Umhverfis- og samgöngunefnd

10. fundur 31. október 2011 kl. 17:15 - 19:00 í Fannborg 2, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Hólmfríður Þorsteinsdóttir starfsmaður nefndar
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir formaður
  • Helgi Jóhannesson aðalmaður
  • Tryggvi Magnús Þórðarson aðalmaður
  • Hákon Róbert Jónsson aðalmaður
  • Jóhanna Heiðdal Sigurðardóttir aðalmaður
  • Steingrímur Hauksson
Fundargerð ritaði: Hólmfríður Þorsteinsdóttir umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.1110216 - Vegna vinnu við leiðakerfisbreytingar 2012

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 31. október 2011 var lagt fram erindi Strætó bs. dags. 14. september 2011 varðandi breytingu á leiðarkerfi Strætó bs. Einar Kristjánsson frá Strætó bs. kynnti efni bréfsins.

Umhverfis- og samgöngunefnd óskar eftir því að starfsmenn umhverfissviðs fari yfir leiðarkerfi Strætó bs. í Kópavogi og leggi fram tillögur um breytingar gerist þess þörf.

2.1110222 - Heilsugæslan Hamraborg, bílastæði

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 31. október 2011 var lagt fram erindi dags. 5. október 2011 frá hjúkrunarforstjóra heilsugæslunnar við Hamraborg. Í erindinu er óskað eftir að fá merkingar fyrir 30 mín. stæði við húsið og betri lýsingu.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að sett verði 30 mín merkingar við Hamraborg 8 og við Digranesveg 1.

3.707101 - Borgarholtsbraut, hraðahindranir

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 31. október 2011 var lögð fram umsögn skipulagsnefndarinnar dags. 19. október 2011 varðandi breytingu á götunni í vistgötu.

Lagt fram.

4.1011348 - Tenging hringtorgs Arnarnesvegar og Reykjanesbrautar við gamla veginn fyrir ofan hesthúsahverfið

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 31. október 2011 var lagt fram mál frá fundi umferðarnefndar 1. febrúar 2011 þar sem óskað var eftir að skoðað yrði að tengja hringtorg við Arnarnesveginn við eldri veg við Glaðheima og loka eyjunni við Fitjalind.

Umhverfis- og samgöngunefnd treystir því að gerð vegarins verði boðin út eins og gert er ráð fyrir í drögum að samgönguáætlun 2012.

5.1102214 - Breytingar á viðhalds- og þjónustusamningum (þéttbýlissamningar) 2011

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 31. október 2011 var lagt fram bréf dags. 28. september 2011 frá Vegagerðinni varðandi uppsögn á samningi við Kópavogsbæ um viðhald og þjónustu á hluta þjóðvega innan Kópavogs. Einnig var lagt fram bréf framkvæmdaráðs til Vegagerðarinnar dags. 5. október 2011 vegna þessa.

Lagt fram og kynnt.

6.1109070 - Gerlamælingar

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 10. október 2011 voru lagðar fram niðurstöður gerlamælinga síðustu ára í Fossvogslæk, Kópavogslæk og strandsjó.
Guðmundur H. Einarsson og Tore Skjenstad frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis greindu frá niðurstöðunum. Umhverfis- og samgöngunefnd lagði til að vöktunin verði þrisvar sinnum á ári og að verulegt átak verði gert í að finna rangtengingar og lagfæra þær.
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 31. október 2011 voru lagðar fram nýjar mælingar frá 13. október og greint frá vinnu við leit að rangtengingum. Einnig var lögð fram kostnaðaráætlun fyrir árið 2012 fyrir vöktun á lækjunum, strandsjó og Elliðavatni.

Umhverfis- og samgöngunefnd leggur áherslu á áframhaldandi vöktun í lækjum, strandsjó og Elliðavatni í Kópavogi og vísar kostnaðaráætlun þess efnis til bæjarráðs.

7.1101159 - Leikskólinn Kópahvoll. Umhverfi og aðgengi við leikskólann og innleiðing vistvænni ferðamáta í Kópav

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 31. október 2011 var lagt fram erindi Eygerðar Margrétardóttur dags. 4. janúar 2011. Bæjarráð samþykkti tillögur um aðgerðir samkvæmt umsögn sviðsstjóra umhverfissviðs dags. 26. janúar 2011. Hluta erindisins, varðandi vitundarvakningu varðandi vistvænar samgöngur og samgönguáætlun var vísað til umhverfis- og samgöngunefndar.

Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfisfulltrúa að svara þeim hluta erindisins sem snýr að vistvænum samgöngum.

8.1110426 - Beiðni um styrk til að halda umhverfisdaga í Menntaskólanum í Kópavogi

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 31. október 2011 var umhverfisvika í MK kynnt og lögð fram ósk dags. 21. október 2011 um fjárstyrk til verkefnisins.

Umhverfis- og samgöngunefnd vísar ósk um fjárstuðning til bæjarráðs.

9.1005063 - Þríhnúkagígur

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 31. október 2011 var lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 7. október 2011 um niðurstöðu að tillögu að matsáætlun um Þríhnúkagíg.

Lagt fram og kynnt.

10.1109251 - Áhættumat vegna vatnsverndar á Bláfjallasvæðinu

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 31. október 2011 var lögð fram skýrsla um áhættumat vegna vatnsverndar á Bláfjallasvæðinu sem unnin var fyrir Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Lagt fram og kynnt.

11.1110367 - Hvítbók, endurskoðun náttúruverndarlaga

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 31. október 2011 var Hvítbók lögð fram. Opið umsagnarferli er hafið vegna Hvítbókarinnar um löggjöf til verndar náttúru Íslands. Umsagnarfrestur er til 15. desember 2011.

Hvítbókin kynnt og ákveðið að nefndin skili inn ábendingum til umhverfisráðuneytisins.

12.1110323 - Frumvarp um breytingu á lögum um mat á umhverfisáhrifum. Óskað eftir athugasemdum við frumvarpsdrög

Á fundu umhverfis- og samgöngunefndar 31. október 2011 var lagt fram erindi frá umhverfisráðuneytinu dags. 20. október 2011. Ráðuneytið óskar eftir athugasemdum við frumvarpsdrög um breytingar á lögum 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum.

Lagt fram og kynnt og ákveðið að nefndin skili inn ábendingum til umhverfisráðuneytisins.

13.1110176 - Úttekt á stöðu friðlýstra svæða í Kópavogi

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 31. október 2011 var lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun þar sem óskað var eftir upplýsingum um stöðu friðlýstra svæða í Kópavogi. Lögð var fram skýrsla um svæðin.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillögu að uppfærðri skýrslu.

14.1110137 - Málþing um sjálfbæra þróun

Formaður umhverfis- og samgöngunefndar og umhverfisfulltrúi mættu á málþingið og gerðu grein fyrir því. Formaður umhverfis- og samgöngunefndar flutti erindi á málþinginu um stefnumótun í umhverfismálum í Kópavogi.

15.1106516 - Umhverfisþing 2011

Formaður umhverfis- og samgöngunefndar og umhverfisfulltrúi mættu á umhverfisþingið og gerðu grein fyrir því.

16.1110098 - Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda 2011

Formaður umhverfis- og samgöngunefndar og umhverfisfulltrúi mættu á ársfundinn og gerðu grein fyrir honum.

Fundi slitið - kl. 19:00.