Umhverfis- og samgöngunefnd

64. fundur 21. apríl 2015 kl. 17:00 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Sigurður M Grétarsson aðalmaður
  • Einar Baldursson aðalmaður
  • Hreggviður Norðdahl áheyrnarfulltrúi
  • Gylfi Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Karl Eðvaldsson
  • Bjarki Þórir Valberg
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.1502714 - Tillaga um að auka vistvæna þætti Glaðheimasvæðis.

Úr fundargerð 2736 fundar Bæjarráðs 19.2.2015.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela umhverfis- og samgöngunefnd að vinna tillögu sem hefur það að markmiði að auka vistvæna þætti Glaðheimasvæðis með tilliti til umhverfisvænna þátta svo sem flokkun sorps, aðgengi að tenglum fyrir umhverfisvæna bíla, umferðaröryggis og stígahönnunar.
Lögð fram samantekt að tillögum að útfærslu á umhverfisvænum þáttum deiliskipulags Glaðheimasvæðis með tilliti til vistvænna samgangna og meðhöndlun úrgangs.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir aðgerðaráætlun að útfærslu vistvænna þátta deiliskipulags fyrir Glaðheimasvæði sem kynntir verða nefndinni jafnóðum á framkvæmdatímabilinu.

2.1401719 - Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2013 - 2024 og frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 55/2003

Umhverfisfulltrúi og deildarstjóri gatnadeildar kynna á stöðu mála.
Lagt fram og kynnt.

3.1503313 - Hreinsunarátak og vorhreinsun lóða 2015

Kynntar auglýsingar að vorhreinsun lóða dags. 16. mars 2015.
Lagt fram og kynnt.

4.1504266 - Íþróttadeild-Hlaupaleiðir frá sundlaugum Kópavogs.

Kynnt verkefni hlaupaleiðir frá sundlaugum Kópavogs.
Lagt fram og kynnt.

5.1501326 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Hafnafjarðar- og Kópavogssvæðis 2015

Lögð fram fundargerð 199. fundar heilbrigðisnefndar Hafnafjarðar- og Kópavogssvæðis dags. 30.mars 2015 ásamt ársskýrslu 2014.
Lagt fram og kynnt.

6.1504066 - Fundargerðir stjórnar Reykjanesfólkvangs 2015

Lögð fram fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs dags. 11. mars 2015.
Lagt fram og kynnt.

7.1409005 - Fyrirliggjandi verkefni - Umhverfis- og samgöngunefnd

Lagt fram minnisblað varðandi skipulagningu þemastíga í formi 17. mars 2015.
Lagt fram og kynnt.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma að hefja vinnu við skipulagningu á þemastígum í formi ratleikja og felur umhverfisfulltrúa að skila tillögum til nefndarinnar.

8.1504355 - Umferðarmál - Ólöglegar bifreiðastöður

Lagt fram minnisblað varðandi ólöglegar bifreiðarstöður frá umhverfisfulltrúa og deildarstjóra gatnadeildar dags. 16. mars. 2015.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma að fela umhverfissviði að skila tillögu að útfærslu á erindinu og stefna að hefja aðgerðir á nýju fjárhagsári.

9.1503575 - Reykjanesbraut - Þverun við Smáralind/Glaðheima

Kynning á drögum að greinargerð "Reykjanesbraut - Þverun við Smáralind/Glaðheima. Frumathugun" dags. 3.3.2015.
Lagt fram og kynnt.

10.1503669 - Höfuðborgarstofa - Visit Reykjavik

Lagt fram erindi Höfuðborgarstofu varðandi "Reykjavik loves cycling" kynningarverkefni.
Lagt fram og kynnt.

11.1503192 - Beiðni um að stytta eyju framan við Álfhólsveg nr.64 og 64a.

Lagt fram erindi frá Jóhanni Samúelssyni varðandi umferðareyju við Álfhólsveg 64 og 64a dags. 22. febrúar 2015.
Lögð fram umsögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu dags. 16 apríl 2015.
Umhverfis- og samgöngunefnd hafnar erindinu einróma á forsendum umsagna um umferðaröryggi á umræddum stað.

12.1409104 - Skemmuvegur 4, BYKO Öryggi gangandi vegfarenda

Lagt fram erindi frá Smáragarði ehf um gangbraut við Skemmuveg 2 og 4 dags. 24.9.2014.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma framlagða tillögu. Kostnaðarliðum er vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

13.1410421 - Lundur - Samgöngustígakerfi

Lagt fram erindi Einars E. Sæmundssen varðandi breikkun á samgöngustíg á austurjarðri Lundarbyggðar fyrir gangandi og hjólandi umferð dags. 13.2.2015.
Lögð fram tillaga að útfærslu á svæðinu í samræmi við 4 ára áætlun um aðgreiningu göngu- og reiðhjólastíga.
Lagt fram og kynnt.

14.1409244 - 4 ára áætlun um göngu- og hjólreiðastíga

Lögð fram öryggisúttekt Landssamtaka hjólreiðamanna dags fyrir Hafnafjarðarstíg yfir Digranesháls og Mjódd-Lindir, Reykjavík - Kópavogur dags. 6. október 2014 og 26. September 2014.
Lagt fram og kynnt.

15.1503395 - Umferðarmál - Gatnamót Kársnesbrautar og Sæbólsbrautar

Lagt fram erindi Ágústar Sigurðar Björgvinsson varðandi umferðaröryggi á gatnamótum Kársnesbrautar og Sæbólsbrautar dags. 26. febrúar 2015.
Lögð fram öryggisúttekt hjólastíga 2014 - Hafnafjarðarstígur yfir Digranesháls frá Landssamtökum hjólreiðamanna dags. 6. október 2014.
Lagt fram minnisblað varðandi gatnamót Kársnesbrautar og Sæbólsbrautar dags. 16. mars 2015.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma að fela umhverfissviði að gera tillögu til úrbóta á svæðinu í samræmi við framlagðar tillögur og skila til nefndarinnar.

16.1502588 - Sæbólsbraut, bílastæði

Lagt fram erindi frá lóðarhöfum 33, 35, 37 og 39 vegna umferðarmála á Sæbólsbraut dags. 10.2.2015.
Lögð fram tillaga að fjölgun bílastæða á umræddu svæði.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma framlagða tillögu að fjölgun bílastæða í skipulagsferli fyrir sitt leiti og felur umhverfissviði að auka nýtingu bílastæðis við enda Sæbólsbrautar 1-29. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

17.1312123 - Hverfisskipulag

Lagt fram minnisblað, hverfisáætlun næstu skref dags. 14. apríl 2015.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma að fela skipulags- og byggingardeild umhverfissviðs að auglýsa "Tillögu að Hverfisáætlun Smárans" í bæjarblöðum og á heimasíðu bæjarins. Bæjarbúar og aðrir hagsmunaaðilar fái þannig tækifæri til að koma með athugasemdir og ábendingar við tillögu að Hverfisáætlun Smárans. Kynningartími standi til 31. maí 2015. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

18.1503668 - Hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar 2015

Kristinn Jón Eysteinsson kynnir drög að Hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar 2015-2020.
Lagt fram og kynnt.
Umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogsbæjar þakkar Kristni Jóni Eysteinssyni verkefnastjóra Samgönguskrifstofu Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur fyrir kynninguna.

Fundi slitið.