Umhverfis- og samgöngunefnd

18. fundur 02. apríl 2012 kl. 17:00 - 19:00 í Fannborg 2, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir aðalfulltrúi
  • Helgi Jóhannesson aðalmaður
  • Kristján Matthíasson aðalfulltrúi
  • Margrét Björnsdóttir aðalfulltrúi
  • Tryggvi Magnús Þórðarson áheyrnarfulltrúi
  • Eiríkur Ólafsson
  • Jón Ingi Guðmundsson
Fundargerð ritaði: Hólmfríður Þorsteinsdóttir umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.1203261 - Verkefni 2012 á útivistarsvæðum

Á fundi framkvæmdaráðs 21. mars 2012 var lögð fram tillaga garðyrkjustjóra að verkefnum ársins 2012, hún samþykkt og vísað til umhverfis- og samgöngunefndar.

Garðyrkjustjóri kynnti tillöguna og umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti hana.

2.1203435 - Framkvæmdir, 2012

Lögð fram drög að framkvæmdum ársins 2012.

Garðyrkjustjóri kynnti tillöguna og umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti drögin.

3.903018 - Umferðaröryggisáætlun

Lögð fram drög að umferðaröryggisáætlun Kópavogs.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti drögin.

4.1104046 - Hjólreiðaáætlun Kópavogsbæjar

Lögð fram tillaga að hjólaleið meðfram Hafnarfjarðarveginum.

Tillagan kynnt og unnið áfram að málinu.

5.1203393 - Tenging hjóla- og göngustíga við Garðabæ.

Á fundi bæjarráðs 29. mars 2012 var lögð fram tillaga frá bæjarstjóra um að viðræður fari fram við Garðabæ um tengingu göngu- og hjólreiðastíga.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða tillögu um tengingu hjóla- og göngustígs austan við Reykjanesbrautina sem tengir saman Lindir og Garðabæ.

6.1204017 - Staðardagskrá 21, endurskoðun

Lögð fram drög að Staðardagskrá 21 fyrir Kópavogsbæ.

 Frestað.

7.1011166 - Umgengni á atvinnusvæðum Kársnesi.

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 5. mars 2012 var lagt fram á ný mál um hreinsun og umgengni á Kársnesi.
Nefndin fól umhverfissviði að vinna að aðgerðaráætlun um hreinsun á Kársnesi.
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar er lögð fram tillaga að aðgerðaráætlun.

Lagt fram og kynnt.

8.1011345 - Friðlýsing Skerjafjarðar.

Lagt fram bréf dags. 8. mars 2012 til byggingarfulltrúa þar sem óskað er eftir leyfi til uppsetningar á vegvísi við friðlýsta svæðið í Skerjafirði í Kópavogi.

Kynnt.

9.1204001 - Dagur umhverfisins, 2012

Dagur umhverfisins er haldinn árlega 25. apríl og tileinkaður Sveini Pálssyni, fyrsta íslenska náttúrufræðingnum.

Kynnt og samþykkt að taka þátt í verkefninu. Umhverfissviði falið að vinna áfram í málinu.

Fundi slitið - kl. 19:00.