Umhverfis- og samgöngunefnd

103. fundur 16. október 2018 kl. 16:30 - 19:15 á Digranesvegi 1, Fífuhvammur 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Andri Steinn Hilmarsson formaður
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalmaður
  • Kristín Hermannsdóttir aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • Erlendur H. Geirdal áheyrnarfulltrúi
  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar
Starfsmenn
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá
Formaður leggur til við Umhverfis- og samgöngunefnd að nefndin samþykki erindi formanns varðandi Umhverfisstefnu Kópavogsbæjar og loftlags- og loftgæðastefnu Kópavogs undir liðnum almenn erindi á dagskrá fundarins.

Formaður leggur til við Umhverfis- og samgöngunefnd að nefndin samþykki erindi Indriða Stefánssonar fyrirspurn til nefndarinnar undir önnur mál á dagskrá fundarins.

Almenn erindi

1.1810009 - Rykbinding á götum í Kópavogi

Fulltrúi umhverfisstofnunar kynnir rykbindingu á götum á höfuðborgarsvæðinu.
Lagt fram og kynnt. Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að vinna áfram að verkefninu og kynna fyrir nefndinni.

Almenn erindi

2.17052048 - Gatnaviðhald - ástandsskoðun, heildarúttekt

Lögð fram skýrsla Eflu ehf. varðandi gatnaviðhald í Kópavogi 2018, ástandmat á slitlögum gatna í Kópavogi veturinn 2017-2018 dags. 19.04.2018
Umhverfis- og samgöngunefnd óskar eftir upplýsingum um hvaða götum hefur verið sinnt það sem af er ári og eins hvaða götum verið lokið við að sinna á þessu ári í gatnaviðhaldi. Eins er óskað eftir hvaða göngu- og hjólastígar hafa verið lagðir, endurnýjaðir eða endurbættir.

Almenn erindi

3.1810293 - Aðgangsstýrð reiðhjólastæði í Kópavogi

Lögð fram tillaga að tilraunaverkefni á aðgangsstýrðum reiðhjólastæðum í Kópavogi.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma að sett verði upp 10 yfirbyggð og aðgangsstýrð reiðhjólastæði sem tilraunaverkefni við Hálsatorg í Hamraborg ásamt viðgerðarstandi.
Umhverfis- og samgöngunefnd vísar kostnaðarliðum erindisins til bæjarráðs og bæjarstjórnar og gerðar fjárhagsáætlunar.
Umhverfis- og samgöngunefnd vísar til vinnu við Samgöngustefnu Kópavogsbæjar sambærilegri uppbyggingu á Kársnesi, Smáranum og öðrum svæðum.
Erlendur H. Geirdal áheyrnarfulltrúi lýsir yfir ánægju með verkefnið og styður heildstæða uppbyggingu vistvænna samgangna.

Almenn erindi

4.1810545 - Uppfæra Umhverfisstefnu Kópavogsbæjar í samræmi við heimsmarkmiðin og áhersluatriði stefnumótunar Kópavogsbæjar erindi frá Andra Stein Hilmarssyni

Lagt fram erindi Andra Steins Hilmarssonar dags. 15.10.2018 varðandi uppfærslu á Umhverfisstefnu í samræmi við heimsmarkmiðin og áhersluatriði stefnumótunar Kópavogsbæjar verði hafin. Loftlagsstefna- og loftgæðaáætlun Kópavogsbæjar verði hluti af Umhverfistefnu Kópavogsbæjar.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma að hefja vinnu við uppfærslu á Umhverfisstefnu Kópavogsbæjar í samræmi við heimsmarkmiðin og felur umhverfissviði að koma með tillögu að útfærslu.

Almenn erindi

5.1810254 - Málstofa - Áhrif loftlagsbreytinga á rekstur sveitarfélaga - Veðurstofa Íslands

Gert grein fyrir málstofu á vegum Veðurstofu Íslands varðandi loftlagsbreytingar á Íslandi og áhrif á rekstur sveitarfélaga sem haldið var 3.10.2018.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

6.18082513 - Ljósa- og auglýsingaskilti - Verklag

Kynning verklagsreglum fyrir skilti í Kópavogi 2013 og áframhaldandi vinnu á verklagsreglum fyrir ljós- og auglýsingaskilti í Kópavogi 2018. Lögð fram skýrsla Lisku ehf, varðandi drög að stefnumótun fyrir skilti í Kópavogi dags. 5. október 2018.
Lagt fram og kynnt. Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að vinna áfram að verkefninu og kynna fyrir nefndinni.

Almenn erindi

7.1310510 - Gámar í Kópavogi

Lögð fram tillaga að fyrirkomulagi stöðuleyfa í Kópavogi og gjaldskrá fyrir stöðuleyfa gáma í Kópavogi.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma framlagða tillögu að tilraunaverkefni. Gefin skal 7 daga frestur til að sækja um stöðuleyfi þegar útgáfa stöðuleyfa hefst 1. janúar 2019. Ef ekki er sótt um stöðuleyfi innan 7 daga skal gefin út viðvörun að eftir 10 daga verði gámur fjarlægður á kostnað eigenda. Ofangreindir frestir koma í stað viðeigandi frests í ákvæði 3. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Önnur mál

8.1810547 - Fyrirspurn til umfjöllunar í Umhverfis- og samgöngunefnd frá Indriða Stefánssyni

Lögð fram erindi til Umhverfis- og samgönguefndar frá Indriða Stefánssyni dags. 15.10.2018
Lagt fram og kynnt. Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að undirbúa erindi og kynna á næsta fundi nefndarinnar.

Fundi slitið - kl. 19:15.