Úr fundargerð 2736 fundar Bæjarráðs 19.2.2015.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela umhverfis- og samgöngunefnd að vinna tillögu sem hefur það að markmiði að auka vistvæna þætti Glaðheimasvæðis með tilliti til umhverfisvænna þátta svo sem flokkun sorps, aðgengi að tenglum fyrir umhverfisvæna bíla, umferðaröryggis og stígahönnunar.
Lögð fram samantekt að tillögum að útfærslu á umhverfisvænum þáttum deiliskipulags Glaðheimasvæðis með tilliti til vistvænna samgangna og meðhöndlun úrgangs.