Umhverfis- og samgöngunefnd

30. fundur 04. febrúar 2013 kl. 17:00 - 19:00 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir aðalfulltrúi
  • Helgi Jóhannesson aðalmaður
  • Kristján Matthíasson aðalfulltrúi
  • Margrét Björnsdóttir aðalfulltrúi
  • Tryggvi Magnús Þórðarson áheyrnarfulltrúi
  • Eiríkur Ólafsson varafulltrúi
  • Gylfi Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Sólveig Helga Jóhannsdóttir starfsmaður nefndar
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
Fundargerð ritaði: Sólveig Helga Jóhannsdóttir umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.1301166 - Seljahverfi-stígar

Lögð er fram tillaga að breyttu deiliskipulagi í Reykjavík. Deiliskipulagið varðar breytingu á stígakerfi í Seljahverfi og tengingu stíganna við stofnstíg Kópavogsbæjar.

Skipulagsstjóri gerði grein fyrir málinu. Umhverfis- og samgöngunefnd gerir ekki athugasemdir við tillöguna.

2.1211207 - Skíðaspor í Fossvogsdal. Óskað eftir samstarfi við Kópavogsbæ

Lagt er fram erindi frá Skíðagöngufélaginu Ullur, dags. 11. nóvember 2012. Þar sem óskað er eftir að bæta aðstæður fyrir lengra og samfelldara skíðaspor í Fossvogsdal.

Umhverfisfulltrúi kynnti framlagt erindi. Umhverfis- og samgöngunefnd vísar málinu til framkvæmdadeildar til úrvinnslu. 

3.1301320 - Til umsagnar: Frumvarp til laga um náttúruvernd (heildarlög)

Á fundi bæjarráðs 24. janúar 2013 var óskað eftir umsögn frá umhverfis- og samgöngunefnd um Frumvarp til laga um náttúruverndarlög (heildarlög).
Lagt fram minnisblað umhverfissviðs.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða tillögu að viðbótarathugasemdum við umrætt frumvarp.

4.1206473 - Reiðhjólastæði.

Lagðar eru fram tillögur umhverfissviðs um hjólastæði við Hálsatorg.

Umhverfisfulltrúi gerði grein fyrir málinu. Frestað.  Umhverfis- og samgöngunefnd óskar eftir kostnaðaráætlun í samræmi við umræður á fundinum:

A) Við Bókasafn Kópavogs
B) Við vesturenda
Digranesvegar  1 (Íslandsbanka)

5.1208332 - Þríhnúkagígur - aðgengi, aðkoma og þjónustubygging.

Lagt er fram álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum á aðkomuvegi, aðstöðu til skoðunar og þjónustubyggingar við Þríhnúkagíg.

Lagt fram.

6.1205409 - Kópavogstún, Kópavogsbærinn og Kópavogshælið.

Tilnefning fulltrúa umhverfis- og samgöngunefndar í stjórn Kópavogsfélagsins, félag áhugafólks um endurreisn Hressingarhælisins og Kópavogsbæjarins.

Umhverfis- og samgöngunefnd tilnefnir Margréti Björnsdóttur sem fulltrúa í stjórn Kópavogsfélagsins.

7.1301656 - Sjálfsafgreiðslubensínstöð, Arnarnesvegur/Fífuhvammsvegur.

Lagt er fram erindi frá Garðabæ dags. 4.2.2013 þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og samgöngunefndar á sjálfsafgreiðslubensínstöð á mótum Arnarnesvegar og Fífuhvammsvegar.

Skipulagsstjóri gerir grein fyrir tillögunni.

Umhverfis- og samgöngunefnd hafnar tillögunni. Það er mat umhverfis- og samgöngunefndar að mjög óráðlagt sé að taka ákvarðanir um breytingu á skipulagi á umræddum stað í aðal gatnakerfi höfðuborgarsvæðisins, þar sem stór hluti svæðisins hefur ekki verið deiliskipulagður. Auk þess er það skoðun umhverfis- og samgöngunefndar að tengja bensínstöð sbr. framlagða tillögu við stofnbraut og tengibraut muni dragi úr umferðaröryggi í aðalgatnakerfi umrædds svæðis. Umhverfis- og samgöngunefnd bendir einnig á að ekki sé skortur á bensínstöðum á svæðinu.

8.1203144 - Dalvegur - hringtorg, breytt deiliskipulag

Lögð fram drög að útfærslu deiliskipulags á Dalvegi þar sem gert er ráð fyrir tveimur nýjum hringtorgum, annars vegar á móts við Dalveg 14 og 16 og hins vegar við Dalveg 18 og 26.

Skipulagsstjóri gerði grein fyrir tillögunni. Frestað.

9.1301759 - Þverbrekka, umferðaröryggi

Borist hefur fyrirspurn sem varðar umferðaröryggi í Þverbrekku. Varðandi gangandi vegfarendur og umferðarhraða. Lagt er fram minnisblað sviðsstjóra umhverfissviðs.

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra. Samþykkt.

10.1212105 - Áskorun varðandi fyrirhugaða lokun bílastæðis við Hamraborg 6a

Lagt er fram bréf frá Menningarstofnunum Kópavogsbæjar dags. 28.01.2013 varðandi bílastæði við Hamraborg 6a, hjólreiðastíg og lýsingu.

Lagt fram og kynnt. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að lokað verði fyrir akstur annarra en neyðarbíla og þeirra sem koma með aðföng til og frá þeim stofnunum sem eru á svæðinu. Umhverfis- og samgöngunefnd óskar eftir því að lögð verði fram breytt tillaga að skipulagi svæðisins í samvinnu við starfsmenn stofnananna. 

11.1301687 - Skilti, verklag

Lögð eru fram drög að verklagi fyrir skilti í bæjarfélaginu.

Lagt fram og kynnt. Afgreiðslu frestað.

12.1211189 - Bláfáninn - Ýmishöfn

Staða Bláfánaverkefnis er kynnt.

Umhverfisfulltrúi kynnti stöðu málsins.

13.1202610 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024

Lögð fram drög að nýju aðalskipulag Kópavogs 2012-2024.

Skipulagsstjóri kynnti stöðu málsins.

14.1301688 - Carbon Recycling International í Svartsengi

Umhverfis- og samgöngunefnd og embættismönnum hefur borist boð frá Ólafi E. Jóhannssyni, Manager of Communication hjá Carbon Recycling International, í heimsókn til að skoða fyrirtækið.

Formaður umhverfis- og samgöngunefndar gerir grein fyrir málinu.

Fundi slitið - kl. 19:00.