Umhverfis- og samgöngunefnd

92. fundur 17. október 2017 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalfulltrúi
  • Sturla Gunnar Eðvarðsson varafulltrúi
  • Sigurður M Grétarsson aðalmaður
  • Hjörtur Sveinsson aðalfulltrúi
  • Hreggviður Norðdahl áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá

Almenn erindi

1.1509899 - Hjólað óháð aldri - Cykling uden alder

Greint frá þróun verkefnisins og framvindu síðan það hófst árið 2016 með kaupum á rafknúnu reiðhjóli og skipulagningu á hjólaleiðum fyrir reiðhjólið sem hefur verið að þjónusta íbúa á Sunnuhlíð frá kaupum.
Kynning á hjólurum og framlagi þeirra.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

2.1702664 - Minnkun á plastnotkun. Tillaga frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur

1702664 - Bæjarráð - 2860 (2.3.2017) - Minnkun á plastnotkun. Tillaga frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur
Lögð fram tillaga frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur um minnkun á plastnotkun.
Lagt fram.
Bæjarráð samþykkir með 5 atkvæðum að vísa erindinu til Umhverfis- og samgöngunefndar til úrvinnslu.

Umhverfis- og samgöngunefnd - 84 (7.3.2017)- Minnkun á plastnotkun. Tillaga frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur
Lögð fram tillaga frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur um minnkun á plastnotkun. Lagt fram. Bæjarráð samþykkir með 5 atkvæðum að vísa erindinu til Umhverfis- og samgöngunefndar til úrvinnslu.

1702664 - Bæjarráð - 2881 (7.9.2017) - Minnkun á plastnotkun. Tillaga frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur
Fyrirspurn um framvindu tillögu Margrétar Júlíu Rafnsdóttur um minnkun á plastnotkun, sem samþykkt var í bæjarráði að vísa til úrvinnslu Umhverfis- og samgöngunefndar þann 2.mars sl.
Undirrituð óskar upplýsinga um framvindu tillögunnar.
Margrét Júlía Rafnsdóttir.

Yfirstandandi er vinna við kostamat með Reykjavíkurborg þar sem margar leiðir í meðhöndlun úrgangs eru skoðaðar. Ráðgjafarstofan ALTA er ráðgjafi við gerð kostamat sem er sambærilegt umhverfismati á ýmsum aðferðum í meðhöndlun úrgangs og minnkun á plastnotkun.


Vonir standa til að hægt verði að nýta greinagerð ALTA til að taka upplýstar ákvarðanir á því hvernig sveitarfélagið ákveður að haga sorpmál í framtíðinni og í framhaldinu gera langtíma áætlun líkt og sorpsamþykkt Kópavogsbæjar segir að þurfi að vera til staðar. Áætlað er að þessari vinnu ljúki 1. desember ráðlegt að bíða með ákvaðaranatöku í sorpmálum þangað til.

Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

3.1708621 - Umhverfismál Brekkuhjalli 9 sóðaskapur hirðuleysi

Umhverfis- og samgöngunefnd - 90 (22.8.2017) - Umhverfismál Brekkuhjalli 9 sóðaskapur hirðuleysi
Lagt fram erindi Baldurs Vilhjálmssonar varðandi nærumhverfi Kópavogsbæjar.
Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til umhverfissviðs til umsagnar.
Starfsmenn umhverfissviðs hafa brugðist við efnistökum erindis og því telst málið hafa fengið úrlausn. Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að fylgjast með framvindu mála í samræmi við erindi.

Almenn erindi

4.1708010 - Umferðaröryggi við Skálaheiði

Umhverfis- og samgöngunefnd - 90 (22.8.2017) - Umferðaröryggi við Skálaheiði
Lagt fram erindi Vals Arnarssonar varðandi umferðaröryggi við Skálaheiði.
Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til umhverfissviðs til umsagnar.
Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til umhverfissviðs að kvöð fyrir gangandi verði á umræddum stað og í framhaldinu gangbraut.

Almenn erindi

5.1401668 - Nærumhverfi Kópavogs - Umhirða og umgengni

Umhverfis- og samgöngunefnd - 90 (22.8.2017) - Nærumhverfi Kópavogs - Umhirða og umgengni
Lagt fram minnisblað umhverfisfulltrúa dags. 17.8.2017.
Umhverfis- og samgöngunefnd vísar úrvinnslu gagna til umhverfisfulltrúa og til umsagnar til nefndarinnar. Umhverfis- og samgöngunefndar leggur áherslu á að kaup á loftgæðamæli og veðurstöð fyrir Lækjarbotna í næstu fjárhagsáætlun með vísan í samstarfsvilja Heilbrigðiseftirlits Hafnafjarðar- og Kópavogssvæðis og Náttúrufræðistofu Kópavogs við umsýslu loftgæðamælis og veðurstöðvar.
Greint frá stöðu mála.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

6.1310510 - Gámar í Kópavogi

Umhverfis- og samgöngunefnd - 88 (6.6.2017) - Gámar í Kópavogi
Hreiðar Oddsson óskar eftir að byggingarfulltrúi Kópavogsbæjar mæti á næsta fund nefndarinnar og farið verði yfir aðgerðir varðandi gáma í Kópavogi. Hjördís Ýr Johnson tekur undir erindið.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillögu að aðgerðum varðandi gáma. Sent verði út bréf á alla sem eru með gáma og gefinn þriggja mánaðar frestur til að sækja um stöðuleyfi. Leyfi verði veitt í 12 mánuði í hvert skipti. Gjald verði tekið fyrir stöðuleyfi samkvæmt gjaldskrá og dagsektir fyrir gáma án stöðuleyfis að fordæmi þeirra sveitarfélaga sem hafa hafið aðgerðir í þessum málum. Áfangaskipt innleiðing verði á reglum varðandi gáma í sveitarfélaginu.

Almenn erindi

7.1710150 - Merkingar á Salaskóla

Lagt fram erindi Kristins Þórs Ingasonar varðandi merkingar á Salaskóla dags. 9.10.2017.
Vísað til menntasviðs og umhverfissviðs til úrvinnslu.

Almenn erindi

8.1710149 - Merkingar við bílastæðin hjá Heilsugæslunni Fífusölum

Lagt fram erindi Kristins Þórs Ingasonar varðandi merkingar við bílastæðin hjá Heilsugæslunni Fífusölum dags. 9.10.2017.
Tillaga að umferðarskipulagi samræmist ekki gildandi deiliskipulagi.

Almenn erindi

9.1710148 - Afnema hægri rétt á gatnamótum Skjólsalar og Sólarsalar

Lagt fram erindi Kristins Þórs Ingasonar varðandi afnám hægri réttar á gatnamótum Skjólsalar og Sólarsalar dags. 9.10.2017.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að samræma aðgerðir á umræddu svæði í samræmi við merkingar í Staumsölum og Suðursölum. Vísað til afgreiðslu umhverfissviðs.

Almenn erindi

10.1410045 - Ársfundir náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og Umhverfisstofnunar og umsjónaraðila friðlýstra svæða

Frá umhverfisstofnun lögð fram kynning á ársfundi náttúruverndarnefnda og umsjónaraðilar friðlýstra svæða
sem haldin verður daganna 9. og 10. nóvember 2017.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

11.1710225 - Nafnabreyting á götum í Kópavogi

Frá formanni Umhverfis- og samgöngunefndar lagt fram erindi varðandi nafnabreytingar á götum í Kópavogi dags. 11.10.2017.
Erindi vísað til skipulagsráðs.

Fundi slitið - kl. 18:30.