Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 10. október 2011 voru lagðar fram niðurstöður gerlamælinga síðustu ára í Fossvogslæk, Kópavogslæk og strandsjó.
Guðmundur H. Einarsson og Tore Skjenstad frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis greindu frá niðurstöðunum. Umhverfis- og samgöngunefnd lagði til að vöktunin verði þrisvar sinnum á ári og að verulegt átak verði gert í að finna rangtengingar og lagfæra þær.
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 31. október 2011 voru lagðar fram nýjar mælingar frá 13. október og greint frá vinnu við leit að rangtengingum. Einnig var lögð fram kostnaðaráætlun fyrir árið 2012 fyrir vöktun á lækjunum, strandsjó og Elliðavatni.
Umhverfis- og samgöngunefnd óskar eftir því að starfsmenn umhverfissviðs fari yfir leiðarkerfi Strætó bs. í Kópavogi og leggi fram tillögur um breytingar gerist þess þörf.