Umhverfis- og samgöngunefnd

26. fundur 18. október 2012 kl. 17:00 - 19:00 í Fannborg 2, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Margrét Björnsdóttir aðalfulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir aðalfulltrúi
  • Helgi Jóhannesson aðalmaður
  • Kristján Matthíasson aðalfulltrúi
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Tryggvi Magnús Þórðarson áheyrnarfulltrúi
  • Gylfi Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Steingrímur Hauksson
  • Guðmundur Gunnarsson
Fundargerð ritaði: Guðmundur G. Gunnarsson ritari
Dagskrá

1.1209092 - Óskað eftir umsögn um drög að heildstæðu frumvarpi til náttúruverndarlaga

Á fundi bæjarráðs 13. september 2012 var á dagskrá "drög að heildstæðu frumvarpi til náttúruverndarlaga" og var erindinu vísað til sviðsstjóra til umsagnar.

 

Umhverfis- og samgöngunefnd fellst fyrir sitt leyti á umsögn sviðsstjóra dags. 17. október 2012.

2.1209243 - Strætisvagnaskýli í efstu byggðum Kópavogs

Lagt fram erindi íbúa í Vatnsendahverfi dags. 14. september 2012, ábending varðandi aðstöðu fyrir farþega strætisvagna. Lögð fram staðsetning biðstöðva við Vatnsendaveg og Vatnsendahvarf og tillaga um að gerð verði útskot fyrir stætisvagna á þessum biðstöðvum og komi til framkvæmda á næstu árum. 

 

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillögu um gerð útskota fyrir strætisvagna og vísar til fjárhagsáætlunar.

3.1207117 - Kópavogshafnir. Áætlun um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa frá skipum

Lögð fram drög að "áætlun um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa frá skipum."

 

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir fyrir sitt leyti drög að "áætlun um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa frá skipum."

4.1209378 - Bílastæði við Dalbrekku

Á fundi bæjarráðs 27. september 2012 var til umfjöllunar erindi frá Högum hf. varðandi bílastæði við Dalbrekku og var erindinu vísað til umsagnar sviðsstjóra og umhverfis- og samgöngunefndar. Sviðsstjóri gerði grein fyrir erindinu.

 

Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til að ekki verði gerður samningur til 15 ára en heimiluð verði notkun bílastæða við Dalbrekku 6 enda eru bílastæðin til almennra nota. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs. 

5.1210111 - Digranesheiði, bifreiðastæði

Lagt fram erindi íbúa við Digranesheiði dags. 30. september 2012, varðandi bifreiðastöður í götunni og ósk um að merki verði sett upp í götunni, sem banni bifreiðastöður. Sviðsstjóri upplýsti um að fjallað hefði verið um hliðstætt erindi í ágúst 2011 og þá því svarað til að ekki stæði til að setja upp skilti við Digranesheiði, vegna bifreiða sem lagt er við götubrún.

 

Umhverfis- og samgöngunefnd telur ekki þörf á sérstökum merkingum, varðandi bifreiðastöður í götunni.

6.1210116 - Götumerkingar á göngustígum

Lögð fram ábending frá íbúafundi um aðalskipulag í lok september sl. Ábending varðar merkingu gatna á gönguleiðum, þar sem aðstæður eru þannig að komið er að götum við enda götubotnlanga og því ekki til staðar gatnaheiti viðkomandi götu.

 

Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðsstjóra umhverfissviðs að kanna undirtektir nágrannasveitarfélaganna til hugmyndarinnar. 

7.1210055 - Samvinna um skipulag og lagningu hjólaleiða á höfuðborgarsvæðinu

Á fundi bæjarráðs 4. október 2012 var til umfjöllunar erindi Landssambands hjólreiðamanna (LHM) dags. 1. október 2012 og var erindinu vísað til umhverfis- og samgöngunefndar. Erindið fjallar um "samvinnu um skipulagi og lagningu hjólaleiða á höfuðborgarsvæðinu." Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti Hjólreiðaáætlun Kópavogsbæjar á fundi nefndarinnar 7. maí 2012. Í áætlun Kópavogsbæjar eru metnaðarfull markmið, sem grundvallast á samráði við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, Vegagerðina og LHM. 

8.1009148 - Auðbrekka. Beiðni um hraðahindrun

Umferðarskipulag í Auðbrekku og nágrenni hefur verið til umfjöllunar og úrvinnslu á umhverfissviði, sbr. samþykkt umhverfis- og samgöngunefndar, dags. 28. nóvember 2011 um úrvinnslu tillagna.

 

Sviðsstjóri fór yfir valkosti varðandi umferð í hverfinu, sem fyrir liggja. Frestað. 

9.1209388 - Forgangsrein Strætó

Á fundi bæjarráðs 4. október 2012 var samþykkt tillaga að framkvæmd Vegagerðarinnar á Hafnarfjarðarvegi, sbr. uppdrátt dags. febrúar 2012. Tillagan varðar gerð forgangsreinar fyrir Strætó við gatnamót Hafnarfjarðarvegar og Fífuhvammsvegar.

 

Sviðsstjóri gerði grein fyrir framkvæmdinni.

10.1011346 - Digranesvegur. Götuhönnun

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 27. ágúst 2012, var til umfjöllunar tillaga að umferðarskipulagi á Digranesvegi. Á fundinum var samþykkt að unnið verði eftir fyrirliggjandi tillögu.

 

Sviðsstjóri gerði grein fyrir tillögunni.

11.1001088 - Hávaðakort og kort yfir stóra vegi.

Umhverfis- og samgöngunefnd hefur fjallað um gerð hávaðakorts og korts yfir stóra vegi.

 

Sviðsstjóri gerði grein fyrir stöðu vinnu við gerð kortsins.

12.1210322 - Ársfundur Umhverfisstofnunar 2012

Borist hefur erindi Umhverfisstofnunar varðandi ársfund Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga 2012, sem haldinn verður í Skagafirði 9. nóvember nk.

 

Lagt fram.

Fulltrúi Framsóknarflokks spyr um stöðu máls varðandi breytingu bifreiðar í metanbíl.

Fundi slitið - kl. 19:00.