- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Lagt fram erindi íbúa í Vatnsendahverfi dags. 14. september 2012, ábending varðandi aðstöðu fyrir farþega strætisvagna. Lögð fram staðsetning biðstöðva við Vatnsendaveg og Vatnsendahvarf og tillaga um að gerð verði útskot fyrir stætisvagna á þessum biðstöðvum og komi til framkvæmda á næstu árum.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillögu um gerð útskota fyrir strætisvagna og vísar til fjárhagsáætlunar.
Lögð fram drög að "áætlun um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa frá skipum."
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir fyrir sitt leyti drög að "áætlun um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa frá skipum."
Á fundi bæjarráðs 27. september 2012 var til umfjöllunar erindi frá Högum hf. varðandi bílastæði við Dalbrekku og var erindinu vísað til umsagnar sviðsstjóra og umhverfis- og samgöngunefndar. Sviðsstjóri gerði grein fyrir erindinu.
Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til að ekki verði gerður samningur til 15 ára en heimiluð verði notkun bílastæða við Dalbrekku 6 enda eru bílastæðin til almennra nota. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.
Lagt fram erindi íbúa við Digranesheiði dags. 30. september 2012, varðandi bifreiðastöður í götunni og ósk um að merki verði sett upp í götunni, sem banni bifreiðastöður. Sviðsstjóri upplýsti um að fjallað hefði verið um hliðstætt erindi í ágúst 2011 og þá því svarað til að ekki stæði til að setja upp skilti við Digranesheiði, vegna bifreiða sem lagt er við götubrún.
Umhverfis- og samgöngunefnd telur ekki þörf á sérstökum merkingum, varðandi bifreiðastöður í götunni.
Lögð fram ábending frá íbúafundi um aðalskipulag í lok september sl. Ábending varðar merkingu gatna á gönguleiðum, þar sem aðstæður eru þannig að komið er að götum við enda götubotnlanga og því ekki til staðar gatnaheiti viðkomandi götu.
Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðsstjóra umhverfissviðs að kanna undirtektir nágrannasveitarfélaganna til hugmyndarinnar.
Á fundi bæjarráðs 4. október 2012 var til umfjöllunar erindi Landssambands hjólreiðamanna (LHM) dags. 1. október 2012 og var erindinu vísað til umhverfis- og samgöngunefndar. Erindið fjallar um "samvinnu um skipulagi og lagningu hjólaleiða á höfuðborgarsvæðinu." Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti Hjólreiðaáætlun Kópavogsbæjar á fundi nefndarinnar 7. maí 2012. Í áætlun Kópavogsbæjar eru metnaðarfull markmið, sem grundvallast á samráði við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, Vegagerðina og LHM.
Umferðarskipulag í Auðbrekku og nágrenni hefur verið til umfjöllunar og úrvinnslu á umhverfissviði, sbr. samþykkt umhverfis- og samgöngunefndar, dags. 28. nóvember 2011 um úrvinnslu tillagna.
Sviðsstjóri fór yfir valkosti varðandi umferð í hverfinu, sem fyrir liggja. Frestað.
Á fundi bæjarráðs 4. október 2012 var samþykkt tillaga að framkvæmd Vegagerðarinnar á Hafnarfjarðarvegi, sbr. uppdrátt dags. febrúar 2012. Tillagan varðar gerð forgangsreinar fyrir Strætó við gatnamót Hafnarfjarðarvegar og Fífuhvammsvegar.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir framkvæmdinni.
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 27. ágúst 2012, var til umfjöllunar tillaga að umferðarskipulagi á Digranesvegi. Á fundinum var samþykkt að unnið verði eftir fyrirliggjandi tillögu.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir tillögunni.
Umhverfis- og samgöngunefnd hefur fjallað um gerð hávaðakorts og korts yfir stóra vegi.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir stöðu vinnu við gerð kortsins.
Borist hefur erindi Umhverfisstofnunar varðandi ársfund Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga 2012, sem haldinn verður í Skagafirði 9. nóvember nk.
Lagt fram.
Fundi slitið - kl. 19:00.
Á fundi bæjarráðs 13. september 2012 var á dagskrá "drög að heildstæðu frumvarpi til náttúruverndarlaga" og var erindinu vísað til sviðsstjóra til umsagnar.
Umhverfis- og samgöngunefnd fellst fyrir sitt leyti á umsögn sviðsstjóra dags. 17. október 2012.