Lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingardeildar að deiliskipulagslýsingu fyrir þróunarsvæði Kársness. Skipulagslýsingin er unnin í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Skipulagslýsingin er yfirlit yfir helstu áherslur skipulagsvinnunnar sem framundan er, forsendur hennar, efnistök, samræmi við skipulagsáætlanir og ferli skipulagsvinnunnar. Deiliskipulagslýsingin er dags. í október 2016. Skipulagsnefnd samþykkir framlagða lýsingu og hún verði kynnt í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 25. október 2016 var framangreind samþykkt skipulagsnefndar staðfest.
Ofangreind skipulagslýsing var kynnt frá 23. nóvember 2016 til 22. desember 2016. Með auglýsingu sem birtist í Fréttablaðinu 23. nóvember 2016 var vakin athygli á því að kynning lýsingarinnar stæði yfir og að efni hennar mætti nálgast á heimasíðu bæjarins og í afgreiðslu skipulags- og byggingardeildar Umhverfissviðs. Lýsingin var kynnt á almennum fundi í Kársnesskóla 29. nóvember 2016. Tekið var við athugasemdum og ábendingum til 16. janúar 2017. Lýsingin var jafnframt send umsagnaraðilum til umsagnar. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun sbr. bréf dags. 18. nóvember 2016; frá Vegagerðinni sbr. bréf dags. 24. nóvember 2016; frá Samgögnustofu sbr. bréf dags. 12. desember 2016; Heilbrigðiseftirliti Hafarfjarðar- og Kópavogssvæðis sbr. bréf dags. 29. nóvember 2016; frá Isavia dags. 28. nóvember 2016; frá Garðabæ sbr. bréf dags. 24. nóvember 2016 og frá Reykjavíkurborg sbr. bréf dags. 16. desember 2016. Auk þess bárust athugasemdir og ábendingar frá íbúum og öðrum hagsmunaaðilu.
Eftirfarandi lagt fram:
1.
Deiliskipulagslýsing fyrir þróunarsvæði Kársnes. Hefur lýsingin verið yfirfarin með tilvísan í framkomnar ábendingar umsagnaraðila.
2.
Greinargerð VSÓ ráðgjöf: Uppbygging á Kársnesi. Áhrif á umferð, hljóðvist og loftgæði dags. í desmeber 2016.
3.
Samantekt með athugasemdum og ábendingum er bárust skipulags- og byggingardeild Umhverfissvið er deiliskipulagslýsing þróunarsvæðis Kársness var kynnt, dags. 16. janúar 2016.
4.
Tillaga að vinnuskjali með atriðalista yfir þá þætti sem hafa skal til hliðsjónar við gerð deiliskipulags innan þróunarsvæðisins og fram komu í athugasemdum og ábendingum er deiliskipulagslýsingin var kynnt.