Umhverfis- og samgöngunefnd

73. fundur 21. janúar 2016 kl. 16:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Ísól Fanney Ómarsdóttir aðalmaður
  • Sigurður M Grétarsson aðalmaður
  • Einar Baldursson aðalmaður
  • Hreggviður Norðdahl áheyrnarfulltrúi
  • Gylfi Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Birgir Hlynur Sigurðsson
  • Karl Eðvaldsson
  • Bjarki Þórir Valberg
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá
Hreggviður Norðdahl gerir athugasemd við fundardag fundarins.

1.1512011 - Bæjarráð - 2801

1512011F - Bæjarráð - 2801 - Fundur haldinn 17. desember 2015.
1512097 - Bláfánaumsókn 2016.
Frá umhverfisfulltrúa, dags. 9. desember, lögð fram umsókn að Bláfána 2016. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti einróma að unnin yrði umsókn að Bláfána 2016 fyrir Fossvogshöfn og vísaði erindinu til bæjarráðs.

Bæjarráðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og samgöngunefndar með fimm atkvæðum.

2.1312123 - Hverfisskipulag/hverfisáætlun

Verkefnastjóri hverfisáætlunar gerir grein fyrir samantekt frá samráðsfundi með íbúum Kársness sem haldinn var 27.11.2015.
Lagt fram og kynnt.

3.1409209 - Kársnes - vesturhluti. Þróunarsvæði. Skipulagslýsing vegna gerðar deiliskipulags.

Með tilvísan í samþykkt skipulagsnefndar frá 15. september 2014 er kynnt vinna að skipulagslýsingu fyrir þróunarsvæði Kársness dags. 18. janúar 2016. Nánar tiltekið nær fyrirhugað deiliskipulagssvæði til umhverfis Kópavogshafnar og hluta athafnasvæðisins norðan og austan þess, meðfram Vesturvör og norðan og vestan Kársnesbrautar. Í skipulagslýsingunni koma fram áherslur bæjaryfirvalda við fyrirhugaða deiliskipulagsgerð, upplýsingar um forsendur, fyrirliggjandi stefnu og skipulagsferli svo og um kynningu og samráð við skipulagsgerðina gagnvart íbúum og öðrum hagsmunaaðilum.
Lagt fram og kynnt.
Ísól Fanney Ómarsdóttir mætir til fundar kl. 16:55.

4.1601121 - Bílastæði við leikskólann Furugrund

Lagt fram erindi Gylfa Freys Guðmundssonar varðandi bílastæðamál við leikskólann Furugrund dags. 5.1.2016.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að vísar erindinu til úrvinnslu umhverfissviðs.

5.904223 - Skógarhjalli hraðahindranir / Dalvegur gangbraut

Lagt fram erindi Sigurðar Arnars Sigurðssonar varðandi úrbætur á gatnamótum Dalvegar og Hlíðarhjalla dags. 6.1.2016 ásamt fylgigögnum.
Framkvæmdir á umræddum gatnamótum eru ekki á fjárhagsáætlun 2016. Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til gerðar næstu fjárhagsáætlunar.

6.1511134 - Ósk um úrbætur í Kórahverfi

Lagt fram erindi Bjarna Antonssonar varðandi ósk um úrbætur í Kórahverfi dags. 3.11.2015.
Lögð fram og kynnt skýrsla um mögulegar úrbætur á hringtorgum í Kórahverfi frá umhverfissviði dags. 19.1.2016.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að vísa til umhverfissviðs að fara í mögulegar úrbætur í samræmi við skýrslu umhverfissviðs.

7.1302707 - Söfnunargámar skilagjaldskyldra drykkjarumbúða

Lagt fram erindi Grænna skáta varðandi söfnunargáma skilagjaldskyldra drykkjarumbúða. Málið var tekið fyrir á 45. fundi umhverfis- og samgöngunefndar 17.2.2014.
Lagt fram og kynnt. Hjördís Ýr Johnson, Ísól Fanney Ómarsdóttir og Sigurður Grétarsson greiddu með samþykkt erindisins. Einar Baldursson situr hjá við afgreiðslu málsins.
Hreiðar Oddsson vék af fundi undir þessum lið.

8.1503668 - Hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar 2015

Greint frá framvindu mála. Lögð fram fundargerð frá samráðsfundum fulltrúa sveitarfélaganna ásamt verklýsingu og tíma- og kostnaðaráætlun dags. 14.1.2016.
Hreiðar Odsson leggur fram breytingartillög á afreiðslu erindsins.
Hjördís Ýr Johnson, Hreiðar Oddsson, Ísól Fanney Ómardsóttir og Sigurður Grétarsson greiða atkvæði með afgreiðslu breytingartillögu erindis. Einar Baldursson greiðir atkvæði gegn breytingartillögu erindis.
Umhverfis- og samgöngunefnd fagnar framtakinu og samþykkir þátttöku í samræmingu skilta, lið 2, fyrir meginleiðir hjólreiðaráætlunar Reykjavíkurborgar 2015 að öðru leiti sér Kópavogsbær um uppsetningu, kostnaðargreiningu og staðsetningu skilta enda eru kostnaðarþættir Kópavogsbæjar við gerð handbókar of háir miðað við umfang.
Hjördís Ýr Johnson, Hreiðar Oddsson, Ísól Fanney Ómardsóttir og Sigurður Grétarsson greiða atkvæði með afgreiðslu erindins. Einar Baldursson greiðir atkvæði gegn þessari afgreiðslu erindsins.

9.1002115 - Fífuhvammsland vesturhluti, breytt deiliskipulag

Lögð fram tillaga umhverfissviðs að breyttu deiliskipulagi Fífuhvammslands vesturhluta. Í breytingunni felst breikkun Lindarvegar um eina akrein frá Bæjarlind að Fífuhvammsveg. Lega göngustíga og hljóðmana/hljóðveggja breytist. Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringaryppdráttum og umhverfisskýrslu og matslýsingu dags. 18.1.2016.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi Fífuhvammslands vesturhluta fyrir sitt leyti.

10.1510254 - Menningarhús Kópavogs. Ímynd, umhverfi og markaðsmál

Frá 53. fundi Lista- og menningarráðs 14.1.2016.
Lýsing við menningarhús Kópavogs
Lista- og menningarráð beinir því til umhverfis- og samgöngunefndar að hún taki þátt í því með lista- og menningarráði að bæta lýsingu við menningarhús Kópavogs, til að bæta aðgengi og öryggi við húsin, ekki síst á dimmum vetrarmánuðum.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að fela umhverfissviði að funda með fulltrúa lista- og menningarráðs og skila samantekt til nefndarinnar. Umhverfis- og samgöngunefnd telur brýnt að fara í heildræna uppbyggingu á svæðinu.

11.1601179 - Losun gróðurhúsalofttegunda. Tillaga frá Ólafi Þór Gunnarssyni.

Frá 2804 fundi bæjarráðs 14.1.2016.
Tekin fyrir að nýju tillaga frá Ólafi Þór Gunnarssyni, sem var frestað á síðasta fundi bæjarráðs.
Bæjarráð Kópavogs samþykkir með fimm atkvæðum að beina því til umhverfissviðs og umhverfis- og samgöngunefndar að meta hvort og með hvaða hætti Kópavogsbær geti sett sér sjálfstæð markmið, m.t.t. losunar gróðurhúsalofttegunda og minnkunar svokallaðs kolefnisspors, í samræmi við þau markmið sem sett voru á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París í desember síðastliðnum.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að hefja vinnu við samantekt á hvernig Kópavogsbær stendur í samræmi við þau markmið sem sett voru á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París í desember síðastliðinn og skila til nefndarinnar. Þegar samantektin liggur fyrir verða næstu skref varðandi kolefnisfótspor Kópavogsbæjar og markmið Parísarráðstefnunnar ákveðin.

12.1510013 - Tillaga varðandi skipti úr jarðefnaeldsneyti yfir í umhverfisvæna orku. Tillaga frá Einari Baldurssy

Kynnt staða eldsneytisinnkaupa hjá Kópavogsbæ.
Lagt fram og kynnt.

13.1510012 - Tillaga varðandi losun gróðurhúsalofttegunda. Tillaga frá Einari Baldurssyni

Kynnt staða CO2 losunar bifreiða hjá bæjarskrifstofum Kópavogsbæjar.
Lagt fram og kynnt.

14.1511430 - Háttur áhættumats um hvenær sé mælst til þess af grunnskólum að skólabörn komi ekki á reiðhjóli til

Fyrirspurn frá Sigurði Grétarssyni.
Óskað eftir samantekt á hvernig áhættumati um hvenær sé mælst til þess af grunnskólum að skólabörn komi ekki á reiðhjóli til skóla er háttað í Kópavogi?
Lögð fram samantekt á hátti áhættumats frá grunnskólum Kópavogs dags. 20.1.2016.
Lagt fram og kynnt.

15.1601344 - Hreinsunarátak og vorhreinsun lóða 2016

Lögð fram tillaga að fyrirkomulagi á hreinsunarátaki og vorhreinsun lóða 2016.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða tillögu.

16.1306712 - Strætóbiðskýli

Kynnt tillaga að útfærslu á strætóbiðskýlum í Kópavogi ásamt kostnaðargreiningu.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða tillögu að strætóbiðskýlum í Kópavogi og felur umhverfissviði framkvæmd við endurnýjun eldri biðskýla.

17.1409005 - Fyrirliggjandi verkefni - Umhverfis- og samgöngunefnd

Kynnt fyrirliggjandi verkefni umhverfis- og samgöngunefndar.
Lagt fram og kynnt.

18.1511114 - Samþykkt um meðhöndlun úrgangs

Deildarstjóri Gatnadeildar greindi frá stöðu mála.
Lagt fram og kynnt.
Hreggviður Norðdahl vék af fundi.

19.1512130 - Áskorun til bæjarstjórnar frá Einari Baldurssyni.

Kynnt staða meðhöndlunar úrgangs í Kópavogi.
Lagt fram og kynnt. Einar Baldursson þakkar umhverfissviði fyrir kynninguna.

20.1511402 - Changers CO2 fit

Lagt fram erindi Birnu Guðmundsdóttur fyrri hönd Changers varðandi innleiðingu Changers CO2 fit fyrir sveitarfélagið og kostnaðarlið innleiðingar. Lagt fram erindi frá Birnu Guðmundsdóttur fyrir hönd Changers varðandi tilraunaverkefni um notkun Changers CO2 fit hjá sveitarfélaginu dags. 18.1.2016.
Umhverfis- og samgöngunefnd frestar afgreiðslu málsins á meðan vinna við þau markmið sem sett voru á ráðstefnu Sameinu þjóðanna í París í desember síðastliðnum stendur yfir.

21.1211189 - Bláfáninn - Fossvogshöfn

Lögð fram tillaga að umsókn um Bláfána 2016 fyrir Fossvogshöfn.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir fyrirliggjandi umsókn að Bláfána 2016 fyrir Fossvogshöfn og vísar erindinu ásamt kostnaðarliðum til bæjarráðs.

22.1409244 - 4 ára áætlun um göngu- og hjólreiðastíga

Kynnt fyrirhuguð tenging gangandi- og hjólandi milli Arnarnesvegar og Fífuhvammsvegs. Kynnt tillaga að flokkun hjólreiðastígakerfis Kópavogsbæjar og hraðatakmörkun og hönnunarútfærslu í samræmi við flokkun reiðhjólastíga.
Lagt fram og kynnt.
Samþykkt vinna að breytingu á flokkun og mögulegum aðgerðum til hraðatakmörkunar á reiðhjólastígum í Kópavogi eftir tegund.

Fundi slitið.