Umhverfis- og samgöngunefnd

81. fundur 20. desember 2016 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Sigurður M Grétarsson aðalmaður
  • Einar Baldursson aðalmaður
  • Hreggviður Norðdahl áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Þórir Valberg
  • Karl Eðvaldsson
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá
Sigurður Grétarsson mætti til fundar 16:35
Hreggviður Norðdahl mætti til fundar 16:45

1.1212244 - Sameiginleg stjórn Bláfjalla- og Reykjanessfólkvanga

Greint frá stöðu mála.
Lagt fram og kynnt.

2.1412128 - Lýðheilsustefna í Kópavogi

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 15. nóvember, lögð fram drög að lýðheilsustefnu Kópavogsbæjar ásamt drögum að greiningarskýrslu og aðgerðaráætlun.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagna fastra nefnda bæjarins.
Frestað.

3.1604483 - Aðgerðaráætlun Kópavogsbæjar varðandi loftlagsmál og losun gróðurhúsaloftlagstegunda

Greint frá stöðu mála.
Lagt fram og kynnt.

4.1610324 - Beiðni um að hafa ritatrillur í Hamraborg

Lista- og menningarráð - 65 (8.12.2016).
Ráðið telur sig hvorki getað leyft né bannað fólki að kynna sínar lífsskoðanir fyrir framan Menningarhúsin í Kópavogi.
Umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogsbæjar og vísar erindinu til úrvinnslu umhverfissviðs.

5.1612408 - Þrymsalir bifreiðastöður bannaðar

Lagt fram erindi varðandi bifreiðastöður í Þrymsölum.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir bifreiðastöðubann í snúningshaus í innsta og breiðasta hluta Þrymsala.

6.1612409 - Bifreiðastöður Auðbrekku

Lagt fram erindi Godda ehf. varðandi bifreiðastöður í Auðbrekku dags. 30.11.2016.
Umhverfis- og samgöngunefnd hafnar beiðni um breytingu á bílastæðum á bæjarlandi til einkanota en bendir á yfirstandandi vinnu varðandi mögulegar tímatakmarkanir og gjaldheimtu bílastæða á bæjarlandi.

Fundi slitið - kl. 18:30.