Umhverfis- og samgöngunefnd

37. fundur 08. júlí 2013 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Margrét Björnsdóttir formaður
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir aðalfulltrúi
  • Helgi Jóhannesson aðalmaður
  • Steingrímur Hauksson
  • Kristján Matthíasson aðalfulltrúi
  • Tryggvi Magnús Þórðarson áheyrnarfulltrúi
  • Eiríkur Ólafsson varafulltrúi
  • Gylfi Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Sólveig Helga Jóhannsdóttir starfsmaður nefndar
  • Birgir Hlynur Sigurðsson
Fundargerð ritaði: Sólveig Helga Jóhannsdóttir umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.1306637 - Hamraborg, bílastæði

Lögð er fram teikning sem sýnir aðkomu frá Borgarholtsbraut að bílastæðum við Menningartorfuna og Kópavogskirkju.

Samþykkt.

2.1001088 - Hávaðakort og kort yfir stóra vegi.

Lögð er fram skýrslan Aðgerðaáætlun gegn hávaða. Einnig eru lagðar fram athugasemdir sem bárust frá íbúum á kynningartíma.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir Aðgerðaáætlun gegn hávaða og vísar skýrslunni til samþykktar hjá bæjarstjórn.

3.1303429 - Biðstöð í Hamraborg. Tillaga frá Pétri Ólafssyni.

Bæjarráð vísaði málinu til umhverfis- og samgöngunefndar til úrvinnslu þann 27.06.2013. Lagðar eru fram tillögur að útfærslu biðstöðva í Hamraborg.

Umhverfis- og samgöngunefnd vísar málinu til fjárhagsáætlunar 2014.

4.1304001 - Umhverfisviðurkenningar 2013

Tilnefningar til Umhverfisviðurkenninga 2013.

Lagðar fram að nýju tilnefningar að viðurkenningarhöfum og götu ársins.

Tilnefningu um götu ársins er vísað til bæjarstjórnar.

5.1002159 - Útikennslusvæði í Kópavogi

Skipulagsnefnd hefur samþykkt tillögu umhverfis- og samgöngunefndar að útikennslusvæði við Lindaskóla, Dimmu og í Hádegismóum. Erindinu hefur verið vísað til afgreiðslu bæjarráðs. Staðsetning að útikennslusvæði í Fossvogsdal austur verður endurunnin.

Erindinu vísað til bæjarstjórnar.

6.1306785 - Viðbragðsáætlun vegna mengunar. Tillaga frá Margréti Björnsdóttur, Ómari Stefánssyni og Rannveigu Ás

Bæjarráð vísaði málinu til umhverfissviðs þann 27.06.2013. Umhverfisfulltrúi kynnir stöðu mála.

Lagt fram, unnið verður áfram í málinu.

7.1307128 - Aðgerðir í loftslagsmálum, skýrsla

Lögð fram skýrslan Aðgerðir í loftslagsmálum, dags maí 2013. Skýrsla samstarfshóps til umhverfis- og auðlindaráðherra 2013

Kynnt.

8.1307150 - Hjól fyrir starfsfólk bæjarskrifstofu Kópavogs.

Kynnt hugmynd að hjólum fyrir starfsfólk bæjarskrifstofu Kópavogs.

Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að kanna málið nánar.

Fundi slitið - kl. 18:30.