Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024 var auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá og með 9. ágúst til 20. september 2013. Alls barst 31 athugasemd og ábendingar.
Lögð fram til kynningar greinargerð, umhverfisskýrsla og uppdrættir Aðalskipulags Kópavogs 2012 - 2024, eftir auglýsingu, dags. 11. nóvember 2013.
Enn fremur lögð fram fundargerð skipulagsnefndar frá 11. nóvember 2013. Með tilvísan í framlögð gögn samþykkti skipulagsnefnd aðalskipulagið með áorðnum breytingum ásamt umsögnum um athugasemdir og ábendingar er bárust á kynningartíma og vísaði nýju aðalskipulagi Kópavogs, Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024 til bæjarstjórnar til samþykktar og afgreiðslu Skipulagsstofnunar skv. 2. mgr. 32. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Aðalskipulagið byggir á tillögu að breytingu á Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 sem auglýst var samtímis tillögu að Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 og er nú í lokaferli.
Þá lögð fram til kynningar tillaga að afgreiðslu Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024 skv. lögum nr. 105/2006. Greinargerð skv. 9. gr. um afgreiðslu áætlunar, tl. b og c.
Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar Áshildi Bragadóttur og Theadóru Þorsteinsdóttur fyrir áhugaverða kynningu.