að ljósstýring tæki mið af hjólareiðafólki og skynjaði nærveru þeirra.
Hreggviður Norðdahl bókaði að skipulagsvinnu við austurhluta Dalvegar verði hraðað. Hjördís Ýr Johnson, Hreiðar Oddsson, Ísól Fanney Ómarsdóttir, Sigurður Grétarsson og Einar Baldursson tóku undir bókunina.

5.1605922 - Gangbraut við gatnamót Nýbýlavegar og Þverbrekku

Lagt fram erindi frá Sigurði M. Grétarssyni varðandi gangbraut við gatnamót Nýbýlavegar og þverbrekku dags. 12.2.2016.
Frestað.

6.1502714 - Glaðheimasvæði - Deiliskipulag: Vistvænir þættir.

Í samræmi við deiliskipulag Glaðheimasvæði er lögð fram tillaga að niðurgröfnum lausnum í meðhöndlun úrgangs og útfærslu og staðsetningu hleðslustöðva fyrir rafbíla.
Frestað.

7.1608903 - Auðbrekka 41-47, hraðatakmarkanir vegna umferðar.

Lagt fram erindi íbúa í Löngubrekku og Auðbrekku varðandi hraðatakmarkandi aðgerðir í Löngubrekku dags. 19.8.2016.
Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til umhverfissviðs og óskar eftir tillögum fyrir næsta fund nefndarinnar.

8.1511566 - Framkvæmdaáætlun Kópavogsbæjar í jafnréttis- og mannréttindamálum 2015-2018

Bæjarráð - 2823 (26.5.2016)
Frá jafnréttisráðgjafa, dags. 24. maí, lögð fram drög að framkvæmdaáætlun í jafnréttis- og mannréttindamálum byggða á mannréttindastefnu bæjarins.
Bæjarráð vísar málinu til umsagnar nefnda og ráða Kópavogsbæjar.
Umhverfis- og samgöngunefnd fagnar drögum að framkvæmdaráætlun og mun senda umhverfisfulltrúa ábendingar ef þurfa þykir.

9.1409005 - Fyrirliggjandi verkefni - Umhverfis- og samgöngunefnd

Greint frá stöðu mála.
Lagt fram og kynnt.

10.1609075 - Evrópsk samgönguvika 2016

Greint frá stöðu mála varðandi þátttöku Kópavogsbæjar í Evrópskri samgönguviku 16. - 22. september 2016.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða tillögu að dagskrá.

Fundi slitið - kl. 18:00.