Umhverfis- og samgöngunefnd

34. fundur 06. maí 2013 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir aðalfulltrúi
  • Helgi Jóhannesson aðalmaður
  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
  • Kristján Matthíasson aðalfulltrúi
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Margrét Björnsdóttir aðalfulltrúi
  • Tryggvi Magnús Þórðarson áheyrnarfulltrúi
  • Sólveig Helga Jóhannsdóttir starfsmaður nefndar
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
Fundargerð ritaði: Sólveig Helga Jóhannsdóttir umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.1304441 - Ársskýrsla Náttúrufræðistofnunar Íslands

Lögð fram ársskýrsla Náttúrufræðistofnunar Íslands 2012.

Lagt fram og kynnt.

2.1304411 - Hjólað í vinnuna 2013

Átakið Hjólað í vinnuna hefst 8. maí og stendur til 28. maí.

Umhverfisfulltrúi kynnir átakið.

3.1304432 - Bæjarfjall Kópavogs

Í Morgunblaðinu, dags. 13.04.2013, var grein um fyrirhugaða bók um bæjarfjöll á Íslandi. Þar er tekið fram að bæjarfjall Kópavogs sé Vífilfell.

Umhverfisfulltrúi kynnir upplýsingar frá höfundi bókarinnar, Þorsteini Jakobssyni.

4.1304443 - Farartæki á göngustígum

Umhverfisfulltrúi kynnir umferðarreglur á göngustígum.

Lagt fram og kynnt.

Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að koma með tillögu að merkingum stíga.

5.1303359 - Grænt bókhald 2011

Á 32. fundi umhverfis- og samgöngunefndar, dags. 08.04.2013, var lögð fram skýrsla um Grænt bókhald fyrir árið 2011. Nefndarmönnum var gefið tækifæri til að koma með athugasemdir til umhverfisfulltrúa.
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar dags. 6.05.2013 er Grænt bókhald 2011 lagt fram í annað sinn án athugasemda frá nefndarmönnum umhverfis- og samgöngunefndar.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir skýrsluna og vísar henni til bæjarráðs og bæjarstjórnar til afgreiðslu.

6.1001088 - Hávaðakort og kort yfir stóra vegi.

Sviðsstjóri kynnir drög að aðgerðaráætlun dags. apríl 2013.

Lagt fram og kynnt. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að tillagan verði kynnt, jafnframt óskar nefndin eftir umsögn skipulagsnefndar.  

7.1304430 - Strætóskýli - merkingar á skýlum

Áhugi er fyrir því að merkja strætóskýli í Kópavogi og gefa þeim nöfn.

Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til í samráði við skipulagsnefnd að bæjarstjórn endurveki nafnanefnd sem sér m.a. um nafngiftir á götum, hringtorgum, strætóskýlum o.fl.

8.1304431 - Hringtorg - merkingar á hringtorgum

Áhugi er fyrir því að gefa hringtorgum í Kópavogi nöfn og merkja þau.

Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til í samráði við skipulagsnefnd að bæjarstjórn endurveki nafnanefnd sem sér m.a. um nafngiftir á götum, hringtorgum, strætóskýlum o.fl.

9.1304427 - Fífuhvammsvegur - gangbrautarljós

Borist hefur erindi, dags. 12.04.2013, þar sem vakin er athygli á gangbrautarljósum yfir Fífuhvammsveg og óskað eftir breytingum með hag gangandi vegfarenda að leiðarljósi. Einnig eru lögð fram erindi frá Gunnari Inga Ragnarssyni dags. 16. 04.2013 og 03.05.2013.

Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til úrvinnslu hjá umhverfissviði.

10.1304426 - Desjakór - umferðaröryggi

Erindi barst frá íbúa, dags. 17. 04.2013, þar sem lýst var yfir áhyggjum af hraða á Kóravegi og óskað eftir hraðahindrun, milli Dofra- og Desjakórs, ásamt öryggisaðgerðum við lóðarmörk. Einnig er lagt fram minnisblað umhverfisfulltrúa.

Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til úrvinnslu hjá umhverfissviði.

11.1304424 - Fossahvarf - umferðaröryggi

Borist hefur erindi, dags. 10.04.2013, þar sem óskað er eftir hraðahindrun við Fossahvarf. Mikill hraði er í götunni og skjólveggur á hornlóð blindar sýn inn í götuna. Einnig er lagt fram minnisblað umhverfisfulltrúa.

Umhverfis- og samgöngunefnd hafnar að gerð verði hraðahindrun í götunni, enda er það í samræmi við umferðaröryggisáætlun bæjarins.

12.1304412 - Efstihjalli - öryggi gangandi vegfarenda

Erindi barst frá íbúa, dags. 16.05.2013, þar sem bent er á göngustíg beint austur af Álfhólsvegi yfir í Efstahjalla, norðan við leikskólann Efstahjalla. Bílaumferð um Efstahjalla sér ekki gangandi- og hjólandi umferð sem kemur út af göngustígnum. Lagt er fram minnisblað umhverfisfulltrúa.

Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til  umhverfissviðs til afgreiðslu.

13.1302226 - Lindasmári 26, hávaðamengun

Erindi barst frá íbúa, dags. 05.02.2013, þar sem bent er á hljóðmengun frá Dalsmára sem hefur áhrif á íbúa við Lindasmára. Einnig er lagt fram minnisblað frá umhverfisfulltrúa.

Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til umhverfissviðs til afgreiðslu.

14.1304515 - Ástún 2

Borist hefur erindi frá húsfélaginu við Ástún 2, dags. 24.04.2013, vegna rafmagnsspennustöðvar frá Orkuveitu Reykjavíkur.

Erindinu er frestað. Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til Orkuveitu Reykjavíkur til umsagnar.

15.1304383 - Fyrirspurn um Elliðavatn

Borist hefur erindi, dags. 16.04.2013, vegna Elliðavatns.

Lagt fram og kynnt og vísað til afgreiðslu umhverfissviðs.

16.1304558 - Felling á öspum

Lagt fram erindi frá Garðyrkjustjóra um aspir sem þarf að fella við Kópavogsbraut og í Hamraborg.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða tillögu garðyrkjustjóra að aspirnar verði felldar vegna öryggisaðstæðna gangandi vegfarenda.

Fundi slitið - kl. 18:30.