Umhverfis- og samgöngunefnd

11. fundur 07. nóvember 2011 kl. 17:00 - 19:00 í Fannborg 2, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir formaður
  • Helgi Jóhannesson aðalmaður
  • Tryggvi Magnús Þórðarson aðalmaður
  • Hákon Róbert Jónsson aðalmaður
  • Jóhanna Heiðdal Sigurðardóttir aðalmaður
  • Steingrímur Hauksson
Fundargerð ritaði: Hólmfríður Þorsteinsdóttir umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.1109278 - Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2012-2023 og innleiðing á rammatilskipun Evrópusambandsins um úrga

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 7. nóvember 2011 var lagt fram bréf frá umhverfisráðuneytinu dags. 26. september 2011 þar sem óskað er tillagna vegna vinnu við gerð landsáætlunar um úrgang 2012- 2023. Sigurbjörg Sæmundsdóttir og Kjartan Ingvarsson frá umhverfisráðuneytinu kynntu fyrirhugaða vinnu.

Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar fyrir kynninguna.

2.1105260 - Átaksverkefni í skógrækt og uppgræðslu 2011

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 7. nóvember 2011 kynnti garðyrkjustjóri skýrslu um átaksverkefni í skógrækt og uppgræðslu árið 2011.

Lagt fram.

3.1110146 - Örvasalir 24, kvörtun vegna golfvallar

Á fund umhverfis- og samgöngunefndar 7. nóvember 2011 var lagt fram erindi frá lóðarhafa við Örvasali 24. Lóðarhafi óskaði aðgerða af hálfu bæjarins til að koma í veg fyrir að golfboltar fljúgi inn á lóðina.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillögu umhverfissviðs um trjábelti við golfvöllinn.

4.1011345 - Friðlýsing Skerjafjarðar.

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 7. nóvember 2011 voru tillögur að friðlýsingu Skerjafjarðar lagðar fram.

Ákveðið að vinna áfram að málinu.

5.1108139 - Evrópsk samgönguvika 2011

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 22. ágúst 2011 var verkefnið Evrópsk samgönguvika kynnt. Vikan er haldin árlega 16- 22. september og var þema vikunnar árið 2011 "alternative mobility"
Lögð var fram tillaga að dagskrá vikunnar.
Samþykkt að vinna áfram að málinu.
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 7. nóvember 2011 var farið yfir niðurstöður könnunar á ferðavenjum sex og tólf ára barna til skóla í Kópavogi.

Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til að skýrslan verði notuð sem innlegg í umferðaröryggisáætlun.

6.903018 - Umferðaröryggisáætlun

Í janúar 2010 var gerður samningur milli Kópavogsbæjar og Umferðarstofu um gerð umferðaröryggisáætlunar. Lögð var fram tillaga að tímaáætlun og verkferli.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að stofnaður verði samráðshópur vegna vinnu við umferðaröryggisáætlun og að óskað verði eftir fulltrúum í hópinn frá Vegagerðinni, Lögreglu, Umferðarstofu, menntasviði og skipulags- og byggingardeild Kópavogs. Nefndin samþykkir að Tryggvi Þórðarson verði fulltrúi nefndarinnar í samráðshópnum.

7.801287 - Grjótnám í Lækjarbotnum

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 7. nóvember 2011 var málið tekið upp að nýju og greint frá fundi með forsvarsmönnum S. Helgasonar.

Málið rætt. Nefndin leggur til að grjótnámi í Lækjarbotnum verði hætt sem fyrst.

8.1107040 - Framtíðarhópur SSH

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 7. nóvember 2011 voru lagðar fram tillögur verkefnahóps nr. 8 varðandi sameiginlega stefnumótun á sviði almenningssamgangna, vistvænna samgangna, reiðhjóla og samgöngukerfa á höfuðborgarsvæðinu.

Umhverfis- og samgöngunefnd er sammála og gerir ekki athugasemdir við tillögur verkefnahóps 8 að því gefnu að það liggi fyrir hvaða framkvæmdum eigi að fresta og að tryggt verði að fjármunir komi frá ríkinu eins og lofað var. Nefndin leggur einnig áherslu á að með úreldingu olíuvagna fjalli niðurgreiðsla olíugjalds niður samhliða, að því gefnu að ekki verði keyptir inn nýjir olíuvagnar.

9.1110324 - Tilnefning fulltrúa í vatnasvæðanefnd

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 7. nóvember 2011 var lagt fram erindi Umhverfisstofnunar dags. 18. október 2011 þar sem óskað er eftir tilnefningu fulltrúa umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogs í vatnasvæðanefnd.

Bæjarráð hefur tilnefnt sviðsstjóra umhverfissviðs í nefndina fyrir hönd Kópavogsbæjar.

10.1110323 - Frumvarp um breytingu á lögum um mat á umhverfisáhrifum. Óskað eftir athugasemdum við frumvarpsdrög

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 31. október 2011 var lagt fram erindi frá umhverfisráðuneytinu dags. 20. október 2011. Ráðuneytið óskar eftir athugasemdum við frumvarpsdrög um breytingar á lögum 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum.
Lagt fram og kynnt og ákveðið að nefndin skili inn ábendingum til umhverfisráðuneytisins.
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 7. nóvember 2011 var lögð fram tillaga frá umhverfissviði vegna þessa.

Umhverfis- og samgöngunefnd gerir ekki athugasemdir við drög að frumvarpi.

11.1101859 - Fundargerðir stjórnar Reykjanesfólkvangs 2011

Fundargerðir stjórnar Reykjanesfólkvangs dags. 21. september og 8. október 2011 lagðar fram.
Önnur mál:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska eftir kostnaðaráætlun vegna bættrar lýsingar við gangbrautir grunnskóla Kópavogs. Einnig óska fulltrúarnir eftir kostnaðaráætlun vegna umferðarstillingar/umferðarnæmni umferðarljósa við Hagasmára í vestur/ suðurátt.

Fundi slitið - kl. 19:00.