Umhverfis- og samgöngunefnd

95. fundur 06. febrúar 2018 kl. 16:30 - 18:51 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Sturla Gunnar Eðvarðsson varafulltrúi
  • Sigurður M Grétarsson aðalmaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalfulltrúi
  • Hreggviður Norðdahl áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður nefndar
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Karl Eðvaldsson starfsmaður umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá

Almenn erindi

1.1802019 - Vesturvör og Kársnesbraut. Skipulag og hönnun.

Kynntar hugmyndir að endurskipulagi og hönnun Vesturvarar og Kársnesbrautar frá Hafnarfjarðarvegi að Bakkabraut þar sem meðal annars er horft til umferðaröryggis, fyrirkomulagi gatnamóta og göngu- og hjólaleiða. Svanhildur Jónsdóttir umferðar- og samgönguverkfræðingur og Smári Ólafsson umferðar- og samgönguverkfræðingur hjá VSÓ gera grein fyrir málinu.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir áframhaldandi vinnu við umferðarhönnun Vesturvarar og Kársnesbrautar frá Hafnafjarðarvegi að Bakkabraut og telur mikilvægt að hraða vinnu við úrvinnslu eins og kostur sé.

Almenn erindi

2.1801683 - Samstarfsverkefni Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar á mismunandi leiðum í úrgangsmálum

Kynning frá Alta ehf. á samstarfsverkefni Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar á mismunandi leiðum í úrgangsmálum.
Lögð fram og kynnt.

Almenn erindi

3.17081302 - Klappir

Kynning frá Klöppum ehf. á tilraunaverkefni varðandi samsöfnun upplýsinga og framsetningu varðandi umhverfisvísa í samræmi við Heimsmarkmiðin 17.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir áframhaldandi vinnu við verkefnið.

Almenn erindi

4.16031125 - Sorphirða í Kóp - Framtíðarsýn

Kynning á tilraunaverkefni plastsöfnunar frá deildarstjóra gatnadeildar.
Umhverfis- og samgöngunefnd fagnar góðum árangri tilraunaverkefnis plastsöfnunar. Nefndin leggur til óbreytt fyrirkomulag flokkunar úrgangsefna í bláa tunnu og farið verði í útboð á meðhöndlun úrgangs í blárri tunnu í sveitarfélaginu.
Kostnaðarliðum vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

5.1801639 - Garðlönd 2018

Frá garðyrkjustjóra lögð fram tillaga að fyrirkomulagi og leigugjaldi 2018.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að framlagt leigugjald garðlanda 2018 verði hækkað í samræmi við tillögu en frestar öðrum þáttum erindisins til næsta fundar.

Almenn erindi

6.1702471 - Garðyrkjufélag Íslands - Tillaga að samstarfssamningi

Frá garðyrkjustjóra kynning á árangri tilraunaverkefnis með Garðyrkjufélagi Íslands 2017, sem hafði það að markmiði að efla vitund og almenna þekkingu á garðrækt og umhverfi, og lögð fram tillaga um áframhaldi verkefnisins 2018.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða tillögu.

Almenn erindi

7.1512057 - Mótun heildstæðrar samgöngustefnu

Kynnt framvinda verkefnisins og fyrirhugaðir samráðsfundir í febrúar og mars.
Frestað.

Fundi slitið - kl. 18:51.