Umhverfis- og samgöngunefnd

84. fundur 07. mars 2017 kl. 16:30 - 19:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Sigurður M Grétarsson aðalmaður
  • Einar Baldursson aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarki Þórir Valberg
  • Birgir Hlynur Sigurðsson
  • Karl Eðvaldsson
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.1702469 - Framkvæmdir á útivistarsvæðum 2017

Frá gatnadeild lögð fram tillaga að ýmsum framkvæmdum á útivistarsvæðum 2017.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti framlagt erindi. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

2.1702471 - Garðyrkjufélag Íslands - Tillaga að samstarfssamningi

Lögð fram tillaga garðyrkjustjóra að samstarfssamningi við Garðyrkjufélags Íslands sem hefur það að markmiði að efla vitund og almenna þekkingu á garðrækt og umhverfi.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti framlagt erindi einróma. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

3.1702470 - Garðlönd - Tillaga að gjaldskrá 2017

Frá garðyrkjustjóra lögð fram tillaga að fyrirkomulagi og leigugjaldi 2017.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti framlagða tillögu að fyrirkomulagi og leigugjaldi fyrir árið 2017. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

4.1702467 - Fífuhvammur - Umferðarmál - Ósk um hraðahindrun

Lagt fram erindi frá Svanþóri Laxdal varðandi umferðaröryggi og ósk um hraðahindrun í Fífuhvammi dags. 14.2.2017.
Hraðahrindun á viðkomandi stað var samþykkt á umferðaröryggisáætlun ársins 2016 og er á framkvæmdaráætlun fyrir árið 2017.

5.1701518 - Bæjartún - Umferðarmál

Frá skipulagsstjóra lagt fram erindi varðandi að Bæjartún verði einstefnugata dags. 16.1.2017.

Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að gera könnun meðal íbúa við því að Bæjartún yrði gerð að einstefnugötu og bifreiðastöður leyfðar öðrum megin í götunni.

Lögð fram svör íbúa við könnun um einstefnu og stöðubann í Bæjartúni.
Í samræmi við svör íbúa við könnun þá er erindi þess efnis að Bæjartún verði gert að einstefnugötu hafnað.

6.1609380 - Kársnes þróunarsvæði. Deiliskipulagslýsing.

Lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingardeildar að deiliskipulagslýsingu fyrir þróunarsvæði Kársness. Skipulagslýsingin er unnin í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Skipulagslýsingin er yfirlit yfir helstu áherslur skipulagsvinnunnar sem framundan er, forsendur hennar, efnistök, samræmi við skipulagsáætlanir og ferli skipulagsvinnunnar. Deiliskipulagslýsingin er dags. í október 2016. Skipulagsnefnd samþykkir framlagða lýsingu og hún verði kynnt í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 25. október 2016 var framangreind samþykkt skipulagsnefndar staðfest.
Ofangreind skipulagslýsing var kynnt frá 23. nóvember 2016 til 22. desember 2016. Með auglýsingu sem birtist í Fréttablaðinu 23. nóvember 2016 var vakin athygli á því að kynning lýsingarinnar stæði yfir og að efni hennar mætti nálgast á heimasíðu bæjarins og í afgreiðslu skipulags- og byggingardeildar Umhverfissviðs. Lýsingin var kynnt á almennum fundi í Kársnesskóla 29. nóvember 2016. Tekið var við athugasemdum og ábendingum til 16. janúar 2017. Lýsingin var jafnframt send umsagnaraðilum til umsagnar. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun sbr. bréf dags. 18. nóvember 2016; frá Vegagerðinni sbr. bréf dags. 24. nóvember 2016; frá Samgögnustofu sbr. bréf dags. 12. desember 2016; Heilbrigðiseftirliti Hafarfjarðar- og Kópavogssvæðis sbr. bréf dags. 29. nóvember 2016; frá Isavia dags. 28. nóvember 2016; frá Garðabæ sbr. bréf dags. 24. nóvember 2016 og frá Reykjavíkurborg sbr. bréf dags. 16. desember 2016. Auk þess bárust athugasemdir og ábendingar frá íbúum og öðrum hagsmunaaðilu.

Eftirfarandi lagt fram:

1.
Deiliskipulagslýsing fyrir þróunarsvæði Kársnes. Hefur lýsingin verið yfirfarin með tilvísan í framkomnar ábendingar umsagnaraðila.
2.
Greinargerð VSÓ ráðgjöf: Uppbygging á Kársnesi. Áhrif á umferð, hljóðvist og loftgæði dags. í desmeber 2016.
3.
Samantekt með athugasemdum og ábendingum er bárust skipulags- og byggingardeild Umhverfissvið er deiliskipulagslýsing þróunarsvæðis Kársness var kynnt, dags. 16. janúar 2016.
4.
Tillaga að vinnuskjali með atriðalista yfir þá þætti sem hafa skal til hliðsjónar við gerð deiliskipulags innan þróunarsvæðisins og fram komu í athugasemdum og ábendingum er deiliskipulagslýsingin var kynnt.
Lagt fram og kynnt.

7.1511114 - Samþykkt um meðhöndlun úrgangs

Kynnt samantekt á reynslu plastflokkunnar frá því að flokkun á plasti hófst í sveitarfélaginu.
Lagt fram og kynnt.

8.15062358 - Samþykkt um hænsnahald í Kópavogi

Frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti, dags. 7. febrúar, lögð fram tilkynning um að ráðuneytið hafi staðfest og sent til birtingar í B-deild Stjórnartíðinda samþykkt um hænsnahald í Kópavogi.
Í samræmi við samþykkt um hænsnahald lögð fram samantekt á núverandi stöðu mála og næstu skref varðandi skráningu og umsóknir um hænsnahald í Kópavogi.
Samþykkt að vekja athygli á því að allir þeir sem huga á hænsnahald þurfa að sækja um leyfi í kjölfarið á staðfestingu á umræddri samþykkt. Þeir sem nú þegar stunda hænsnahald er skylt að sækja um leyfi innan þriggja mánaða frá 1.3.2017.

9.1703292 - Vegglist og vegglistaverk í Kópavogi

Frá umhverfisfulltrúa er lagt fram í samræmi við samþykkt Umhverfis- og samgöngunefndar dags. 18.10.2016 varðandi æfingarsvæði og vegglistaverk í Kópavogi tillaga að fyrirkomulagi vegglistaverka sumarið 2017. Lögð fram beiðni til Gatnadeildar Umhverfissviðs og Molann - menningarhús ungmenna um samstarf og leiðbeinandi umsýslu sumarið 2017.
Lögð fram beiðni til Gatnadeildar Umhverfissviðs um að auðkennd verði fimm sumarstörf fyrir verkefnið 2017 í samráði við deildarstjóra Gatnadeildar Umhverfissviðs til að vinna að vegglistaverkum sumarið 2017 og annist starfsmenn Molans - menningarhús unglinga umsýslu umsókna og yfirferð í samræmi við bréf til Gatnadeildar dags 03.03.2017.
Lögð fram minnisblað um fyrirhugaðan efniskostnað og fyrirkomulag sumarið 2017 dags. 03.03.2017.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir fyrirhugað verklag, kostnað og óskir um samstarf og felur umhverfisfulltrúa að vinna áfram að verkefninu. Vísað til bæjarráð og bæjarstjórnar.

10.1702664 - Minnkun á plastnotkun. Tillaga frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur

Lögð fram tillaga frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur um minnkun á plastnotkun.
Lagt fram.

Bæjarráð samþykkir með 5 atkvæðum að vísa erindinu til Umhverfis- og samgöngunefndar til úrvinnslu.
Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að leggja fram skýrslu um málið á næsta fundi nefndarinnar.

11.1303358 - Loftgæði í Kópavogi, mælingar.

Í kjölfarið mikillar brennisteinsmengunar sem mælst hefur undanfarið á höfuðborgarsvæðinu vill Umhverfis- og samgöngunefnd ítreka fyrirspurn til Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um forsendur hækkunar á mörkum tilkynningaskyldu brennisteinsvetnis í andrúmslofti.

12.1702009F - Bæjarráð - 2857. fundur frá 09.02.2017

1701012 - Bæjarráð - 2857 (9.2.2017) - Markmið um 50% endurvinnslu heimilisúrgangs árið 2020

Frá Sorpu, dags. 9. janúar, lagt fram erindi vegna bréfs Umhverfisstofnunar um markmið um 50% endurvinnslu heimilisúrgangs fyrir árið 2020 frá 29.12.2016 sem var sent sveitarfélögunum og bæjarráð vísaði til stjórnar Sorpu.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar umhverfis- og samgöngunefndar.

Frestað.

13.1702009F - Bæjarráð - 2857. fundur frá 09.02.2017

1408478 - Bæjarráð - 2857 (9.2.2017) - Umhverfisverkefni

Greint frá stöðu mála.

Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum tillögu umhverfis- og samgöngunefndar um lýsingarverkefni.

14.1412128 - Lýðheilsustefna í Kópavogi

Frá sviðsstjóra menntasviðs.
Lögð fram drög að lýðheilsustefnu Kópavogsbæjar ásamt drögum að greiningarskýrslu og aðgerðaráætlun. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagna fastra nefnda bæjarins.
Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir, verkefnastjóri lýðheilsustefnu Kópavogsbæjar gerir grein fyrir málinu.
Lagt fram og kynnt.

15.0907021 - Trjásafnið við Meltungu

Garðyrkjustjóri kynnir trjásafn Kópavogsbæjar Í Meltungu í Fossvogsdal en 20 ár eru síðan gróðursetning þar hófst.
Lagt fram og kynnt.

Fundi slitið - kl. 19:30.