Umhverfis- og samgöngunefnd

25. fundur 03. september 2012 kl. 16:30 - 19:00 í Fannborg 2, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Hólmfríður Þorsteinsdóttir starfsmaður nefndar
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir aðalfulltrúi
  • Helgi Jóhannesson aðalmaður
  • Kristján Matthíasson aðalfulltrúi
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Margrét Björnsdóttir aðalfulltrúi
  • Tryggvi Magnús Þórðarson áheyrnarfulltrúi
  • Gylfi Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Jón Ingi Guðmundsson starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Hólmfríður Þorsteinsdóttir umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.1204280 - Baugakór, hraðahindrun

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 14. maí 2012 var lagt fram erindi frá íbúum í Baugakór um fleiri hraðahindranir í götuna. Lögð er fram talning á ökutækjum og mæling á umferðarhraða ásamt tillögu að umferðarskipulagi í götunni.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að settar verði tvær bráðabirgðahraðahindranir í götuna. Einnig verði sent dreifibréf á íbúa í götunni.

2.1207653 - Vegmerkingar á hringtorginu Hamraborg - Hafnarfjarðarvegur

Lagt fram erindi dags. 31. júlí 2012 varðandi vegmerkingar frá aðrein frá Hafnarfjarðarvegi að hringtorgi í Hamraborg.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að hringtorgið verði miðjumálað. 

 

3.1109278 - Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2013-2024 og innleiðing á rammatilskipun Evrópusambandsins um úrga

Lögð fram drög að Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs. Frestur til athugasemda er til 10. september 2012.

Lagt fram.

4.1205596 - Samgöngustefna starfsmanna stofnana Kópavogs

Lögð fram drög að samgöngustefnu starfsmanna stofnana Kópavogs.

Mál þetta fellur undir mál nr. 1203293 sem varðar samninga um samgöngukort Strætó bs.

5.1203293 - Samningar við Strætó um fyrirtækjakort. Tillaga frá Ólafi Þór Gunnarssyni, Hafsteini Karlssyni og Hj

Tillaga að

Samkvæmt upplýsingum frá Strætó bs. er stefna Kópavogsbæjar um vistvænar samgöngur fullnægjandi til að gera samning um samgöngukort við Strætó bs.  Umhverfis- og samgöngunefnd vísar því gerð samnings til sviðsstjóra umhverfissviðs.

6.1208732 - Minkur í Fossvogi

Lagt fram bréf um ábendingar og tillögu við úrlausn vegna minka í Fossvogi.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að láta eyða minkum af svæðinu.

7.1209001 - Síðsumarsganga 2012

Síðsumarsganga er árlegur viðburður hjá umhverfis- og samgöngunefnd. Farnar hafa verið göngur um útivistarsvæði í Kópavogi og pylsur grillaðar á eftir.

Lagðar voru fram tillögur að gönguleiðum.

8.1204017 - Staðardagskrá 21, endurskoðun

Lögð fram drög að endurskoðaðri Staðardagskrá 21 fyrir Kópavogsbæ.

Farið var yfir Staðardagskrá 21 og færðar inn breytingar.

Fundi slitið - kl. 19:00.