Umhverfis- og samgöngunefnd

86. fundur 10. apríl 2017 kl. 17:30 - 19:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalfulltrúi
  • Sigurður M Grétarsson aðalmaður
  • Einar Baldursson aðalmaður
  • Hreggviður Norðdahl áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður nefndar
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.1409395 - Erindisbréf. Stefnumótun, aðgerðaráætlun.

Með tilvísan í erindisbréf skipulagsráðs skal ráðið í samráði við aðrar nefndir umhverfissviðs, móta heildarstefnu í skipulagsmálum og umhverfis- og samgöngumálum. Í stefnu skal sett fram hugmyndafræði um framangreind málefni, framtíðarsýn, gildi og markmið.

Eftirfarandi lagt fram:
1.
Aðgerðaráætlun Aðalskipulags Kópavogsbæjar 2012-2024.
Aðgerðaráætluninni er ætlað að skapa yfirsýn yfir markmið aðalskipulagsins og útfæra nánar leiðir að markmiðum þess.
2.
Samgöngustefna - Nýja línan. Hugmyndafræði.
Markmið samgöngustefnu er að framfylgja framtíðarsýn Kópavogsbæjar um þróun samgangna í sveitarfélaginu. Í samgöngustefnunni "Nýja línan" tengjast saman þættir eins og lýðheilsa, öryggi, byggðamynstur, náttúra og umhverfi.
3.
Umhverfisstefna.
Sjálfbær þróun er höfð að leiðarljósi í umhverfisstefnu Kópavogsbæjar varðandi alla ákvarðanatöku, framkvæmdir, rekstur, innkaup og aðra starfssemi á vegum bæjarins. Í stefnunni eru tengdir saman umhverfisþættir, félagsleg velferð og hagrænir þættir.
4.
Heildrænt skipulag.
Í skipulagi svæða og hönnun mannvirkja sé tekið tillit til lýðheilsu, fagurfræði, hagkvæmni, vistkerfis og þeim arfi sem felst í náttúru, landslagi, sögu og menningu.
Lagt fram og kynnt.

Fundi slitið - kl. 19:30.