Umhverfis- og samgöngunefnd

16. fundur 05. mars 2012 kl. 16:30 - 19:00 í Fannborg 2, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir aðalfulltrúi
  • Helgi Jóhannesson aðalmaður
  • Steingrímur Hauksson
  • Kristján Matthíasson aðalfulltrúi
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Margrét Björnsdóttir aðalfulltrúi
  • Tryggvi Magnús Þórðarson
Fundargerð ritaði: Hólmfríður Þorsteinsdóttir umhverfisfulltrúi
Dagskrá
Gylfi Sigurðsson frá LRH sat fundinn undir lið um umferðarskipulag Dalvegar.
Jón Ingi Guðmundsson sat fundinn fram yfir lið 6.

1.1201118 - Vinnuhópur um málefni Strætó í Kópavogi.

Á fundi bæjarráðs 12. janúar 2012 var samþykkt að stofna vinnuhóp um málefni Stræbó bs. Í hópinn verði skipaðir tveir fulltrúar úr umhverfis- og samgöngunefnd, starfsmaður af umhverfissviði og starfsmaður frá Strætó b.s. Formaður hópsins skal vera fulltrúi Kópavogsbæjar í stjórn Strætó b.s.

Umhverfis- og samgöngunefnd tilnefnir Kristján Matthíasson og Margréti Júlíu Rafnsdóttur sem fulltrúa nefndarinnar í vinnuhópinn og starfsmaður frá umhverfissviði verði umhverfisfulltrúi.

2.1006494 - Kópavogsbær - Kópavogshæli

Á fundi bæjarráðs 16. febrúar 2012 var samþykkt tillaga menningar- og þróunarráðs um stofnun starfshóps til að fjalla um skipulag, umhverfi og nýtingu Kópavogstúns og bygginga á svæðinu. Óskað er eftir fulltrúa frá umhverfis- og samgöngunefnd í starfshópinn og að starfsmaður umhverfissviðs verði ritari hópsins að höfðu samráði við sviðsstjóra.

Frestað.

3.903018 - Umferðaröryggisáætlun

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 23. janúar 2012 var staða vinnu við umferðaröryggisáætlun kynnt og tillaga lögð fram um dagsetningu á íbúafundi.
Kynnt og samþykkt að starfsfólk umhverfissviðs vinni að kynningu á málinu.
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 5. mars 2012 er lagt til að kosinn verði fulltrúi í samráðshóp umferðaröryggisáætlunar.

Formaður umhverfis- og samgöngunefndar tilnefnir Tryggva Magnús Þórðarsson áfram í samráðshópinn.

4.1110270 - Beiðni um úrbætur vegna hraðaksturs í Daltúni

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 23. janúar 2012 var lagt fram erindi frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu dags. 17. október 2011 þar sem óskað er eftir ráðstöfunum til lækkunar hraða í götunni.
Umhverfis- og samgöngunefnd hafnaði erindinu á grundvelli þess að hverfið í heild sinni er merkt 30 km svæði með merkingum við allar innkomur. Nefndin samþykkir að sent verði bréf á öll heimili í götunni um að virða hámarkshraða.
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 5. mars 2012 er lögð fram tillaga að dreifibréfi.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillögu að dreifibréfi.

5.1011166 - Umgengni á atvinnusvæðum Kársnesi.

Lagt fram á ný mál um hreinsun og umgengni á Kársnesi.

Nefndin felur umhverfissviði að vinna að aðgerðaráætlun um hreinsun á Kársnesi.

6.1203029 - Átak í fegrun og snyrtingu í Kópavogsbæ

Lagt fram mál um fegrun og snyrtingu í Kópavogsbæ samkvæmt málefnasamningi um meirihlutasamtarf Framsóknarflokks, Lista Kópavogsbúa og Sjálfstæðisflokks.

Umhverfis- og samgöngunefnd vísar málinu til úrvinnslu hjá umhverfissviði og Áhaldahúsi Kópavogsbæjar og óskar eftir kostnaðaráætlun við verkefnið.

7.1203046 - Götulýsing

Frá áheyrnarfulltrúa Næst bestaflokksins dags. 5. mars 2012, tillaga um hvort breyta megi götulýsingu (fækka ljósastaurum).

Umhverfis- og samgöngunefnd felur starfsmönnum umhverfissviðs að skoða tillögur áheyrnarfulltrúa.

8.1009171 - Fróðaþing. Beiðni um þrengingu í götuna

Lagt fram á ný erindi vegna hraðatakmarkandi aðgerða í götuna.

Frestað.

9.1202009 - Bæjarstjórn - 1052

1103104 - Kosningar í umhverfis- og samgöngunefnd 2011
Kosning fimm aðalmanna og jafnmargra til vara.
Kosningu hlutu:
Aðalmenn:
Af A-lista:
Margrét Björnsdóttir
Kristján Matthíasson
Hreiðar Oddsson
Af B-lista:
Helgi Jóhannesson
Margrét Júlía Rafnsdóttir

Kjöri varamanna var frestað.

1111494- Grænt bókhald
Samþykkt.

10.1202011 - Bæjarráð - 2630

1202373 - Tilnefningar áheyrnarfulltrúa. Frá Hjálmari Hjálmarssyni bæjarfulltrúa Næst-bestaflokksins.
Umhverfis- og samgöngunefnd: Tryggvi M. Þórðarsson.

11.1103104 - Kosningar í umhverfis- og samgöngunefnd 2011

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 4. mars 2012 er kosinn formaður og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar.

Fulltrúar D, B og Y- lista lögðu fram svohljóðandi tillögu: "Formaður umhverfis- og samgöngunefndar verði Margrét Björnsdóttir og Kristján Matthíasson varaformaður"

Samþykkt.

 

Fulltrúi Samfylkingarinnar situr hjá. Fulltrúi Vinstri grænna var farinn af fundi þegar þessi liður var tekinn fyrir í lok fundar.

12.1106217 - Erindisbréf umhverfis- og samgöngunefndar

Erindisbréf umhverfis- og samgöngunefndar sem samþykkt var í bæjarstjórn 10. janúar 2012 er lagt fram.

Lagt fram.

13.1011349 - Dalvegur, umferðarskipulag

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 23. janúar 2012 voru lagðar voru fram tillögur að breyttu umferðarskipulagi á Dalveginum.
Umhverfis- og samgöngunefnd fól umhverfissviði að vinna heildar umferðarskipulag fyrir allan Dalveginn.
Lögð fram tillaga að umferðarskipulagi vegarins.

Frestað og óskað eftir fleiri tillögum.

 

Bókun frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu: Frá því árið 2007 að lögregluembættin voru sameinuð á höfuðborgarsvæðinu og LRH varð til hef ég á fundum umferðarnefndar Kópavogs bent á hve erfitt væri fyrir lögreglu að komast frá lögreglustöðinni við Dalveg 18 þegar umferð um og m.a. að Dalvegi 18 er mikil.

Þegar um forgangsútköll er að ræða skipta sekúndur máli og lögregla verður að eiga greiða og óhefta leið frá starfsstöð sinni. Með þeirri tillögu sem nú liggur fyrir í umhverfis- og samgöngunefnd (var umferðarnefnd) að umferðarskipulagi á Dalveginum er lögreglu ekki tryggð þessi greiða og óhefta leið. Hér er um mikið öryggismál að ræða gagnvart íbúum bæjarins og þeim er þurfa á aðstoð lögreglu að halda. Með því að loka með einhverjum hætti útakstri lögreglu er verið að stefna öryggi bæjarbúa í hættu. Gylfi Sigurðsson, aðalvarðstjóri.

Einnig eru lögð fram gögn um hættulegustu gatnamót höfuðborgarsvæðisins 2008- 2011.

14.1202610 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024

Lögð fram drög að greinargerð Aðalskipulags Kópavogs 2012 - 2024 og Staðardagskrár 21. Fulltrúar frá Landmótun kynna vinnu við endurskoðun aðalskipulags Kópavogs og Staðardagskrá 21.

Umhverfis- og samgöngunefnd felur starfsmönnum umhverfissviðs að taka saman ábendingar nefndarmanna og koma þeim áfram til skipulagsnefndar.

15.1202288 - Framtíðarferli vegna leiðakerfisskipta hjá Strætó bs.

Á fundi bæjarráðs 16. febrúar 2012 var óskað eftir umsögn umhverfis- og samgöngunefndar vegna erindis frá Strætó bs. um drög að nýju ferli vegna leiðakerfisskipta.

Umhverfis- og samgöngunefnd gerir ekki athugasemd við tillögu að vinnuferli við leiðakerfisbreytingar en telur þó að réttara að lokaákvörðun bæjarráða eigi að vera síðar en 15. ágúst t.d. fyrir 25. ágúst vegna sumarfría.

16.1001088 - Hávaðakort og kort yfir stóra vegi.

Lögð fram bréf frá Umhverfisstofnun dags. 12. janúar 2010, 17. nóvember 2011 og 10. febrúar 2012 þar sem óskað er eftir upplýsingum um kortlagningu hávaða við vegi og áætlun um mótvægisaðgerðir. Einnig eru lögð fram bréf frá skipulags- og byggingardeild Kópavogs dags. 16. febrúar 2010 og 3. janúar 2012.

Umhverfis- og samgöngunefnd felur starfsmönnum umhverfissviðs að svara bréfi Umhverfisstofnunar.

Fundi slitið - kl. 19:00.