Umhverfis- og samgöngunefnd

82. fundur 31. janúar 2017 kl. 16:30 - 18:50 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Sigurður M Grétarsson aðalmaður
  • Einar Baldursson aðalmaður
  • Hreggviður Norðdahl áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður nefndar
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Karl Eðvaldsson starfsmaður umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.1303358 - Loftgæði í Kópavogi

Lagt fram minnisblað umhverfisfulltrúa dags. 5.1.2017 varðandi loftgæðamælingar í Lækjarbotnum fyrir árið 2015 í samræmi við niðurstöður fundar með fulltrúum Heilbrigðiseftirlits Hafnafjarðar- og Kópavogssvæðis um loftgæðamælingar í Lækjarbotnum fyrir árið 2015 og loftgæði í Kópavogi.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að senda ítrekun á erindi til Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um að fá svör við erindi sent í janúar 2016 um að rökstuðning og þær forsendur sem voru fyrir hækkun á tilkynningarmörkum á styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti til að geta tekið upplýsta ákvörðun um búsetu, skóla- og leikskólahald í Lækjarbotnum.
Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að leita tilboða í loftgæðamælistöð og veðurstöð og skila til nefndarinnar fyrir næsta fund.

2.1701012 - Markmið um 50% endurvinnslu heimilisúrgangs árið 2020

Frá Sorpu, dags. 9. janúar, lagt fram erindi vegna bréfs Umhverfisstofnunar um markmið um 50% endurvinnslu heimilisúrgangs fyrir árið 2020 frá 29.12.2016 sem var sent sveitarfélögunum og bæjarráð vísaði til stjórnar Sorpu.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar umhverfis- og samgöngunefndar.
Í ljósi tækniframfara og breyttra forsenda telur Umhverfis- og samgöngunefnd að leita þurfi umsagnar til þess bærra og óháðra aðila að meta mögulegar tæknilausnir til að uppfylla best markmið um 50% endurvinnslu heimilisúrgangs (fyrir árið 2020) í samanburði við gas- og jarðgerðarstöð.

3.1701518 - Bæjartún - Umferðarmál

Frá skipulagsstjóra lagt fram erindi varðandi að Bæjartún verði einstefnugata dags. 16.1.2017.
Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að gera könnun meðal íbúa við því að Bæjartún yrði gerð að einstefnugötu og bifreiðastöður leyfðar öðrum megin í götunni.

4.1409244 - Göngu- og hjólreiðastígar - Fjögurra ára áætlun.

Lögð fram tillaga að uppbyggingu og aðgreiningar göngu- og hjólastíga fyrir árið 2017 í samræmi við fjögurra ára ætlun göngu- og hjólreiðastíga Kópavogsbæjar.
Greint frá stöðu mála.

5.1408478 - Umhverfisverkefni

Greint frá stöðu mála.
Greint frá stöðu mála.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir lýsingarverkefni við Skógarlind og Digranesveg 1 og vísar kostnaðarliðum til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

6.1001169 - Umhverfisstefna Kópavogs

Lögð fram tillaga að endurskoðun umhverfisstefnu í samræmi við þær breytingar sem orðið hafa á lögum, reglugerðum og viðmiðum varðandi umhverfismál. Hröð þróun er í umhverfismálum og krafa um heildrænt skipulag umhverfis sem þörf þykir á að innleiða í endurskoðun umhverfisstefnu Kópavogsbæjar. Agenda 2030 og heimsmarkmiðin hafa tekið verið af Staðardagskrá 21 og Kópavogsbær hefur hafið þátttöku í verkefninu Græna laufið. Liggja þykir fyrir að ný og endurskoðuð umhverfisstefna þurfi að mið af þessum breytingum á lögum og reglugerðum, heildrænu skipulags umhverfis og samgangna, áherslum í stefnumörkun sveitarfélagsins, áherslum í alþjóðasamfélaginu og framvindun í innleiðarmálum evróputilskipana á Íslandi ásamt nýjum stefnum og straumum í skipulags og umhverfismálum.
Greint frá stöðu mála.

7.1401668 - Nærumhverfi Kópavogs - Umhirða og umgengni

Lögð fram úttekt á umgengni og umhirði á nærumhverfi Kópavogs.
Greint frá stöðu mála.

8.1409395 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Aðgerðaráætlun.

Farið yfir markmið og leiðir varðandi umhverfismál í aðgerðaáætlun Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024 og stöðu mála.
Greint frá stöðu mála.

9.1609380 - Kársnes þróunarsvæði. Deiliskipulagslýsing.

Lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingardeildar að deiliskipulagslýsingu fyrir þróunarsvæði Kársness. Skipulagslýsingin er unnin í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Skipulagslýsingin er yfirlit yfir helstu áherslur skipulagsvinnunnar sem framundan er, forsendur hennar, efnistök, samræmi við skipulagsáætlanir og ferli skipulagsvinnunnar. Deiliskipulagslýsingin er dags. í október 2016. Skipulagsnefnd samþykkir framlagða lýsingu og hún verði kynnt í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 25. október 2016 var framangreind samþykkt skipulagsnefndar staðfest.
Ofangreind skipulagslýsing var kynnt frá 23. nóvember 2016 til 22. desember 2016. Með auglýsingu sem birtist í Fréttablaðinu 23. nóvember 2016 var vakin athygli á því að kynning lýsingarinnar stæði yfir og að efni hennar mætti nálgast á heimasíðu bæjarins og í afgreiðslu skipulags- og byggingardeildar Umhverfissviðs. Lýsingin var kynnt á almennum fundi í Kársnesskóla 29. nóvember 2016. Tekið var við athugasemdum og ábendingum til 16. janúar 2017. Lýsingin var jafnframt send umsagnaraðilum til umsagnar. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun sbr. bréf dags. 18. nóvember 2016; frá Vegagerðinni sbr. bréf dags. 24. nóvember 2016; frá Samgögnustofu sbr. bréf dags. 12. desember 2016; Heilbrigðiseftirliti Hafarfjarðar- og Kópavogssvæðis sbr. bréf dags. 29. nóvember 2016; frá Isavia dags. 28. nóvember 2016; frá Garðabæ sbr. bréf dags. 24. nóvember 2016 og frá Reykjavíkurborg sbr. bréf dags. 16. desember 2016. Auk þess bárust athugasemdir og ábendingar frá íbúum og öðrum hagsmunaaðilu.

Eftirfarandi lagt fram:

1.
Deiliskipulagslýsing fyrir þróunarsvæði Kársnes. Hefur lýsingin verið yfirfarin með tilvísan í framkomnar ábendingar umsagnaraðila.
2.
Greinargerð VSÓ ráðgjöf: Uppbygging á Kársnesi. Áhrif á umferð, hljóðvist og loftgæði dags. í desmeber 2016.
3.
Samantekt með athugasemdum og ábendingum er bárust skipulags- og byggingardeild Umhverfissvið er deiliskipulagslýsing þróunarsvæðis Kársness var kynnt, dags. 16. janúar 2016.
4.
Tillaga að vinnuskjali með atriðalista yfir þá þætti sem hafa skal til hliðsjónar við gerð deiliskipulags innan þróunarsvæðisins og fram komu í athugasemdum og ábendingum er deiliskipulagslýsingin var kynnt.
Lagt fram og kynnt.

10.16091001 - Brú yfir Fossvog, fyrir gangandi, hjólandi og almenningsvagna. Aðalskipulagslýsing.

Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar Kópavogs að aðalskipulagslýsingu fyrir brú yfir Fossvog sem ætluð verður fyrir gangandi, hjólandi og almenningsvagna. Skipulagslýsingin er unnin í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Skipulagslýsingin er yfirlit yfir helstu áherslur skipulagsvinnunnar sem framundan er, forsendur hennar, efnistök, samræmi við skipulagsáætlanir og ferli skipulagsvinnunnar. Lýsingin er dags. í september 2016.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða lýsingu og hún verði kynnt í samræmi við 30. gr. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 25. október 2016 var framangreind samþykkt skipulagsnefndar staðfest.
Ofangreind skipulagslýsing var kynnt frá 23. nóvember 2016 til 22. desember 2016. Með auglýsingu sem birtist í Fréttablaðinu 23. nóvember 2016 var vakin athygli á því að kynning lýsingarinnar stæði yfir og að efni hennar mætti nálgast á heimasíðu bæjarins og í afgreiðslu skipulags- og byggingardeildar umhverfissviðs. Lýsingin var kynnt á almennum fundi í Kársnesskóla 29. nóvember 2016. Tekið var við athugasemdum og ábendingum til 16. janúar 2017. Lýsingin var jafnframt send umsagnaraðilum til umsagnar. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun sbr. bréf dags. 28. nóvember 2016; frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sbr. bréf dags. 22. desember 2016; frá Náttúrufræðistofu Kópavogs bréf dags. 14. desember 2016; frá Heilbrigðiseftirliti Hafarfjarðar- og Kópavogssvæðis sbr. bréf dags. 29. nóvember 2016; og frá Umhverfisstofnun sbr. bréf dags. 9. desember 2016; Auk þess bárust athugasemdir og ábendingar frá íbúum og öðrum hagsmunaaðilu.

Eftirfarandi lagt fram:

1.
Aðalskipulagslýsing fyrir Brú yfir Fossvog, fyrir gangandi, hjólandi og almenningsvagna. Hefur lýsingin verið yfirfarin með tilvísan í framkomnar athugasemdir og ábendingar umsagnaraðila.
2.
Greinargerð VSÓ ráðgjöf: Uppbygging á Kársnesi. Áhrif á umferð, hljóðvist og loftgæði dags. í desmeber 2016.
3.
Samantekt með athugasemdum og ábendingum er bárust skipulags-og byggingardeild Umhverfissviðs er aðalskipulagslýsingin var kynnt.
Lagt fram og kynnt.

11.1511114 - Samþykkt um meðhöndlun úrgangs

Kynntar lausnir í úrgangsmálum í kjölfarið á vinnu við þróunarsvæði Kársnes. Kynnt samantekt á reynslu plastflokkunnar frá því að flokkun á plasti hófst í sveitarfélaginu.
Greint frá stöðu mála.

12.1701690 - Frá fostöðumanni Sundlaugar Kópavogs - Bílastæðamál við Sundlaug Kópavogs

Frá forstöðumanni Sundlaugar Kópavogs er lagt fram erindi varðandi bílastæðamál við Sundlaug Kópavogs dags. 15.1.2017.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagt erindi og vísar því jafnframt til umhverfissvið að huga að varanlegri lausn á bílastæðavanda Sundlaugar Kópavogs.

13.17011187 - Hringtorg og gangbraut við Vatnsendahvarf

Lagt fram erindi Elvu Rutar Guðlaugsdóttur fyrir hönd Plié Listdansskóla ehf. varðandi hringtorg og gangbraut við Vatnsendahvarf dags. 27.1.2017.
Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til afgreiðslu umhverfissviðs.

Fundi slitið - kl. 18:50.