1408478 - Umhverfisverkefni - Grænar gönguleiðir Frá skipulagsstjóra, dags. 21. október, lagt fram minnisblað varðandi auðkenni á grænum gönguleiðum skólabarna dags. 11. september 2014 ásamt fyrirhuguðum kostnaðarliðum. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti að vísa erindinu til umhverfissviðs til úrvinnslu en vísar kostnaðarliðum til bæjarráðs og bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
1408478 - Umhverfisverkefni - Grænar gönguleiðir. Frá skipulagsstjóra, dags. 21. október, lagt fram minnisblað varðandi auðkenni á grænum gönguleiðum skólabarna dags. 11. september 2014 ásamt fyrirhuguðum kostnaðarliðum. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti að vísa erindinu til umhverfissviðs til úrvinnslu en vísaði kostnaðarliðum til bæjarráðs og bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarráð vísaði afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu umhverfis- og skipulagsnefndar með 11 atkvæðum enda rúmist verkefnið innan fjárhagsáætlunar.
3.1511134 - Ósk um úrbætur í Kórahverfi
Lagt fram erindi Bjarna Antonssonar varðandi ósk um úrbætur í Kórahverfi dags. 3. nóvember 2015.
Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að fara yfir innsendar athugasemdir og skila umsögn til nefndarinnar fyrir næsta fund nefndarinnar.
4.1511323 - Snjómokstur stíga. Tilraunaverkefni vegna sópunar hjólaleiða í stað ruðnings.
Kynning á tilraunaverkefni frá Eflu verkfræðistofu ehf. varðandi sópun hjólaleiða.
Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar Sighvati Arnarssyni frá Eflu verkfræðistofu ehf. fyrir kynninguna. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir fyrir sitt leiti þátttöku í tilraunaverkefni enda rúmast það innan ramma núverandi fjárhagsáætlunar.
5.1510013 - Tillaga varðandi skipti úr jarðefnaeldsneyti yfir í umhverfisvæna orku. Tillaga frá Einari Baldurssy
Lögð fram tillaga að söfnun upplýsinga sem lagðar verði fram á næsta fundi nefndarinnar.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir söfnun upplýsinga og gerð skýrslu sem lögð verði fyrir á næsta fundi nefndarinnar.
6.1510012 - Tillaga varðandi losun gróðurhúsalofttegunda. Tillaga frá Einari Baldurssyni
Lögð fram tillaga að söfnun upplýsinga sem lagðar verði fram á næsta fundi nefndarinnar.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir söfnun upplýsinga og gerð skýrslu sem lögð verði fyrir á næsta fundi nefndarinnar.
7.1502159 - Kópavogsdalur
Lögð fram bókun skipulagsnefndar frá nr. 1268 fundi, 9. nóvember 2015. Fagnað er hugmyndum umhverfis- og samgöngunefndar hvað varðar Kópavogsdalinn en viljum við stíga varlega til jarðar og velja vandlega það sem í dalinn kemur. Tökum heilshugar undir með umhverfis- og samgöngunefnd um að endurskoða deiliskipulag dalsins. Margrét Júlía Rafnsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir, Sverrir Óskarsson, Guðmundur Geirdal og Helga Elínborg Jónsdóttir.
Lagt fram og kynnt.
8.15062358 - Samþykkt um hænsna og hanahald í Kópavogi
Lögð fram drög að samþykkt um hænsna og hanahald í Kópavogi.
Lagt fram og kynnt. Umhverfis- og samgöngunefndar samþykkir áframhaldandi vinnu og að senda drög að samþykkt um hænsa og hanahald í umsagnarferli hjá viðeignandi aðilum.
9.1509899 - Hjólað óháð aldri - Cykling uden alder
Lagður fram kostnaður við innflutning og kaup á rafmagnsreiðhjóli fyrir Hjólað óhað aldri verkefnið.
Lagt fram og kynnt.
10.1303358 - Loftgæði í Kópavogi, mælingar.
Lögð fram drög að fyrirspurnarbréfi til Umhverfis- og auðlindaráðuneytsins varðandi loftgæði í Kópavogi og reglugerð nr. 514/2010 um styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti sem tóku gildi 1.7.2014 og breytingu á reglugerð 514/2010 um styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti 14.7.2014.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir drög að bréfi til Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.
11.1511430 - Háttur áhættumats um hvenær sé mælst til þess af grunnskólum að skólabörn komi ekki á reiðhjóli til
Óskað eftir samantekt á hvernig áhættumati um hvenær sé mælst til þess af grunnskólum að skólabörn komi ekki á reiðhjóli til skóla er háttað í Kópavogi?