Á fundi bæjarráðs, dags. 26.09.2013, var eftirfarandi bókað:
Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Í viðbragðsáætlun um hreinsun á læk segir: "Ef mengunarslys er smávægilegt þá hreinsar lækurinn sig sjálfur".
Óska því eftir að umhverfisráð skýri betur hvernig metið verði stærð mengunarslysa.
Það er mitt mat að ef brugðist hefði verið við í Reykjavík þegar settjörnin fylltist, með réttum aðferðum, þá hefði lækurinn ekki verið hvítur í þessa þrjá daga. Eins væri auðvelt að hreinsa upp litlar brákir.
Ómar Stefánsson"
Bæjarráð óskar eftir að umhverfis- og samgöngunefnd svari fyrirgreindri fyrirspurn og frestar afgreiðslu.
Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar Ólafi Guðmundssyni fyrir góða kynningu.