Umhverfis- og samgöngunefnd

91. fundur 11. september 2017 kl. 16:30 - 17:20 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Sigurður M Grétarsson aðalmaður
  • Hreggviður Norðdahl áheyrnarfulltrúi
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður nefndar
  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá

Almenn erindi

1.1701009 - Lyklafellslína 1 í Kópavogi. Umsókn um framkvæmdarleyfi.

Lögð fram greinagerð Lyklafellslína 1 í Kópavogi frá VSÓ Ráðgjöf ehf. dags. 15. ágúst 2017 vegna afgreiðslu á umsókn Landsnets hf. um framkvæmdaleyfi.
Stefán Gunnars Thors, sviðstjóri Umhverfis og skipulags hjá VSÓ Ráðgjöf ehf, gerir grein fyrir greinagerð Lyklafellslína 1 í Kópavogi dags. 15. ágúst 2017.
Umhverfis- og samgöngunefnd telur að miðað við framlögð gögn hafi verið leitast við að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum í landi Kópavogs. Nefndin telur mikilvægt að miða við skilmála sem byggja á áhættumati vegna vatnsverndar og skilmálum sem koma fram í leyfum heilbrigðiseftirlits Hafnafjarðar- og Kópavogssvæðis og Umhverfisstofnunar til að tryggja að dregið verði úr neikvæðum umhverfisáhrifum eins og kostur er.

Sigurður Grétarsson bókar að hann setur sig ekki á móti þessari breytingu og telur það kost að fá Hamraneslínu út en er ekki sáttur við aðgreiðslu framkvæmdar í bútum hjá sveitarfélögum í stað þess að öll sveitarfélög væru að afgreiða málið í einni heild sem eina framkvæmd. Telur heppilegra að annar aðili en Landsnet myndi sjá um vöktun á neikvæðum umhverfisáhrifum, sjónrænum áhrifum og áhrif á landslag, áhrif á útivist og fuglalíf.

Fundi slitið - kl. 17:20.