Umhverfis- og samgöngunefnd

74. fundur 10. mars 2016 kl. 16:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Ísól Fanney Ómarsdóttir aðalmaður
  • Sigurður M Grétarsson aðalmaður
  • Einar Baldursson aðalmaður
  • Hreggviður Norðdahl áheyrnarfulltrúi
  • Gylfi Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Karl Eðvaldsson
  • Bjarki Þórir Valberg
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.1601179 - Losun gróðurhúsalofttegunda. Tillaga frá Ólafi Þór Gunnarssyni.

Lagt fram minnisblað frá umhverfissviði dags. 7.3.2016 varðandi þátttöku í Compact of Mayors og losunarbókhald.
Umhverfis- og samgöngunefnd þakkaði ReSource International ehf. fyrir kynninguna.
Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til umhverfisviðs og samanburðar við þá umhverfisvísa sem mældir eru í dag.

2.1602258 - Gróðurinn í bænum

Frá garðyrkjustjóra lögð fram drög að verkefninu Gróðurinn í bænum; stefna Kópavogsbæjar í ræktunarmálum dags. 11.2.2016.
Umhverfis- og samgöngunefnd fagnaði framtakinu og samþykkti áframhaldandi vinnu við verkefnið með frekari kynningu í nefndinni.

3.1512172 - Skemmtilegri skólalóðir.

Garðyrkjustjóri Kópavogsbæjar kynnir verkefnið skemmtilegri skóla- og leikskólalóðir.
Kynnt.

4.1601347 - Tillaga að Fróðleiksskiltum 2016

Garðyrkjustjóri Kópavogsbæjar kynnir tillögu að fróðleiksskiltum fyrir árið 2016.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða tillögu að fróðleiksskiltum fyrir árið 2016 og vísar kostnaðarliðum verkefnisins til bæjarráðs og bæjarstjórnar enda rúmast það innan fjárhagsáætlunar.

5.904223 - Skógarhjalli hraðahindranir / Dalvegur gangbraut

Lagt fram erindi Sigurðar Arnars Sigurðssonar varðandi úrbætur á gatnamótum Dalvegar og Hlíðarhjalla dags. 29.2.2016.
Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til umsagnar skipulagsnefndar í tengslum við endurskoðun á deiliskipulagi austurhlutar Dalvegar.

6.812106 - Þríhnúkagígur. Skipulagslýsing.

Lögð fram að nýju tillaga að lýsingu deiliskipulagsverkefnis og matslýsing vegna deiliskipulags Þríhnúkagígs og nágrennis í Kópavogi dags. í september 2015.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti tillögu skipulagsstjóra að starfshópi með eftirtöldum viðbótum við hlutverk hópsins sem komi fram í erindisbréfi: hópurinn skoði ólíkar sviðsmyndir, náttúruvá, samráð við SSH, starfstími verði að hámarki 4-6 mánuðir. Tillaga um skipan starfshóps verði lögð fyrir nefndina.

7.1603653 - Veðurstöðvar í Kópavogi

Lagt fram erindi varðandi tillögu á staðsetningu verðurathugunarstöðvar við Rjúpnaveg.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti staðsetningu fyrir veðurstöð við Rjúpnaveg.

8.1511136 - Glaðheimar - austurhluti. Hönnun bæjarlands.

Lögð fram tillaga Landark ehf., dags. 14.12.2015, að nánari útfærslu deiliskipulags bæjarrýmis í Glaðheimum - austurhluta.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti útfærslur á bæjarrýmis í Glaðheimum - austurhluta.

9.1512096 - Hönnunarreglur fyrir stoppistöðvar strætó

Frá Umbótahópi Strætó bs. lögð fram lokaútgáfa af hönnunarreglum fyrir stoppistöðvar Strætó bs. dags. janúar 2016.
Lagt fram og kynnt. Umhverfis- og samgöngunefnd vísar hönnunarreglum fyrir stoppistöðvar Strætó bs. til umhverfissviðs við gerð og endurnýjun á stoppistöðvum Strætó bs. í Kópavogi.

10.1512057 - Mótun heildstæðrar samgöngustefnu

Frá formanni umhverfis- og samgöngunefndar lagðar fram tilnefningar stýrihóps fyrir verkefnið.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti tilnefningar stýrihóps.

11.1503668 - Hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar 2015

Frá verkefnastjóra Hjólreiðaáætlunar Reykjavíkurborgar 2015 lögð fram tillaga að úrfærslu vegvísa lykilleiða hjólastíga ásamt fundargerð samstarfshóps sveitarfeálga Höfuðborgarsvæðisins um samræmdar merkingar á lykilleiðum hjólastíga dags. 3.2.2016.
Greint frá stöðu mála.

12.1401589 - Fundargerðir samráðsfunda staðardagskrár 21 fulltrúa á höfuðborgarsvæðinu

Lögð fram fundargerð samráðsfundar staðardagskrár 21 fulltrúa á höfuðborgarsvæðinu dags. 28.1.2016 ásamt upplýsingum um áttundu staðardagskrárráðstefnu um sjálfbærar borgir og bæi á vegum ICLEI 27. til 29. apríl 2016.
Lagt fram og kynnt. Umræða var um málefni fundar staðardagskrár 21 fulltrúa dags. 28.1.2016.

13.1602425 - Saman gegn sóun - Stefna um úrgangsforvarnir 2016-2027

Kynnt almenn stefna umhverfis- og auðlindaráðherra um úrgangsforvarnir sem ber heitið Saman gegn sóun. Stefnan gildir fyrir árin 2016 - 2027 og eru markmið hennar m.a. að draga úr myndun úrgangs og bæta nýtingu auðlinda.
Lagt fram og kynnt. Umhverfis- og samgöngunefnd fól umhverfissviði að taka mið af stefnu umhverfis- og auðlindaráherra um úrgangsforvarnir við gerð samþykktar um meðhöndlun úrgangs og almennri umsýslu meðhöndlun úrgangs.

14.1602428 - Eftir París: loftslagsbreytingar- staða og framtíðaráskoranir

Kynntur fyrirlestur Landverndar um loftslagsmál í Safnahúsinu við Hverfisgötu þriðjudaginn 2.febrúar undir heitinu Eftir París: loftslagsbreytingar- staða og framtíðaráskoranir þar sem farið var yfir Parísarsamkomulagið og hvaða þýðingu það hefði alþjóðlega og á Íslandi.
Lagt fram og kynnt.

15.1601344 - Hreinsunarátak og vorhreinsun lóða 2016

Lögð fram tillaga að útfærslu á hreinsunarátaki og vorhreinsun lóða 2016.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti fyrirkomulag á hreinsunarátaki og vorhreinsun lóða 2016.

Fundi slitið.