Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar Kópavogs að aðalskipulagslýsingu fyrir brú yfir Fossvog sem ætluð verður fyrir gangandi, hjólandi og almenningsvagna. Skipulagslýsingin er unnin í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Skipulagslýsingin er yfirlit yfir helstu áherslur skipulagsvinnunnar sem framundan er, forsendur hennar, efnistök, samræmi við skipulagsáætlanir og ferli skipulagsvinnunnar. Lýsingin er dags. í september 2016.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða lýsingu og hún verði kynnt í samræmi við 30. gr. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 25. október 2016 var framangreind samþykkt skipulagsnefndar staðfest.
Ofangreind skipulagslýsing var kynnt frá 23. nóvember 2016 til 22. desember 2016. Með auglýsingu sem birtist í Fréttablaðinu 23. nóvember 2016 var vakin athygli á því að kynning lýsingarinnar stæði yfir og að efni hennar mætti nálgast á heimasíðu bæjarins og í afgreiðslu skipulags- og byggingardeildar umhverfissviðs. Lýsingin var kynnt á almennum fundi í Kársnesskóla 29. nóvember 2016. Tekið var við athugasemdum og ábendingum til 16. janúar 2017. Lýsingin var jafnframt send umsagnaraðilum til umsagnar. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun sbr. bréf dags. 28. nóvember 2016; frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sbr. bréf dags. 22. desember 2016; frá Náttúrufræðistofu Kópavogs bréf dags. 14. desember 2016; frá Heilbrigðiseftirliti Hafarfjarðar- og Kópavogssvæðis sbr. bréf dags. 29. nóvember 2016; og frá Umhverfisstofnun sbr. bréf dags. 9. desember 2016; Auk þess bárust athugasemdir og ábendingar frá íbúum og öðrum hagsmunaaðilu.
Eftirfarandi lagt fram:
1.
Aðalskipulagslýsing fyrir Brú yfir Fossvog, fyrir gangandi, hjólandi og almenningsvagna. Hefur lýsingin verið yfirfarin með tilvísan í framkomnar athugasemdir og ábendingar umsagnaraðila.
2.
Greinargerð VSÓ ráðgjöf: Uppbygging á Kársnesi. Áhrif á umferð, hljóðvist og loftgæði dags. í desmeber 2016.
3.
Samantekt með athugasemdum og ábendingum er bárust skipulags-og byggingardeild Umhverfissviðs er aðalskipulagslýsingin var kynnt.
Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að leita tilboða í loftgæðamælistöð og veðurstöð og skila til nefndarinnar fyrir næsta fund.