Umhverfis- og samgöngunefnd

90. fundur 22. ágúst 2017 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Sigurður M Grétarsson aðalmaður
  • Einar Baldursson aðalmaður
  • Hreggviður Norðdahl áheyrnarfulltrúi
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður nefndar
  • Karl Eðvaldsson starfsmaður umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá

Almenn erindi

1.1706391 - Umferðaröryggi niður Arnarsmára.

Lagt fram erindi Kent Lauridsen lóðarhafa við Arnarsmára 14 varðandi umferðaröryggi niður Arnarsmára dags. 20.2.2017.
Umhverfis- og samgöngunefnd vísar úrvinnslu erindisins til umhverfissviðs með öðrum athugasemdum við auglýst deiliskipulag Nónhæðar.
Einar Baldursson situr hjá við afgreiðslu erindisins og bókar að þar sem auglýst deiliskipulag Nónhæðar og umhverfis- og samgönguhluti þess hefur ekki áður borist nefndinni til umfjöllunar taki hann ekki efnislega afstöðu til málsins.
Hlé var gert á fund kl. 17:15.
Fundi var haldið áfram kl. 17:21.

Almenn erindi

2.1708621 - Umhverfismál Brekkuhjalli 9 sóðaskapur hirðuleysi

Lagt fram erindi Baldurs Vilhjálmssonar varðandi nærumhverfi Kópavogsbæjar.
Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til umhverfissviðs til umsagnar.

Almenn erindi

3.1708616 - Plastlaus september

Lagt fram erindi Dóru Magnúsdóttur fyrir hönd Plastlaus svarðandi þátttöku Kópavogsbæjar í Plastlausum september 2017 dags. 8.8.2017.
Samþykkt. Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til umhverfissviðs til úrvinnslu. Umhverfis- og samgöngunefnd vísar kostnaðarliðum erindisins til bæjarráðs og bæjarstjórnar.


Almenn erindi

4.17081429 - Hraðahindrun í Andarhvarf

Lagt fram erindi Ágústu Dagmar Skúladóttur varðandi hraðahindrun í Andarhvarf dags. 20.8.2017.
Samþykkt. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir erindið og vísar því til úrvinnslu umhverfisviðs. Hjördís Ýr Johnson, Hreiðar Oddsson og Sigurður Grétarsson samþykkja erindið. Hreggviður Norðdahl bókar að hann er samþykkur úrbótum.
Einar Baldursson bókar að hann óskar eftir að erindinu sé hafnað.
Andri Steinn Hilmarsson tekur undir bókun Einars Baldurssonar.

Almenn erindi

5.17081166 - Umferðarmál við Álfhólsveg 127-135

Lagt fram erindi Auðuns Jónssonar varðandi umferðaröryggi við Álfhólsveg 127-135 dags. 17.8.2017.
Samþykkt. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir vísar úrvinnslu málsins til umhverfissviðs.

Almenn erindi

6.17051654 - Kársnesbraut 123 - Umferðarmál - Hraðahindrun

Lagt fram erindi Helga Hjörleifssonar varðandi ósk um bráðabirgða hraðahindrun við Kársnesbraut 123 dags. 19.6.2017.
Samþykkt. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir bráðabirgða aðgerðir á umræddu svæði í samræmi við Umferðaskipulag Kópavogsbæjar 2012.

Almenn erindi

7.1708010 - Umferðaröryggi við Skálaheiði

Lagt fram erindi Vals Arnarssonar varðandi umferðaröryggi við Skálaheiði.
Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til umhverfissviðs til umsagnar.

Almenn erindi

8.1401668 - Nærumhverfi Kópavogs - Umhirða og umgengni

Lagt fram minnisblað umhverfisfulltrúa dags. 17.8.2017.
Umhverfis- og samgöngunefnd vísar úrvinnslu gagna til umhverfisfulltrúa og til umsagnar til nefndarinnar.
Umhverfis- og samgöngunefndar leggur áherslu á að kaup á loftgæðamæli og veðurstöð fyrir Lækjarbotna í næstu fjárhagsáætlun með vísan í samstarfsvilja Heilbrigðiseftirlits Hafnafjarðar- og Kópavogssvæðis og Náttúrufræðistofu Kópavogs við umsýslu loftgæðamælis og veðurstöðvar.

Almenn erindi

9.1512057 - Mótun heildstæðrar samgöngustefnu

Kynning á rafrænum teljurum og fyrirhuguð uppbygging talninga hjólandi og gangandi á höfuðborgarsvæðinu.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir þáttöku í samstarfsverkefni talninga á höfuðborgarsvæðinu með kaupum á tveimur talningarstaurum. Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissvið úrvinnslu erindisins. Kostanaðarliðum erindisins vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

10.1704446 - Bílastæðasjóður Kópavogsbæjar

Lögð fram tillaga að samþykkt um bílastæðasjóðs Kópavogsbæjar dags. 17.8.2017
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagðar tillögur að samþykktum að stofnun bílastæðasjóð Kóapvogs. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Önnur mál

11.1611457 - Nónhæð. Breyting á deiliskipulagi.

Lögð fram tillaga ARKÍS, arkitekta að breyttu deiliskipulagi Nónhæðar. Nánar tiltekið nær tillagan til svæðis sem er um 31.000 m2 að flatarmáli og afmarkast af Arnarnesvegi til suðurs, Smárahvammsvegi til austurs, suðurmörkum lóða við Foldarsmára 2-22 (sléttartölur) til norðurs og Arnarsmára 32 og 34 til vesturs. Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir samfélagsþjónustu og opnu svæði á svæðinu en í tillögu að breyttu deiliskipulagi er ráðgerð íbúðarbyggð á svæðinu og opnu svæði, sem mun nýtast almenningi til leikja og útiveru. Í tillöguni eru ráðgerðar 3 lóðir A, B og C fyrir fjölbýlishús á 2-5 hæðum með allt að 140 íbúðum. Áætlað byggingarmagn ofanjarðar er allt að 15.600 m2 og nh. deiliskipulagssvæðisins því um 0,5. Að jafnaði eru ráðgerð 1,2 bílastæði á íbúð bæði ofanjarðar og í bílgeymslum neðanjarðar. Aðkoma að húsi A verður frá Arnarsmára og að húsum B og C frá Smárahvammsvegi. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð, skýringarmyndum, skipulagsskilmálum og skýringarhefti dags. í júlí 2017. Þá lögð fram greinargerð VSÓ ráðgjöf: Breyting á deiliskipulagi Nónhæðar. Umhverfismat skv. 12. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 dags. í júlí 2017 og greinargerð VERKÍS: Nónhæð - deiliskipulag minnisblað varðandi hljóðvist dags. 7: júlí 2017.
Umhverfis og samgöngunefnd þakkar framlagða kynningu. Jafnframt óskar nefndin eftir því að deiliskipulagstillögur komi fyrr til umfjöllunar og inn á borð nefndarinnar.

Önnur mál

12.0702099 - Blái herinn, hreinn ávinningur. Óskað eftir þátttöku Kópavogs

Lögð fram tillaga að styrkveitingu til Bláa hersins fyrir framlag sitt til bæjarins við hreinsun.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir 100.000.- króna styrkveitingu til Bláa hersins. Kostnaðarliðum erindisins vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 18:30.