Lagt fram erindi Birgis Ómars Haraldssonar varðandi Kópavogsleiru, Fossvogsleiru og umferðarmál á Sæbólsbraut dags. 15. mars 2015.
Umhverfis- og samgöngunefnd - 65 (2.6.2015)
Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að setja upp viðeigandi merkingar við Kópavogsleiru og Fossvogsleiru og vísar síðar hluta erindisins til yfirstandandi vinnu við umferðarskipulag á Kársnesi.
Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að hafa samráð við Náttúrufræðistofu Kópavogs með að skoða árstímabundið bann við umferð gæludýra um svæðin og skila til nefndarinnar.