Umhverfis- og samgöngunefnd

50. fundur 02. júní 2014 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Margrét Björnsdóttir aðalfulltrúi
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Helgi Jóhannesson aðalmaður
  • Tryggvi Magnús Þórðarson áheyrnarfulltrúi
  • Bjarki Þórir Valberg
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.1405495 - Umferðamál Vesturvör

Lagt fram erindi Þórðar Inga Guðjónssonar varðandi umferðamál á Vesturvör dags. 19.5.2014.

Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til sviðstjóra umhverfissviðs.

2.1405498 - Umferðamál við Vatnsendaskóla og Grandahvarf

Lagt fram erindi Aðalsteins Blöndal varðandi umferðamál við Vatnsendaskóla og Grandahvarf dags 8.5.2014.







Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til sviðstjóra umhverfissviðs.



3.1405569 - Smáraskóli - Foreldrafélag - Umferðamál

Lagt fram erindi frá foreldrafélagi Smáraskóla varðandi umferðar og öryggismál við Smáraskóla dags. 22.5.2014.

Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til að bílastæði austan Kópavogsvallar verðir aðskilið umferð að Smáraskóla með lokun og að bæta verði aðgengi og bílastæðamál fyrir fatlaða og vísar öðrum liðum erindisins til sviðstjóra umhverfissviðs.

4.1405607 - Hraðahindrun í Gulaþingi

Lagt fram erindi frá Unni Maríu Þorvaldsdóttur varðandi hraðahindrun í Gulaþing dags. 26.5.2014.








Framkvæmd hraðahindrana fyrir Gulaþing verður framkvæmd samkvæmt umferðarskipulagi Kópavogsbæjar 2012 og gildandi fjárhagsáætlunar.

5.1405611 - Vallhólmi 2-10 - Umferðarmál

Lagt fram erindi íbúa við Vallhólma 2-10 varðandi ósk um hljóðvegg ofan á hljóðmön dags. 6.5.2014.








Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til sviðstjóra umhverfissviðs til úrvinnslu í samræmi við umræður á fundi umhverfis- og samgöngunefndar.

6.1405636 - Heilsuleikskólinn Urðarhóll - Samgöngumál

Lagt fram erindi Jóhönnu Kristrúnar Birgisdóttur fyrir hönd Heilsuleikskólans Urðahóls varðandi umferðaröryggi við skólann dags. 28.5.2014.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir úrbætur á merkingum og skiltum og vísar öðrum liðum erindisins til umferðarskipulags Kópavogsbæjar 2012 og umhverfissviðs til úrvinnslu.

7.1405567 - Almenningssamgöngustefna Reykjavíkur

Lagt fram erindi Borgarstjórans í Reykjavík varðandi Almenningssamgöngustefnu Reykjavíkur dags. 23.5.2014.





Lagt fram og kynnt.

8.14021104 - Umhverfisviðurkenningar 2014

Lögð fram tillaga að umhverfisviðurkenningum 2014.

Lagt fram og kynnt. Samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:30.