Umhverfis- og samgöngunefnd

66. fundur 30. júní 2015 kl. 16:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Jón Kristinn Snæhólm aðalmaður
  • Sturla Gunnar Eðvarðsson varamaður
  • Sigurður M Grétarsson aðalmaður
  • Hreggviður Norðdahl áheyrnarfulltrúi
  • Smári Magnús Smárason
  • Karl Eðvaldsson
  • Bjarki Þórir Valberg
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir hænsna- og hanahald á dagskrá.

1.1312123 - Hverfisskipulag

Kynntar niðurstöður hverfisfundar í Fífuhvammi.
Lagt fram og kynnt.

2.1411143 - Auðbrekka þróunarsvæði

Lögð fram til afgreiðslu drög að deiliskipulagstillögu Nýbýlavegar 2-12 og Auðbrekku 1-15 oddatölur. Reitur 1 og 2 dags. 16. mars 2015.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma fyrir sitt leiti framlögð drög að deiliskipulagstillögu.

3.1304237 - Smárinn. Endurskoðun deiliskipulags.

Á 1262 fundi Skipulagsnefndar 22. júní 2015 samþykkti nefndin með tilvísan til 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 5.8.1. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Smárans, vestan Reykjanesbrautar (suðursvæði Smáralindar) dags. 22.6.2015. Skipulagsnefnd samþykkti jafnframt að á kynningartíma verði unnin vindrannsókn með faglegum hætti á norðvesturhluta skipulagssvæðisins. Skipulagsnefnd mun hafa niðurstöðu vindrannsóknar til hliðsjónar við endanlega samþykkt deiliskipulagsins. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Greint frá stöðu mála.
Lagt fram og kynnt.

4.1504278 - Sæbólsbraut 14-24. Bílastæði.

Lagt fram erindi íbúa við Sæbólsbraut 14-24 um umferðarmál og bifreiðastöður í götunni.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma að sett verði hindrun við enda götunnar til að koma í veg fyrir ólöglegar bifreiðarstöður.

5.904223 - Skógarhjalli hraðahindranir / Dalvegur gangbraut

Lagt fram erindi Sigurðar Arnars Sigurðssonar varðandi Skógarhjalla dags. 15.1.2015.
Lagðar fram tillögur umhverfissviðs um útfærslu á umræddum stað.
Lagt fram bréf Sigurðar Arnars Sigurðssonar dags. 18.6.2015.
Umhverfis- og samgöngunefnd ítrekar við umhverfissvið að skila umsögn til nefndarinnar sbr. fund 18.2.2015.
Frestað.

6.1503805 - Birkihvammur 21. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Hjartar Smára V. Garðarssonar varðandi Birkihvamm 21 dags. 31. mars 2015.
Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram erindi Vífils Magnússonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa dags. 25.9.2014. Í erindi er óskað eftir að byggja 45m2 bílskúr á norðausturhorni lóðarinnar ásamt 90 cm háum stoðvegg á lóðamörkum til austurs. Bílskúrinn verður um 3,2 m á hæð sbr. uppdráttum dags. 25.9.2014.
Á 1257 fundi skipulagsnefndar 20. mars 2015 var erindinu frestað. Vísað til umsagnar umhverfis- og samgöngunefndar með tilliti til umferðaröryggis í götunni.
Lögð fram umsögn dags 18.5.2015.
Umhverfis- og samgöngunefnd tekur undir sjónarmið umsagnar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu dags. 18.5.2015 og vísar umsögn til skipulagsnefndar.

7.1505243 - Umhverfisviðurkenningar 2015

Lagt fram minnisblað varðandi umhverfisviðurkenningar 2015 dags. 16.6.2015.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma framlagðar tillögur og felur umhverfisfulltrúa að vinna áfram í verkefninu.
Umhverfis- og samgöngunefnd vísar tillögu að götu ársins til bæjarráðs og bæjarstjórnar til afgreiðslu.

8.15062358 - Samþykkt um hænsna og hanahald í Kópavogi

Greint frá stöðu mála.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma að settar verði reglur um hænsna- og hanahald að fordæmi samþykkta í Reykjavík og Mosfellsbæ.

Fundi slitið.