Umhverfis- og samgöngunefnd

99. fundur 07. júní 2018 kl. 16:30 - 16:59 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Sigurður M Grétarsson aðalmaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalfulltrúi
  • Hreggviður Norðdahl áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður nefndar
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá

Almenn erindi

1.18051067 - Hjólabrettaskál í Kópavogi

Lagt fram erindi Brettafélag Kópavogs varðandi hjólabrettaskál í Kópavogi dags. 26. mars 2018.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir á framlagðar tillögur og vísar erindinu til Umhverfissviðs til afgreiðslu. Hreiðar Oddsson bókar að hann fagnar því að frumkvæði íbúa séu nýtt og vonar að hjólabrettaskál rísi í Kópavogi von bráðar. Kostnaðarliðum erindisins vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar og gerðar næstu fjárhagsáætlunar.
Umhverfisfulltrúa falið að skoða mögulegar staðsetningar.

Almenn erindi

2.18051314 - Umhverfisviðurkenningar 2018

Lögð fram tillaga að umhverfisviðurkenningum og götu ársins 2018.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillögur að Umhverfisviðurkenningum og götu ársins 2018.

Almenn erindi

3.1712626 - Bláfáni 2018

Frá Landvernd lögð fram niðurstaða umsóknar um Bláfána 2018.
Lögð fram tillaga Landverndar að móttöku Bláfána 2018.
Lagt fram og kynnt.

Fundi slitið - kl. 16:59.