Umhverfis- og samgöngunefnd

101. fundur 25. september 2018 kl. 16:30 - 18:19 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Andri Steinn Hilmarsson formaður
  • Kristín Hermannsdóttir aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • Erlendur H. Geirdal áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá

Almenn erindi

1.18051308 - Kosningar í umhverfis- og samgöngunefnd 2018-2022

Bæjarstjórn - 1179 (26.6.2018) - Kosningar í umhverfis- og samgöngunefnd 2018-2022.

Sigurður Sigurbjörnsson kjörinn aðalmaður af A-lista í stað Signýjar Skúladóttir. Kosningu sem varamenn hlutu: Af A-lista:
Guðjón Ingi Guðmundsson
Hjördís Ýr Johnson
Guðmundur G. Geirdal

Af B-lista:
Margrét Ágústsdóttir
Hákon Helgi Leifsson
Bergljót Kristinsdóttir kjörin varaáheyrnarfulltrúi.

Bæjarstjórn - 1178 - Kosningar í umhverfis- og samgöngunefnd 2018-2022.

Kosning fimm aðalmanna og jafnmargra til vara í umhverfis- og samgöngunefnd.

Kosningu hlutu:
Aðalmenn:
Af A-lista:
Andri Steinn Hilmarsson
Signý Skúladóttir
Kristín Hermannsdóttir
Af B-lista:
Heiðar Oddsson
Af C-lista:
Indriði Stefánsson
Erlendur Geirdal tilnefndur áheyrnarfulltrúi.


Andri Steinn Hilmarsson var einróma kosin formaður Umhverfis- og samgöngunefndar.
Kristín Hermannsdóttir var einróma kosin varaformaður Umhverfis- og samgöngunefndar.

Almenn erindi

2.1809548 - Fundir Umhverfis- og samgöngunefndar 2018-2019

Lögð fram tillaga að fundardögum Umhverfis- og samgöngunefndar til loka árs 2018.
Samþykkt einróma.

Almenn erindi

3.1704450 - Heimild til uppsetningar upplýsinga- og fræðsluskiltis

Lagt fram erindi Árna B. Stefánssonar varðandi heimild til uppsetningar á upplýsinga- og fræðsluskilti dags. 21.4.2017.
Málinu var frestað á 89. fundi Umhverfis- og samgöngunefndar 4. júlí 2017 á meðan vinna við skipulag svæðisins stæði yfir.
Árni B. Stefansson kynnir óskir um tímabundna uppsetningu á upplýsinga- og fræðsluskilti.
Umhverfis- og samgöngunefnd hafnar erindinu einróma.Almenn erindi

4.1711664 - Glósalir 7 - Fækkun á hraðahindrunum

Umhverfis- og samgöngunefnd - 94 (19.12.2017) - Glósalir 7 - Fækkun á hraðahindrunum

Lagt fram erindi Önnu Sigurbjargar Finnsdóttur varðandi beiðni á fækkun á hraðahindrunum á leið frá Glósölum að Salavegi dags. 27.11.2017.

Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að gera úttekt á umræddum kafla og skila minnisblaði.

Frá deildarstjóra Gatnadeildar lagt fram minnisblað varðandi úttekt á umræddum kafla og fækkun hraðahindruna dags. 20. september 2018.
Hafnað. Í ljósi umferðarmagns sem eru 3.000 til 3.300 bifreiðar á sólahring og umferðarhraða sem er algengastur á bilinu 60-70 km hraða á klst. og næst algengasti umferðarhraði sem er á bilinu 70-80 km á klst. Þá er það mat Umhverfis- og samgöngunefndar að ekki sé forsenda til að fækka hraðahindrunum á Salavegi eða á milli gatnamóta Salavegar/Fífuhvammsvegar og Glósala.

Almenn erindi

5.1610255 - Vatnsendi - Rjúpnavegur, Vatnsendavegur, umferðaröryggi.

Lagt fram minnisblað dags. 21. September 2018 varðandi umferðaröryggi á Rjúpnaveg og Vatnsendaveg.
Lagt fram og kynnt. Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að vinna áfram að verkefninu og kynna fyrir nefndinni.

Almenn erindi

6.1708010 - Umferðaröryggi við Skálaheiði

Umhverfis- og samgöngunefnd - 90 (22.8.2017) -
Lagt fram erindi Vals Arnarssonar varðandi umferðaröryggi við Skálaheiði.
Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til umhverfissviðs til umsagnar.

Umhverfis- og samgöngunefnd - 92 (17.10.2017) -
Umferðaröryggi við Skálaheiði Lagt fram erindi Vals Arnarssonar varðandi umferðaröryggi við Skálaheiði. Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til umhverfissviðs til umsagnar.
Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til umhverfissviðs að kvöð fyrir gangandi verði á umræddum stað og í framhaldinu gangbraut.

Þann 17. mars 2018 var erindi frá Kópavogsbæ varðandi kvöð um gönguleið innan lóða hosanna Hlíðarhjalla 41A, 41B, 41C, 41D og 41E sem liggur milli húsanna 41C og 41D var sent á íbúa húsanna.
Svar barst 30. mars 2018 frá Atla Már Guðmundssyni fyrir hönd íbúa og húsfélagsins Hlíðarhjalla 41 þars em íbúar Hlíðarhjalla 41A, 41B, 41C, 41D og 41E lýsa yfir samþykki því að kvöð verði sett á lóðina um göngustíga frá Hlíðarhjalla að Skálaheiði, að því gefnu að Kópavogsbær sjái um viðhald á stígnum í heild sinni.

Niðurstaða
Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til umhverfissviðs að kvöð fyrir gangandi verði á umræddum stað og í framhaldinu gangbraut.


Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

7.1802019 - Vesturvör og Kársnesbraut. Skipulag og hönnun.

Lögð fram og kynnt vinna við skipulag og hönnun á Vesturvör og Kársnesbraut.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

8.18051067 - Hjólabrettaskál í Kópavogi

Umhverfis- og samgöngunefnd - 99 (7.6.2018) - Hjólabrettaskál í Kópavogi.

Lagt fram erindi Bréttafélag Kópavogs varðandi hjólabrettaskál í Kópavogi dags. 26. mars 2018.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir á framlagðar tillögur og vísar erindinu til Umhverfissviðs til afgreiðslu. Hreiðar Oddsson bókar að hann fagnar því að frumkvæði íbúa séu nýtt og vonar að hjólabrettaskál rísi í Kópavogi von bráðar. Kostnaðarliðum erindisins vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar og gerðar næstu fjárhagsáætlunar. Umhverfisfulltrúa falið að skoða mögulegar staðsetningar.

Hreiðar Oddsson aðalmaður í Umhverfis- og samgöngunefnd óskar eftir upplýsingum um stöðu málsins, hvort staðsetning hafi verið valin og hvort að það verði ekki örugglega gert ráð fyrir framkvæmdinni í fjárhagsáætlun 2019.
Lagt fram og kynnt. Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að vinna áfram að verkefninu og kynna fyrir nefndinni.

Almenn erindi

9.1310510 - Gámar í Kópavogi

Greint frá stöðu mála.
Frestað.

Almenn erindi

10.1704446 - Bílastæðasjóður Kópavogsbæjar

Umhverfis- og samgöngunefnd - 90 (22.8.2017) - Bílastæðasjóður Kópavogsbæjar
Lögð fram tillaga að samþykkt um bílastæðasjóðs Kópavogsbæjar dags. 17.8.2017.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagðar tillögur að samþykktum að stofnun bílastæðasjóð Kóapvogs. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð - 2881 (7.9.2017) - Bílastæðasjóður Kópavogsbæjar
Lögð fram tillaga að samþykkt um bílastæðasjóðs Kópavogsbæjar dags. 17.8.2017.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 1161 (12.9.2017) - Bílastæðasjóður Kópavogsbæjar
Lögð fram tillaga að samþykkt um bílastæðasjóðs Kópavogsbæjar dags. 17.8.2017.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Bæjarstjórn - 1162 (26.9.2017) - Bílastæðasjóður Kópavogsbæjar
Lögð fram tillaga að samþykkt um bílastæðasjóðs Kópavogsbæjar dags. 17.8.2017 - seinni umræða. Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 90 Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagðar tillögur að samþykktum að stofnun bílastæðasjóð Kóapvogs. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Bæjarráð - 2908 (22.3.2018) - Bílastæðasjóður Kópavogsbæjar
Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 12. mars, lagt fram erindi er varðar skipan bílastæðanefndar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að umhverfis- og samgöngunefnd vinni verkefni bílastæðanefndar.

Umhverfis- og samgöngunefnd - 98 (23.4.2018) - Bílastæðasjóður Kópavogsbæjar
Lögð fram tillaga að gjaldskrá bílastæðasjóð Kópavogsbæjar.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagðar tillögur að gjaldskrá bílastæðasjóðs Kópavogsbæjar. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð - 2913 (3.5.2018) - Bílastæðasjóður Kópavogsbæjar
Lögð fram tillaga að gjaldskrá bílastæðasjóð Kópavogsbæjar
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 1176 (8.5.2018) - Bílastæðasjóður Kópavogsbæjar
Lögð fram tillaga að gjaldskrá bílastæðasjóð Kópavogsbæjar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu að gjaldskrá með 11 atkvæðum.

Lagt fram minnisblað dags. 20. september 2018 varðandi stöðu mála.

Lagt fram og kynnt.

Fundi slitið - kl. 18:19.