Umhverfis- og samgöngunefnd

42. fundur 18. nóvember 2013 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Margrét Björnsdóttir aðalfulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir aðalfulltrúi
  • Helgi Jóhannesson aðalmaður
  • Steingrímur Hauksson
  • Kristján Matthíasson aðalfulltrúi
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Gylfi Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Sólveig Helga Jóhannsdóttir starfsmaður nefndar
  • Birgir Hlynur Sigurðsson
Fundargerð ritaði: Sólveig Helga Jóhannsdóttir umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.1311066 - Markaðsstofa Kópavogs, kynning fyrir umhverfis- og samgöngunefnd

Áshildur Bragadóttir framkvæmdastjóri kynnir Markaðsstofu Kópavogs, ásamt Theadóru Þorsteinsdóttur formanni.

Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar Áshildi Bragadóttur og Theadóru Þorsteinsdóttur fyrir áhugaverða kynningu.

2.1310513 - Innkaup, kynning

Innkaupafulltrúi á umhverfissviði kynnir innkaup og áherslu á vistvæn innkaup.

Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar Lilju Ástudóttur fyrir góða kynningu.

3.1309346 - Grenndargámastöðvar í Kópavogi

Á fundi bæjarstjórnar, dags. 22.10.2013, lagði Ómar Stefánsson til að málinu yrði vísað til umhverfis- og samgöngunefndar til úrvinnslu.
Deildarstjóri framkvæmdadeildar, Stefán L. Stefánsson, fer yfir flokkun og grenndargáma í bænum.

Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar Stefáni L. Stefánssyni fyrir yfirferðina og felur umhverfissviði að vinna áfram í málinu.

4.1310510 - Gámar í Kópavogi

Gísli Norðdahl byggingafulltrúi fer yfir stöðu gáma í bænum.

Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar Gísla Norðdahl fyrir kynninguna. Umhverfis- og samgöngunefnd  felur umhverfissviði að vinna verklagsreglur um meðferð gáma.

5.1310507 - Iceland, skilti

Lagt er fram erindi frá versluninni Iceland þar sem óskað er eftir að setja upp auglýsingaskilti.

Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að kanna áhuga fyrirtækja fyrir uppsetningu á skilti fyrir fyrirtæki við Engihjalla 8.

6.1310528 - Gangbraut já takk, umferðarátak FIB.

Lögð er fram niðurstaða úr umferðarátaki Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), Gangbraut já takk, dags. haust 2013. Einnig eru lagðar fram tvær leiðbeiningar um gönguþveranir.

Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til að farið verði í lagfæringar á tilteknum hraðahindrunum í Kópavogi næsta vor, þegar fyrir liggja samræmdar leiðbeiningar um gönguþveranir á höfuðborgarsvæðinu.

7.1309039 - Ferðamátakönnun grunnskóla Kópavogs 2013

Lagðar fram niðurstöður ferðamátakönnunar sex og tólf ára barna í grunnskólum Kópavogs.

Kynnt.

8.1309339 - Minjaskrá Kópavogs 2014

Kynnt er vinna við Minjaskrá Kópavogs 2014.

Umhverfisfulltrúi vinnur áfram við minjaskrá.

9.1310505 - Leikskólinn Arnarsmári, útikennslusvæði

Lagt er fram erindi frá leikskólanum Arnarsmára, dags. 18.10.2013.

Kópavogsbær er ekki eigandi að umræddu landi og getur því ekki orðið við erindinu.

10.1204366 - Vatnaáætlun, vatnasvæðisnefnd

Lagt fram til kynningar drög að stöðuskýrslu um vatnasvæði Íslands.

Lagt fram og kynnt.

11.1304430 - Nafnanefnd, strætóskýli og hringtorg

Nafnanefnd tekur til starfa.

Í nafnanefnd sitja Steingrímur Hauksson, formaður, Birgir Sigurðsson, Sólveig H. Jóhannsdóttir, Hreiðar Oddsson og Helgi Jóhannesson.

12.1310504 - Hraðahindranir

Erindi kynnt fyrir umhverfis- og samgöngunefnd.

Lagt fram og kynnt.

13.1311174 - Umferðartalning 2013

Lögð er fram umferðartalning á Kársnesi og Vatnsenda, dags. nóvember 2013.

Kynnt.

14.1301027 - Fundargerðir stjórnar Reykjanesfólkvangs 2013

Lagðar eru fram fundargerðir stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 3. og 30. október 2013.

Lagt fram.

15.1202610 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024

Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024 var auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá og með 9. ágúst til 20. september 2013. Alls barst 31 athugasemd og ábendingar.
Lögð fram til kynningar greinargerð, umhverfisskýrsla og uppdrættir Aðalskipulags Kópavogs 2012 - 2024, eftir auglýsingu, dags. 11. nóvember 2013.

Enn fremur lögð fram fundargerð skipulagsnefndar frá 11. nóvember 2013. Með tilvísan í framlögð gögn samþykkti skipulagsnefnd aðalskipulagið með áorðnum breytingum ásamt umsögnum um athugasemdir og ábendingar er bárust á kynningartíma og vísaði nýju aðalskipulagi Kópavogs, Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024 til bæjarstjórnar til samþykktar og afgreiðslu Skipulagsstofnunar skv. 2. mgr. 32. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Aðalskipulagið byggir á tillögu að breytingu á Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 sem auglýst var samtímis tillögu að Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 og er nú í lokaferli.

Þá lögð fram til kynningar tillaga að afgreiðslu Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024 skv. lögum nr. 105/2006. Greinargerð skv. 9. gr. um afgreiðslu áætlunar, tl. b og c.

Kynnt.

Fundi slitið - kl. 18:30.