Umhverfis- og samgöngunefnd

87. fundur 02. maí 2017 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Sigurður M Grétarsson aðalmaður
  • Hreggviður Norðdahl áheyrnarfulltrúi
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá

Almenn erindi

1.1409395 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Aðgerðaráætlun.

Með tilvísan í erindisbréf skipulagsráðs skal ráðið í samráði við aðrar nefndir umhverfissviðs, móta heildarstefnu í skipulagsmálum og umhverfis- og samgöngumálum. Í stefnu skal sett fram hugmyndafræði um framangreind málefni, framtíðarsýn, gildi og markmið. Eftirfarandi lagt fram: 1. Aðgerðaráætlun Aðalskipulags Kópavogsbæjar 2012-2024. Aðgerðaráætluninni er ætlað að skapa yfirsýn yfir markmið aðalskipulagsins og útfæra nánar leiðir að markmiðum þess. 2. Samgöngustefna - Nýja línan. Hugmyndafræði. Markmið samgöngustefnu er að framfylgja framtíðarsýn Kópavogsbæjar um þróun samgangna í sveitarfélaginu. Í samgöngustefnunni "Nýja línan" tengjast saman þættir eins og lýðheilsa, öryggi, byggðamynstur, náttúra og umhverfi. 3. Umhverfisstefna. Sjálfbær þróun er höfð að leiðarljósi í umhverfisstefnu Kópavogsbæjar varðandi alla ákvarðanatöku, framkvæmdir, rekstur, innkaup og aðra starfssemi á vegum bæjarins. Í stefnunni eru tengdir saman umhverfisþættir, félagsleg velferð og hagrænir þættir. 4. Heildrænt skipulag. Í skipulagi svæða og hönnun mannvirkja sé tekið tillit til lýðheilsu, fagurfræði, hagkvæmni, vistkerfis og þeim arfi sem felst í náttúru, landslagi, sögu og menningu.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

2.17031297 - Hverfisáætlun Fífuhvamms 2017.

Skipulags- og byggingardeild Kópavogs hefur frá ársbyrjun 2014, í kjölfar Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024, unnið að mótun hverfisáætlana fyrir hverfin fimm í Kópavogi; Kársnes, Digranes, Smárann, Fífuhvamm og Vatnsenda. Hlutverk hverfisáætlana er að kveða nánar en gert er í aðalskipulagi á um helstu þætti hvers bæjarhluta, með áherslu á hvar breytinga er að vænta eða hvar þeirra er þörf. Í hverfisáætlunum er fyrst og fremst fjallað um byggðina, þjónustu, umhverfi, umferð og íbúa. Hverfisáætlun Fífuhvamms (Linda- og Salahverfa) er þriðja áætlunin sem unnin er í bænum. Þegar hafa verið unnar hverfisáætlanir fyrir Smárann og Kársnes.
Lögð er fram greinargerð, greiningar- og gátlisti.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

3.1312123 - Hverfisáætlun Kársness 2017.

Lögð fram að nýju tillaga að Hverfisáætlun Kársness 2017. Hverfisáætlun er unnin í kjölfar aðalskipulags og þar koma fram nánari skilgreiningar og ákvæði fyrir hverfi bæjarins. Ein megin forsenda hverfisáætlunar er að færa stefnumið aðalskipulagins nær íbúum, taka miða af þörfum þeirra sem búa og starfa í hverfinu og skilgreina innviði þess sem nýtast áframhaldandi uppbyggingu og við endurbætur í hverfinu.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

4.1704450 - Heimild til uppsetningar upplýsinga- og fræðsluskiltis

Lagt fram erindi Árna B. Stefánssonar varðandi upplýsinga- og fræðsluskiltis dags 12.4.2017.
Umhverfis- og samgöngunefnd tekur undir umsögn Umhverfisstofnunar og óskar eftir frekari upplýsingum um stærð, útlit og þær upplýsingar og þá fræðslu sem koma til með að vera á skiltinu. Umhverfis- og samgöngunefnd telur staðsetningu skiltis við upphaf gönguleiðar fýsilegri kost.
Andri Steinn Hilmarsson mætti til fundar kl. 17:10.

Önnur mál

5.1705022 - Umferðamál við Ásakór

Lagt fram erindi Regínu Sigurðardóttur varðandi umferðarmál í Ásakór dags. 2.5.2017.
Í samræmi við umferðaröryggisáætlun Kópavogsbæjar 2012 og yfirstandandi vinnu við Samgöngustefnu Kópavogsbæjar 2017 er samþykkt að setja upp hraðahindranir þar sem eru fyrirhugaðar upphækkaðar gangbrautir.

Önnur mál

6.1705172 - Tímabundinn uppsetning listaverks í Kópavogstjörn

Frá sviðstjóra lagt fram erindi varðandi tímabundna uppsetningu listaverks í Kópavogstjörn dags. 2.5.2017.
Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til úrvinnslu umhverfissviðs.

Fundi slitið - kl. 18:30.