Umhverfis- og samgöngunefnd

93. fundur 21. nóvember 2017 kl. 16:30 - 19:12 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalfulltrúi
  • Sturla Gunnar Eðvarðsson varafulltrúi
  • Valgerður Þ E Guðjónsdóttir varafulltrúi
  • Guðjón Ingi Guðmundsson varafulltrúi
  • Hreggviður Norðdahl áheyrnarfulltrúi
  • Gunnar Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður nefndar
  • Karl Eðvaldsson starfsmaður umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá

Almenn erindi

1.1710516 - Lýðheilsustefna: innleiðing

Sérfræðingur í lýðheilsumálum kynnir innleiðingu Lýðheilsustefnu Kópavogsbæjar.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

2.1711192 - Rjúpnasalir 10-12-14 - Umferðarhávaði

Lagt fram erindi Margrétar Ingadóttur varðandi umferðarhávaða við Rjúpnasali 10 til 14 dags. 9. nóvember 2017.
Vísað til vinnu Verkfræðistofunnar EFLU sem vinnur að heildrænni hljóðvistargreiningu fyrir Kópavog. Í kjölfarið verður gerð aðgerðaráætlun um hljóðvist í Kópavogi í samræmi við niðurstöður vinnu Verkfræðistofunnar EFLU.

Almenn erindi

3.1711312 - Hávaðamengun við Kársnesbraut 47

Lagt fram erindi Guðlaugar Unnar Þorsteinsdóttur varðandi hljóðvistarstryrk við Kársnesbraut 47 dags. 31.8.2017.
Vísað til vinnu Verkfræðistofunnar EFLU sem vinnur að heildrænni hljóðvistargreiningu fyrir Kópavog. Í kjölfarið verður gerð aðgerðaráætlun um hljóðvist í Kópavogi í samræmi við niðurstöður vinnu Verkfræðistofunnar EFLU.

Almenn erindi

4.1711313 - Hljóðvistarstyrkur í Kópavogi

Umhverfisfulltrúi kynnir fyrirkomulagi hljóðvistarstyrkja í Reykjavík.
Samþykkt að hefja vinnu við greiningu á áhrifasvæðum og mögulegum aðgerðum í samræmi við framsett gögn.

Almenn erindi

5.1505277 - Kópavogsleira. Fossvogsleira. Umferðarmál á Sæbólsbraut

Lagt fram erindi Birgis Ómars Haraldssonar varðandi Kópavogsleiru, Fossvogsleiru og umferðarmál á Sæbólsbraut dags. 15. mars 2015.

Umhverfis- og samgöngunefnd - 65 (2.6.2015)
Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að setja upp viðeigandi merkingar við Kópavogsleiru og Fossvogsleiru og vísar síðar hluta erindisins til yfirstandandi vinnu við umferðarskipulag á Kársnesi.
Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að hafa samráð við Náttúrufræðistofu Kópavogs með að skoða árstímabundið bann við umferð gæludýra um svæðin og skila til nefndarinnar.
Hafnað. Svæðið er friðað og bann ríkir við lausagöngu dýra.
Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að skoða merkingar á friðlýstum svæðum í samræmi við Náttúruverndarskrá Kópavogsbæjar 2014.

Almenn erindi

6.1512057 - Mótun heildstæðrar samgöngustefnu

Kynning á framvindu íbúafunda vegan mótun Nýrrar línu samgöngustefnu Kópavogsbæjar.
Lagt fram og kynnt.


Almenn erindi

7.15082392 - Strætó. Leiðakerfi.

Umhverfis- og samgöngunefnd - 80 (21.11.2016) - Strætó. Leiðarkerfi 2016-2017
Lagt fram minnisblað varðandi breytingar á leiðakerfi Strætó bs.

Frestað.

Umhverfis- og samgöngunefnd - 83 (8.2.2017) - Strætó. Leiðarkerfi 2016-2017
Fundur varðandi leiðakerfi og leiðakerfisbreytingar Strætó bs. 2017.

Lagt fram og kynnt.

Bæjarstjórn - 1151 (14.2.2017) - Strætó. Leiðakerfi.
Lagt fram minnisblað með hugmyndum að bættum almenningssamgöngum í Kópavogi, sem varða bæði breyttar akstursleiðir og aukna tíðni ferða.


Lagt fram og kynnt.
Sigurður M. Grétarsson sendi eftirfarandi bókun:
Breyting á leið 2 og 28. Mér líst ágætlega á þessar breytingar að öðru leyti en því að við þetta dettur út ákveðin tenging Hjallahverfis við Vatnsenda. Það er reyndar hægt að ná henni á annaríma þegar báðar leiðir eru á 15 mínútna fresti með því að fara úr leið 28 við Smáralind og þaðan yfir í leið 2 sem kemur eftir nokkrar mínútur. Utan annaríma þegar báðar leiðir eru á 30 mínútna fresti er hins vegar töluvert meiri bið eftir leið 2 við Smáralind eftir að farið er úr leið 28. Samkvæmt tímatöflu Strætó tekur það leið 2 6 mínútur að fara úr Hamraborg í Smáralind en leið 28 er 14 mínútur. Þegar vagnarnir eru á 15 mínútna fresti þá er 7 mínútna bið við Smáralind fyrir þá sem fara úr leið 28 til að fara í leið 2 en þegar vagnarnir eru á 30 mínútna fresti er þessi bið 22 mínútur.
Það er því alveg spurning hvort ekki væri hægt að láta leið 28 vera korterið á milli ferða leiðar 2 það er leggja af stað korteri á eftir og undan vögnum frá leið 2 úr Hamraborginni allavega á tímanum milli morgun og síðdegis annatíma meðan leið 1 er á 15 mínútna fresti í Hamraborginni. Það eru nokkrir kostir við það. Í fyrsta lagi þá helst þessi tenging með aðeins 7 mínútna bið milli leiðar 28 og 2 í Smáralindinni. Í öðru lagi hættir halarófuakstur leiðar 28 og leiðar 4 frá Hamraborg að gatnamótum Álfhúlsvegar og Túnbrekku en í staðinn verða þeir á þeirri leið á 15 mínútna fresti sem tengir meðal annars Menntaskólann í Kópavogi við Hamraborgina á 15 mínútna fresti í stað 30 mínútna eins og staðan er í dag. Þetta breytir þá því að í stað þess að það fari tveir vagnar þessa leið á 30 mínútna fresti fer einn hana á 15 mínútna fresti. Í þriðja lagi er staðan þannig hjá stórum hluta þeirra sem búa í skólahverfum Kópavogsskóla og Álfhólsskóla að þeir geta hvort sem er tekið leið 4 eða 28 til og frá Hamraborg og því myndi þetta breyta því fyrir þá að þeir væru með þá tengingu á 15 mínútna fresti í stað 30 mínútna. Í dag er leið 1 eini vagninn sem kemur í Hamraborgina á 15 mínútna fresti milli fyrri og seinni annatíma og er því engin tenging við hann á því korterinu sem hinir vagnarnir koma ekki þangað. Með því að láta leið 28 tengjast við hann á því korteri þá breytist það. Ókosturinn er hins vegar sá að leið 28 tengist þá ekki lengur leiðum 2 og 4 í Hamraborginni á þessum tíma milli annatímanna heldur bara leið 1.
Breyting á leið 35 og upptaka leiðar 36 sem fer öfugan hring.
Eins og ég skil þessa breytingu þá er tekin upp leið 36 sem fer öfugan hring á við leið 36 en á móti hættir leið 35 að vera á 15 mínútna fresti á annatíma. Sé þetta réttur skilningur felst þetta í því að vera ekki að fjölga vögnum á annaríma en þetta er fjölgun um 1 vagn utan annaríma.
Fyrir marga þá er þetta lakari þjónusta á annatíma og á það sérstaklega við þá sem eru að fara til Reykjavíkur af Kársnesinu. Í dag geta þeir farið beint í leið 4 úr leið 35 án þess að þurfa að fara hringinn í austurbæinn og þaðan í Hamraborg. Það gera þeir með því að fara út leið 35 á seinustu biðstöðinni á Kársnesbraut og ganga þaðan yfir í biðstöð sem leið 4 stoppar við á afreininni af Hafnafjarðarveginum inn á Nýbýlaveg. Þar á milli eru 200 metrar og mér sýnist þeir hafa 5 til 7 mínútur til að ganga þá leið áður en leið 4 stoppr þar. Ég geri ráð fyrir að hægt sé að biðja vagnstjórann á leið 4 að óska eftir því að leið 1 bíði eftir honum við biðstöðina við Kringluna ef þeir eru á leið vestur í bæ. Þessi tenging virkar hins vegar ekki utan annaríma því þá eru um 20 mínútur áður en leið 4 kemur og er það sami vagninn og menn ná með því að fara hringinn. Þessi tenging á 15 mínútna freisti á annaríma er tekin af við þessa breytingu en í staðinn kemur vagn í báðar áttir. Vissulega getur það komið út eins og að vagninn sé nánast á 15 mínútna fresti en fyrir marga er mun styttra bil á milli vagnanna og sem þá þeiðir til lengri biðar hinn hlutann af hálftímanum sem er á milli vagnanna. Þannig getur verið að vagnar í hina áttina séu annars vegar með 10 og síðan með 20 mínútna millibili eða jafnvel með 5 og síðan 25 mínútna millibili. Það að vera með vagnana í sitthvora áttina kemur því ekki í öllum tilfellum í stað þess að leið 35 sé á 15 mínútna millibili á annaíma.
En ef þetta verður niðurstaðan að gera þetta svona þá væri gott ef hægt væri að tengja leið 36 við leið 4 með sama hætti á annatíma fyrir íbúa í Austurbænum. Það er mun minni munur á þeim tíma sem leið 36 fer framhá hringtorginu sem skilur að Kársnesbraut og Nýbýlaveg áður en leið 4 fer þar um heldur en er með leið 35. Þar að auki er töluvert lengri gönguvegalengd frá þeirri biðstöð sem er næst þessari biðstöð leiðar 4 sem leið 36 stoppar á heldur en í tilfelli leiðar 35. Það þarf því að gera einhverja breytingu til að slík tenging gangi upp. Ég er með nokkrar lausnir í huga og get sagt frá þeim ef það er vilji til að reyna að koma þessari tengingu á. Hún gerir það að verkum að íbúar í austurbænum geta tengt sig beint við leið 4 á þessum stað án þess að þurfa að fara upp í Hamraborg sem styttir ferðatíman með stætó fyrir marga þeirra.
Í þessu sambandi þurfum við að hafa í huga að fæstir þeirra sem eru að fara með vögnunum inn í Hamraborg eru með Hamraborgina sem áfangastað sinn með strætó. Það er því kostur ef hægt er að koma sem flestum áfram á sinn áfangastað án þess að þeir þurfi að fara upp í Hamraborg. Væntanlega eru flestir farþegarnir á leið til Reykjavíkur og því er það kostur ef hægt er að koma sem flestum þeirra þangað á skemmri tíma en er í dag með því að fara með þá alla þangað í gegnum Hamraborgina. Það væri því til mikils að vinna ef hægt væri með einhverjum hætti að tengja saman leið 36 og leið 4. Ég er með nokkrar hugmyndir um það hvernig mætti gra það og get komið með þær ef áhugi er á að reyna þetta. Þetta getur stytt ferðatímann fyrir marga úr austurbænum um allt að 10 mínútur.

Almenn erindi

8.1711369 - Bílastæðamál við Hlíðarsmára 1

Lagt fram erindi varðandi bílastæðamál við Hlíðarsmára 1.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir bifreiðastöður í götunni í samræmi við framlögð gögn.
Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að skoða langtíma lausn á bílastæðavanda svæðisins í samvinnu við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu út frá umferðaröryggi og skila tillögum til nefndarinnar.

Almenn erindi

9.1404196 - Sæbólsbraut - Vesturbær Kópavogs - Samgöngumál

Lagt fram og kynntar aðgerðir á fjölgun bílastæða í Sæbólsbrautarhverfi.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

10.1404391 - Akstur hægfara vinnuvéla

Farið yfir stöðu mála.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að fela umhverfissviði í samstarfi við Lögregluna á höfuðborgarasvæðinu að kanna hvort ástæður séu til að að akstur dráttarvéla, torfærutækja á hjólum og vinnuvéla verði bannaður frá 7:30-9:30 og 16:00-18:00 virka daga á meginæðum innan sveitarfélagsins.
Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri, fulltrúi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu leggur að akstur dráttarvéla, torfærutækja á hjólum og vinnuvéla verði bannaður frá 7:30-9:30 og 16:00-18:00 virka daga á Nýbýlavegi.

Almenn erindi

11.1001169 - Umhverfisstefna Kópavogs

Kynning á tillögum að græna kópnum, gyllta hamrinum og græna lyklinum, umhverfisviðurkenningum Kópavogsbæjar.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

12.1706410 - Hælið og gamli Kópavogsbærinn. Frágangur lóða / umhverfi.

Kynnt vinna við skipulagningu nærumhverfis gamla Kópavogsbæjarins og Hressingarhælisins.
Lagt fram og kynnt.

Fundi slitið - kl. 19:12.