Umhverfis- og samgöngunefnd

9. fundur 10. október 2011 kl. 17:00 - 19:00 í Fannborg 2, fundarherbergi 3. hæð
Fundargerð ritaði: Hólmfríður Þorsteinsdóttir umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.1109070 - Gerlamælingar

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 10. október 2011 voru lagðar fram niðurstöður gerlamælinga síðustu ára í Fossvogslæk, Kópavogslæk og strandsjó.

Guðmundur H. Einarsson og Tore Skjenstad frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis greindu frá niðurstöðunum. Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til að vöktunin verði þrisvar sinnum á ári og að verulegt átak verði gert í að finna rangtengingar og lagfæra þær.

2.1109205 - Skólpmengun úr fráveitulögn Reykjavíkur í Fossvogslæk

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 10. október 2011 var lagt frá bréf Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis dags. 16. september 2011 vegna skolpmengunar í Fossvogslæk.

Guðmundur H. Einarsson og Tore Skjenstad frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis greindu frá niðurstöðunum. Umhverfis- og samgöngunefnd óskar eftir að vera upplýst um framvindu mála.

3.1108399 - Galtalind 9. Mæling á umferðarhávaða við hús.

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 10. október 2011 var lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis dags. 26. ágúst 2011 þar sem greint var frá niðurstöðum umferðarhávaðamælinga við húsið og erindi frá íbúa dags. 20. september 2011.

Guðmundur H. Einarsson og Tore Skjenstad frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis greindu frá niðurstöðunum. Umhverfis- og samgöngunefnd óskar umsagnar frá skrifstofustjóra umhverfissviðs vegna undanþágu vegna umferðarhávaða fyrir Galtalind dags. 17. maí 1996.

4.709088 - Mengunarmælingar á Rjúpnahæð

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 10. október 2011 var lögð fram skýrsla Eflu ehf. um mengunarmælingar á Rjúpnahæð

Niðurstöður mælinganna lagðar fram og kynntar.

5.1110055 - Bjarnarkló, stefna bæjarins

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 10. október 2011 voru lagðar fram tvær ábendingar úr ábendingakerfi Kópavogsbæjar um bjarnarkló og tillaga að stefnu bæjarins til að vinna gegn útbreiðslu plöntunnar.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillögu að stefnu bæjarins um að verði vart við bjarnarkló á landi bæjarins verði hún fjarlægð en íbúar verði sjálfir að sjá um að fjarlægja hana úr eigin görðum. Upplýsingar um það verði birtar á heimasíðu Kópavogsbæjar.

6.1109045 - Sorphirða á höfuðborgarsvæðinu. Sameiginleg sýn á framtíð flokkunar sorps og sorphirðumála

Á fundi bæjarráðs 8. september 2011 voru lögð fram erindi frá SSH, varðandi samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um sorphirðu, óskað var eftir umfjöllun í umhverfis- og samgöngunefnd. Lögð var fram tillaga að umsögn nefndarinnar.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillögu að umsögn.

7.1001169 - Umhverfisstefna Kópavogs

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 10. október 2011 var málið lagt fram á ný ásamt tillögu að kynningu á umhverfisstefnunni fyrir stofnanir Kópavogsbæjar.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að sent verði bréf á stofnanir bæjarins með hvatningu um gerð umhverfisstefnu og býður nefndin fram aðstoð í þeim efnum.

8.701100 - Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2000-2012

Niðurstöður samráðsfunda með íbúum í hverfum bæjarins kynntar.

Lagt fram.

9.1110098 - Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda 2011

Lagt er fram erindi frá Umhverfisstofnun dags. 4 október 2011. Boðað er til 14. lögbundins fundar Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga í Mosfellsbæ, 27. október 2011.

Lagt fram og kynnt.

10.1106516 - Umhverfisþing 2011

Lagt fram bréf frá Umhverfisráðuneytinu dags. 9. september 2011 þar sem greint er frá Umhverfisþinginu sem haldið verður 14. október á Hótel Selfossi

Kynnt og samþykkt að formaður umhverfis- og samgöngunefndar og umhverfisfulltrúi fari fyrir hönd nefndarinnar.

11.1110137 - Málþing um sjálfbæra þróun

Lagt fram erindi frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga þar sem kynnt er málþing um sjálfbærni í sveitarfélögum. Málþingið er haldið í tengslum við Umhverfisþingið og verður haldið 13. október 2011 á Hótel Selfossi. Óskað hefur verið eftir fyrirlestri frá Kópavogsbæ sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar mun halda fyrir hönd bæjarins.

 

Fundi slitið - kl. 19:00.